Fréttir Fróðleikur

Ertu flippaða týpan? Galaxy Z Flip5

31.07.2023

Samsung Galaxy Z Flip5 snjallsíminn er hannaður fyrir þá sem vilja stóran skjá en samt ekki stóran síma. Samanbrotinn kemst hann auðveldlega í vasa en þegar hann er opinn færð þú aðgang að stærri skjá en á Galaxy S23+. Flip5 snjallsíminn er þynnri en forveri sinn með nýjum lömum með engu bili. Innri skjárinn er líka með þynnri römmum fyrir betri upplifun.


Stærri skjár samlokaður

Einn sími, tveir skjáir. Ytri skjár Galaxy Z Flip 5 er næstum því þrisvar sinnum stærri en forveri sinn, svo þú þarft ekki að opna símann til að nota hann. Ef þú ert á fundi eða í tíma, getur þú séð allt frá tilkynningum til tölvupósta og símtala. Þú getur einnig svarað skilaboðum, stjórnað tónllist eða tekið sjálfu. Aðalmyndavélin er staðsett rétt fyrir ofan ytri skjáinn svo þú getur séð þig á meðan þú tekur myndina.

Svaraðu skilaboðum með QWERTY lyklaborði, hringdu, athugaðu veðurspána og taktu jafnvel upp veskið þitt. Og sama hversu mörg forrit þú stillir til að nota í skjánum finnur þú þau auðveldlega með Multi Widget View.


Lítill en öflugur

Galaxy Z Flip5 er útbúinn öflugum Snapdragon 8 Gen 2 örgjörva. Jafnvel í kröfuhörðum verkefnum eins og streymi gefur hann ekkert eftir.


Myndavélin

Góðar myndir – jafnvel að næturlagi

Samsung hefur tekið stór skref í átt að betri lágljósamyndum með betri birtuskilum og nákvæmari smáatriðum. Bakmyndavél Galaxy Z Flip5 er með stærri nema en forveri sinn sem nær meira ljósi í myndina. Með snjöllum og uppfærðum hugbúnaði eru myndgæðin bætt enn frekar.

Handfrjáls myndataka

Samsung Galaxy Z Flip5 er nánast með innbyggðum stand, opnaðu hann hálfa leið og stilltu honum þar sem þú vilt. Svo er auðvelt að breyta hallanum á milli 75 og 115° til að taka upp það sem þú vilt. Náðu öllum í hópmyndina eða taktu frábærar sjálfur með aðalmyndavélunum.

Nú þarft þú ekki að styðja við símann eða setja upp tímastilli. Með Galaxy Z Flip 5 er nóg að veifa að myndavélinni til að taka mynd. Einnig er hægt að nota Galaxy Watch5/Watch6 snjallúrin til að smella af mynd.

Myndsímtöl

Þú getur gert meira en tekið handfrjálsar myndir. Ef þú ert í myndsímtali er auðvelt að gera eitthvað annað á sama tíma – elda, laga hárið eða slaka af í sófanum – þú getur lagt símann frá þér hálfopinn og haldið áfram í beinni.


Hönnun

Samsung Galaxy Z Flip5 er fáanlegur í fjórum flottum litum, grár, ljósbleikur, ljósgrænn og drapplitaður. Samanbrotinn kemst hann auðveldlega í vasa en hann er aðeins 87x72x17mm á stærð, eða 165x72x7 mm þegar hann er opin með 6,7“ skjá. Þegar hann er lokaður hefur þú aðgang að 3,4“ snertiskjá sem þú getur sérstillt, hvaða mynd eða upplýsingar þú vilt hafa sýnilegar.

Rafhlaða sem endist

Með 3700 mAh rafhlöðu þarft þú sjaldan að hafa áhyggjur af rafhlöðunni. En þegar tíminn rennur upp ert þú ekki lengi að hlaða hann. Galaxy Z Flip5 styður hraðhleðslu, þráðlausa hleðslu og getur hlaðið önnur tæki þráðlaust.

Sterkbyggður sími

Galaxy Z Flip5 er gerður úr endingargóðum efnum, að innan sem utan. Ytri skjárinn er verndaður af Gorilla Glass Victus 2 og ramminn er gerður úr Armor Aluminium. Ynnri skjárinn þolir allt að 200.000 brot. Síminn er einnig IPX8 vatnsvarinn.

Smelltu hér til að skoða Galaxy Z Flip5 á elko.is.


Galaxy Z Fold5 er einnig fáanlegur. Galaxy Z Fold5 er snjallsími fyrir þá sem vilja stóran skjá sem brýst saman í handhægan síma sem hægt er að nota með einni hendi. Ytri skjárinn er 6,2″ sem þýðir að þú getur auðveldlega gert allt sem þú þarft, jafnvel með símann lokaðan. En þegar þú vilt, getur þú opnað hann og nýtt 7,6″ skjáinn – allt í einu er spjaldtölva komin í hendurnar þínar.

Skoða Galaxy Z Fold5 á elko.is


Samanburður

Hér fyrir neðan getur þú séð samanburð á Galaxy Z Flip5, Z Flip4 og Fold5

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.