Fréttir

Niðurstöður fermingarkönnunar ELKO 2024

2.04.2024

ELKO setti í gang árlega fermingarkönnun dagana 6 – 17. mars. Könnuninn sem byggir á um 2.500 svörum tók á ýmsum þáttum er snertir fermingar og fermingarveisluna sjálfa og því margar skemmtilegar niðurstöður sem komu í ljós.  Af þeim sem tóku þátt í könnuninn þá höfðu 95,7% svarenda fermst, 93,8% í kirkju og 1,9% borgaralega. Vert er að geta þess að 36% svarenda eru  á aldrinum 36-50 ára og 27,5% þeirra á aldrinum 51-64 ára. Svarendur á aldrinum 18-45 ára voru 19,1% á meðan yngri en 18 ára voru 3,1% og eldri en 61 ára voru 14,2%.  

Niðurstöður könnunnarinnar leiddu í ljós að snjallúr væri fermingargjöf ársins 2024 ef svarendur væru að fermast í dag. Fast á eftir úrinu er iPhone snjallsími í öðru sæti og þriðja sætinu deila sjónvarp og góð heyrnartól.  


Hver var eftirminnilegasta fermingargjöfin? 

Það er mikil spenna hjá öllum að fá og opna fallegar gjafir. Gjafir gleðja alltaf og þá sérstaklega þær sem hitta í mark. En hver var eftirminnilegasta fermingargjöfin hjá svarendum? Það voru margir sem nefndu að þau hefðu fengið hljómtæki, fallegt úr eða myndavél. Aðrir nefna fartölvur, borðtölvur og skartgripi, þá einna helst hringa. Þónokkrir fengu hljóðfæri að gjöf og aðrir skíði og skíðaskó eða tjald og svefnpoka. Þá voru einnig margir sem nefndu utanlandsferð eða aðrar upplifanir.  

Við spurðum út í eftirminnilegustu fermingargjöfina. Þetta var opin spurning og bárust því ólík svör sem voru flokkuð saman.

20% svarenda svöruðu að hljómtæki hafi verið eftirminnilegasta fermingargjöfin, hvort sem það voru hinar klassísku fermingargræjur sem hægt var að setja einn disk í eða allt að 60 diska magasín, ferðageislaspilara, ferðahátalara, segulbandstæki, útvarpstæki eða plötuspilara.  

„Græjurnar maður, græjurnar.“ 

Næst á eftir hljómtækinu nefndu 10% svarenda að úr hefði verið eftirminnilegasta  fermingargjöfin. Hvort sem það var gull eða silfur armbandsúr eða tölvuúr.  

6% svarenda svöruðu að skartið hefði verið eftiminnilegasta gjöfin, þá nefndu flestir sérstaklega hringa. Innan við 1% svarenda nefndu einnig skartgripaskrín.  

5% svarenda svöruðu að ferðir væru eftirminnilegastar, hvort sem þær voru utanlands- eða innanlandsferðir. Flestar ferðirnar voru utanlandsferðir og þónokkrar í knattspyrnuskóla eða á fótboltaleik erlendis. Aðrir nefna utanlandsferðir á tónleika eða skíða- eða brettaferðir. 

„Utanlandsferð, hún var sú fyrsta sem ég fór í.“ 

 
5% svarenda svöruðu tölvur, hvort sem það voru borðtölvur eða fartölvur. Innan við 1% svarenda nefndu leikjatölvur.  

„Minnisstæðasta fermingargjöfin var PC tölva.“ 

4% svarenda nefna að peningaupphæðir hafi verið minnistæðastar. Margir nefndu einnig að þau hefðu keypt raftæki fyrir fermingarpeninginn sem safnaðist, þ.á.m. tölvur, leikjatölvur og hljómtæki.  

3% svarenda nefndu að minnistæðasta gjöfin þeirra hafi myndavélar, þá í formi  stafrænna eða skyndimyndavéla eða upptökuvéla.  

„Myndavél frá foreldrum sem ég á enn í dag“ 

Margir svarendur nefna að þeir hafi fengið yfirhalningu á herberginu sínu eða eitthvað húsgagn, 4% svarenda nefndu að þau hefðu fengið skrifborð og/eða skrifborðsstól. Önnur 4% nefna að þau hafi fengið nýtt rúm og 3% nefna skatthol. 3% svarenda nefna sjónvarp en 1% svarenda af þeim nefna sérstaklega túbusjónvarp og þá jafnvel með innbyggðu VHS tæki. Aðrir nefna að þeir hafi fengið VHS tæki eða DVD tæki að gjöf sem var svo sannarlega toppurinn á sínum tíma.  

Aðrar gjafir sem þóttu eftirminnilegar voru hljóðfæri, þá einna helst gítar, skíða-  eða brettabúnaður, tjald og/eða svefnpoka eða hjól. Margir nefna líka að þeir hafi fengið hest eða hnakk og aðrir nefna veiðistangir, golfsett og aðrir sæng eða rúmföt.  


Fermingargjafir ársins 

Við spurðum hvað væri efst á óskalistanum  hjá svarendum ef þau væru að fermast í dag og gáfum svarendum möguleika á að haka í einn valkost. Gaman var að sjá að raftæki eru efst á lista.   

37% svöruðu að raftæki yrðu fyrir valinu ef þau mættu velja hvaða vöruflokk þau  myndu fá í fermingargjöf. Nánari útlistun á þessum flokki tók á sími, fartölva, leikjatölva, sjónvarp, heyrnartól o.s.frv.  
25% nefndu að þau myndu vilja fá utanlandsferð að gjöf.  
23% myndi vilja fá peningagjöf. 
6% myndi vilja fá einhversskonar upplifun. 
3% svarenda myndi vilja fá listaverk eða málverk að gjöf. 
2% myndi vilja fá hljóðfæri.  Annað sem svarendur mynda vilja að gjöf var, skrifborð eða skrifborðsstóll, rúm, föt eða skór.  


Við spurðum ekki bara um vöruflokkana sjálfa, heldur vildum vita betur hvaða vörur væru efstar á óskalistanum hjá svarendum ef þeir væru að fermast í ár og hægt var að velja allt að 5 hluti á listanum en að auki var hægt að haka við svarmöguleikann „annað“ og skilja eftir opin svör. Eftirfarandi niðurstöður komu í ljós:   

33% svarenda myndi vilja fá snjallúr í fermingargjöf. 
32% svarenda nefndu að þeir myndu vilja fá iPhone snjallsíma.
31% myndu vilja fá sjónvarp og önnur 31% myndi vilja fá góð heyrnartól, en af þeim voru 18% sem myndu vilja fá heyrnartól  yfir eyru og 13% myndu vilja heyrnartól í eyru.   
27% svarenda myndi vilja fá góðan hátalara að gjöf, sem dæmi; Sonos, JBL, Bose, Soundboks, Marshall eða Sony.  
25% myndu vilja fá Samsung snjallsíma.  
23% MacBook fartölvu 
22% myndu vilja fá Playstation 5. 
21% Windows PC fartölva 
17% spjaldtölva 
13% myndi vilja fá stafræna myndavél að gjöf og 8% myndi vilja fá skyndimyndavélar.  
11% myndi vilja fá Dyson Airwrap hármótunargræju, önnur 11% myndu vilja fá borðtölvu og enn önnur 11% myndu vilja fá 3D prentara að gjöf.  

Önnur svör voru meðal annars, stjörnusjónauki, snyrtispegill, hlaupahjól, VR sýndarveruleikagleraugu, leikjatölvur, Gaming fartölva og gaming aukahlutir. Einnig bárust 56 opin svör undir svarmöguleikanum „annað“. Eftirfarandi atriði voru talin oftast upp: peningur, utanlandsferð eða upplifun. 



Boð í fermingarveisluna og algengasta peningaupphæðin 

83% svarenda er boðið í fermingarveislu á árinu. 17,8% þeirra fékk sent útprentað boðskort á meðan 67,3% svarenda fengu rafrænt boðskort og 7,4% fengu boð með símtali.  

Fyrir þá veislugesti sem eru að velta fyrir sér hvaða upphæð er algengust þegar gefa á fermingargjafir þá spurðum við um hvaða upphæð væri miðað við í fermingargjöf. Algengasta svarið, eða 38,8% svarenda miðuðu að því að gefa gjöf fyrir 11.000 – 15.000 krónur en 36.7% miðuðu að að því að gefa gjöf fyrir 7.000 – 10.000 krónur. 14,8% svarenda miðuðu að því að gefa gjöf fyrir 16.000 – 20.000 krónur. 6,2% miða að því að gefa gjöf fyrir minna en 6.000 krónur og aðrir völdu hærri upphæðir. 



Veislan sjálf 

Við lögðum fram spurninguna „Er of mikið lagt í fermingarveislur í dag?“ og 49% svarenda svöruðu játandi. 24% töldu ekki vera of mikið lagt í fermingarveislur í dag og 27% svöruðu með „ég veit það ekki/vil ekki svara.“.  

Við spurðum jafnframt út í hvort eftirfarandi atriði væru nauðsynleg í fermingarveislum: 

  • 88,5% svarenda töldu nammibar ekki vera nauðsynlegan í fermingarveisluna. 
  • 75,3% svarenda töldu myndakassa ekki nauðsynlegan í fermingarveisluna.  
  • 75.5% töldu sérmerktar servíettur ekki nauðsynlegar í fermingarveisluna.  

En hversu mikilvægt er skemmtanagildið í fermingarveislum? Einungis 20,1% svarenda hafa mætt í fermingarveislu þar sem skemmtikraftur hefur mætt á svæðið en 59,7% svarenda svöruðu hvorki né þegar spurt var hversu jákvætt eða neikvætt það væri að vera með skemmtikraft í fermingarveislunni. 25,7% svarenda töldu það vera neikvætt eða mjög neikvætt á meðan 14,5% telja það vera jákvætt eða mjög jákvætt að vera með skemmtikraft í fermingarveislunni.  

Það má því segja að fleiri svarendur hafi tekið meiri afstöðu til nammibars, myndakassa og sérmerktra servíetta í stað skýrar afstöðu til skemmtikrafta í fermingarveislum.  



Veitingar 

En hvað á svo að bjóða upp á í veislunni? Hvaða veitingar eru það sem flestir elska þegar þeir mæta í fermingarveislu? Yfir helmingur þeirra sem svöruðu, eða 57,6%, segja að heitir brauðréttir séu þeirra allra uppáhald í fermingarveislum. Þar á eftir svara 40,1% að pinnamatur, þ.e. snittur, mini hamborgarborgarar, kjúklingaspjót o.s.frv. sé þeirra uppáhald og svo svara 38,3% brauðtertur.

Hvað kökur varðar þá trónir marengskaka á topnnum með 27,7% svara á meðan kransakaka fékk 21,4% svara og súkkulaðikaka með 12% svara. Klassískt marsípankaka fékk 13,7% svara.  Hér var valmöguleiki um annað og það bárust 25 opin svör. Flatkökur með hangikjöti voru oftast nefndar ásamt súpu og brauði.
 



Samantekt  

Svörin sem við fengum í ár eru mjög álíka þeim svörum sem við fengum í fyrra er varðar minnistæðustu fermingargjafirnar og veitingar í veislunni sjálfri. Við spurðum einnig nýrra spurninga í ár er snúa að peningaupphæðum sem gestir ætla að gefa að gjöf og þá einnig nánari spurninga um veisluna sjálfa.  

Það er gaman að rýna í gögnin og skoða hvað var í tísku og hvað er núna í tísku. Raftæki tróna efst á listum yfir þær gjafir sem hitta í mark og eru eftirminnilegar. Í grunninn eru þetta sömu gjafirnar þó einhverjir vöruflokkar hafi farið þróast talsvert  í gegnum árin. Í dag er ennþá verið að gefa helstu raftækin líkt og tölvur, en þó meira verið að gefa fartölvur eða leikjatölvur í stað borðtölva í dag. Armbandsúrin eru orðin að heilsuúrum fyrir hreyfingu og útivist, hljómflutningsgræjur hafa þróast yfir í ferðahátalara og heyrnartól og snjallsímar hafa orðið vinsælli og vinsælli gjafir bæði um jól og fermingar. Skyndimyndavélar hafa verið vinsælar í gegnum árin en nú eru stafrænar og filmumyndavélar að koma tilbaka og það má því segja að við séum komin hringinn.  

37% svarenda svöruðu að raftæki yrðu fyrir valinu ef þau mættu velja hvaða vöruflokk þau  myndu fá í fermingargjöf. Það er því greinilegt að ELKO hjálpar öllum að gera lífið einfaldara, ánægjulegra og eftirminnilegra. Þú færð fermingargjöfina hjá okkur. Kíktu við í næstu ELKO verslun og leyfðu okkur að aðstoða þig við að finna fermingargjöfina sem hittir í mark fyrir fermingarbarnið.  


Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.