Hugmyndir

ERTU KLÁR Í SKÓLANN?

27.08.2021

Nú þegar skólinn byrjar er gott að græja sig upp fyrir skólann og hafa allt tilbúið. ELKO býður upp á skólavörur í úrvali og það er um nóg að velja. Tölvur, tölvuhlífar og aukahlutir líkt og heyrnartól og tölvumýs ásamt bakpokum. Við tókum saman lista yfir þær vörur sem er gott að hafa við höndina í náminu – hvort sem um ræðir staðnám eða fjarnám. Hvað vantar þig fyrir skólann?

Fartölvur í úrvali – ertu meira fyrir Windows eða Apple? Við tókum nokkrar týpur saman hér fyrir neðan en þú getur skoðað allt úrvalið hér.

1. Lenovo IdeaPad 1 14″ fartölva

Áreiðanlegt vinnutól og er aðeins 1,4 kg og 1,79 cm þunn sem gerir hana fullkomna til að taka með sér hvert sem er. Allt að 8 klst rafhlöðuending. Sjá nánar hér.

2. Asus VivoBook S14 14″ fartölva

Stílhrein og afkastamikil vél í handhægu formi. Tölvan er einungis 1,4 kg svo þú getur tekið hana með hvert sem er. Hraðhleðslustuðningur. Sjá nánar hér.

3. MacBook Air 1 M1 13″ fartölva

Tölvan er með háhraða vél í léttum ramma með átta kjarna Apple M1 örgjörvanum. Fartölvan er með Retina skjá með True Tone tækni, P3 litasvæði og háu birtustigi. Allt að 18 klst rafhlöðuending. Sjá nánar hér

4. Lenovo Yoga Slim 14″ fartölva

Tölvan er sérstaklega þunn og létt með fallega björtum 14″ WVA FHD skjá. Tölvan er aðeins 1,3 kg og er með öfluga Dolby Atmos hátalara. Tölvan endist í allt að 17,5 klukkustundir á fullri hleðslu og ef það gleymist geturðu hlaðið hana í 15 mínútur og fengið 2 klukkustundir. Sjá nánar hér.

5. Samsung Galaxy Book 15,5″ fartölva

fartölvan er með fallega lágstemmda hönnun og áreiðanlega frammistöðu með Intel örgjörvanum. Rafhlaðan endist í allt að 8,5 klukkustundir. Sjá nánar hér.

Fartölvuhlífar og bakpokar

Case Logic 15,6″ fartölvutaska

Fartölvutaskan skiptist í fóðrað hólf fyrir fartölvu, vasa fyrir spjaldtölvu og mörg minni hólf fyrir hleðslutæki, penna, síma og fleira. Taskan kemur með hliðaról sem er hægt að losa af. Sjá nánar hér.

Case Logic 14″ fartölvuhlíf

Flott og þunn tau taska frá Case Logic fyrir fartölvur upp í allt að 14″ stærð. Sjá nánar hér.

Thule MacBook 15″ hliðartaska

Verndaðu Macbook tölvuna þína með Subterra hliðartöskunni frá Thule. Í töskunni eru mörg minni hólf fyrir t.d. síma og penna. Hægt er að losa hliðarólina af töskunni. Sjá nánar hér.

Lefrik Daily 15,6″ bakpoki

Daily bakpokinn var hannaður til að vera flottur án þess að fórna notagildi. Bakpokinn er með tvö innri hólf og mörgum vösum þar á meðal fóðraðir vasar fyrir spjaldtölvu og 15″ fartölvu. Vatnsvarinn og úr endurunnum efnum. Sjá nánar hér.

Lyklaborð og mýs

Sandberg þráðlaus mús og lyklaborð

Þráðlaust lyklaborð og mús frá Sandberg með USB sendi. Einfalt að tengja og þarfnast ekki hugbúnaðar. Íslenskir stafir. Sjá nánar hér.

Logitech þráðlaust lyklaborð og mús

Þráðlaust lyklaborð og mús frá Logitech með nano USB sendi. Löng rafhlöðuending sem endist í allt að 36 mánuði fyrir lyklaborðið og 18 mánuði fyrir músina. 12 F takkar eru á lyklaborði með alls konar hentugum stýringum, hvort sem það er að skipta um lag, hækka og lækka eða setja tölvuna á sleep stillingu. Sjá nánar hér.

Logitech MX Keys Plus þráðlaust lyklaborð

Logitech lyklaborð með snjalllýsingu sem nemur hendur notenda og lýsir upp lyklaborðið þegar það er við notkun sem sparar rafhlöðuna. Tengdu Logitech MX Keys Plus þráðlausa lyklaborðið við tölvuna eða snjallsjónvarpið og notaðu það þráðlaust yfir allt herbergið. Lyklaborðið er hljóðlátt og er hannað þannig að þægilegt er að skrifa á það án þess að það valdi hljóðtruflunum. Sjá nánar hér.

Apple Magic lyklaborð

Þunnt og nett Apple Magic lyklaborð með íslenskum stöfum. Fyrirferðalitlir takkar og góð hönnun veita þægilega og nákvæma notkun og innbyggða rafhlaðan er mjög endingargóð sem gerir þér kleift að nota lyklaborðið í langan tíma milli hleðsla. Sjá nánar hér.

Apple Magic Mús

Þú getur hvatt gömlu venjulegu takkamýsnar með nýju Apple Magic Mouse 2, músin er ekki með tökkum heldur fjölsnertiflöt sem þú getur notað einn eða tvo fingur á í einu. Sjá nánar hér.

Heyrnartól

Sennheiser HD 450BT þráðlaus heyrnartól

Þráðlaus heyrnartól frá Sennheiser með virkri hljóðeinangrun, AAC og AptX sem tryggir stöðuga tengingu og allt að 30 klst rafhlöðuendingu. Samanbrjótanleg. Sjá nánar hér.

Bose NC 700 þráðlaus heyrnartól

Nýjustu þráðlausu heyrnartólin frá Bose með 11 hljóðeinangrandi stillingum, Google Assistant/Amazon Alexa raddstýring og fjórir hljóðnemar fyrir skýrari og betri hljóm. Allt að 20 klst rafhlöðuending. Sjá nánar hér.

Sony WH-CH710 þráðlaus heyrnartól

Hljóðeinangrandi þráðlaus heyrnartól frá Sony með allt að 35 klst rafhlöðuendingu. Heyrnartólin eru létt og falla vel að höfðinu án þess að valda neinum óþægindum. Hraðhleðsla. Sjá nánar hér.

Jabra Evolve2 65 þráðlaus tölvuheyrnartól

Nú getur þú átt góð samtöl í hávaðasömu umhverfi með Evolve2 65 MS heyrnartólunum frá Jabra. Eyrnapúðarnir eru einangrandi og hljóðneminn dempar umhverfishljóð svo samtalið verður kristaltært fyrir þig og þann sem þú talar við. Microsoft Teams vottuð. Allt að 37 klst rafhlöðuending. Sjá nánar hér.

Aukahlutir

Creative Live! Cam Sync vefmyndavél

Taktu upp í frábærum myndgæðum með Creative Live! Cam Sync vefmyndavélinni. Tveir innbyggðir hljóðnemar sem tryggja kristaltæran hljóm. Auðvelt er að tengja myndavélina við PC eða Mac þar sem hún þarf engan sérstakan hugbúnað. Sjá nánar hér.

Toshiba Canvio Flex 1TB flakkari

Canvio Flex 1TB flakkarinn geymir gögnin þín á öruggum stað. Fyrir Mac, Windows tölvur og spjaldtölvur. Sjá nánar hér.

Chilly´s flaska

Chilly’s flöskurnar eru fullkomnar í töskuna fyrir skólann eða við höndina heima við. Þær halda annaðhvort heitu í 12 klst eða köldu í 24 klst og þær leka ekki. Sjá nánar hér.

Beurer nuddbolti

Nuddboltinn endurnýjar virkni mismunandi vöðvahópa. Boltinn er með innbyggðan titring til að hámarka virkni. Tilvalinn til þess að taka með sér í töskuna á milli skóla og heimilis. Sjá nánar hér.

Barner skjágleraugu

Skjágleruagu sía allt að 40-100% af bláu ljósi frá tölvuskjám. Umgjörðin er mjúk með gúmmígriði og alveg einstaklega létt. Gleraugun hjálpa við að draga úr þreytu í augum. Sjá nánar hér.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.