Fróðleikur

Ertu að þrífa kaffivélina þína nógu oft?

28.12.2023

Það jafnast ekkert á við rjúkandi ferskan kaffibolla til þess að byrja daginn. En vissir þú að illa þrifin kaffivél getur eyðilagt bragðið? Sem betur fer þarf bara örlitla vinnu til þess að kaffið bragðist vel aftur. Ferskar kaffibaunir, daglegar venjur og þrif á kaffivélinni öðru hvoru og þú færð gott og ferskt kaffi alla daga.


Sjálfvirkar kaffivélar

Daglegar venjur fyrir gott kaffi

Eins og margt annað í lífinu eru það hinar daglegu venjur sem skipta mestu máli. Með nokkrum einföldum ráðstöfunum tryggir þú að sjálfvirka kaffivélin þín geri ekki súrt kaffi. Það fyrsta sem þú ættir að gera er að geyma kaffibaunirnar í loftþéttu íláti. Kaffi er fersk vara og heldur ilm sínum og bragði lengur þegar það kemst ekki í loftið. Þegar þú hefur stjórn á kaffibaununum skaltu bara fylgja einföldum gátlista sem er gerður daglega eða með reglulegu millibili:

  • Tæmdu kaffiílátið
  • Hreinsaðu mjólkurkerfið. Kaffivélin er oft með sitt eigið forrit sem hjálpar þér við þetta.
  • Fylltu upp með kaffibaunum
  • Nú er kaffivélin tilbúin til að bera fram rjúkandi ferskt og gott kaffi!

Hreinsaðu kaffivélina

Flestar kaffivélar láta vita þegar þær þurfa þrif, en það fer eftir notkun. Kaffivél sem gerir nokkra bolla á dag þarf sjaldnar að þrífa en kaffivél sem vinnur á háum gír oft yfir daginn – alla daga. Þrif eru yfirleitt mjög einföld: Þú setur hreinsitöflu í vélina og byrjar hreinsunarprógramm. Það tekur allt um 15-20 mínútur áður en vélin er tilbúin til notkunar aftur.

Hreinsun á kaffivél sem hefur verið ónotuð í einhvern tíma

Ef kaffivél hefur verið ónotuð í einhvern tíma þá er þörf að þvo og hreinsa kaffivélina áður en hellt er upp á til þess að þrífa kerfið. Þvoðu vélina, vatnstankinn, baunaílátið og keyrðu hreinsunarprógramm á bæði brugg- og mjólkurkerfi. Vélin er þá tilbúin til notkunar aftur.


Hylkjavélar

Hylkjavélar frá til dæmis Dolce Gusto og Nespresso eru ekki að gefa viðvörunarljós sem segir notendanum að þrífa vélina en það eru til hreinsiefni fyrir þessa gerð af kaffivélum. Þú getur fengið kalkhreinsi fyrir Dolce Gusto sem kemur í veg fyrir að kalk safnast fyrir í v´leinni sem getur skemmt hana með tímanum.

Ef þú átt Nespresso eða L’OR hylkjavél getur þú notað hreinsivökva sem hentar fyrir allar kaffivélar. Þá er hreinsivökvi settur í vatnshólfið, hólfið fyllt með vatni og látið blönduna fara í gegnum kaffivélina með því að hella upp á kaffi án kaffihylkis. Tæma skal vatnstankinn sem inniheldur hreinsiefnið, skola svo tankinn og fylla aftur að vatni og láta það vatn renna í gegnum vélina líka.


Hefðbundnar kaffivélar

Afkalkaðu kaffivélina

Ef þú tekur eftir því að kaffið bragðist öðruvísi en vanalega gæti verið kominn tími til að afkalka kaffivélina. Það ætti að vera nóg að afkalka vélina einu sinni ársfjórðungslega en það þarf einfaldlega að nota bragðskynið til þess að ákveða sig hvort það sé kominn tími til þess að afkalka eða ekki. Sumar kaffivélar eru einnig með kalksíu sem aukabúnað, en þá er kalksían sett í vatnstankinn og hreinsar vatnið þannig að þú þarft ekki að afkalka kaffivélina.

  1. Fylltu kalkhreinsunarefnið í vatnsílátið
  2. Setjið í kaffisíu
  3. Kveiktu á kaffivélinni
  4. Slökktu á vélinni þegar helmingur vatnsins hefur verið tæmt
  5. Látið vökvann vera á í 30 mínútur
  6. Kveiktu á vélinni aftur til að ljúka afkalkningunni
  7. Endurtaktu ferlið tvisvar með hreinu vatni

Smelltu hér til að skoða hreinsiefni og fleiri aukahluti fyrir kaffivélar.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.