Gjafalistar Hugmyndir

Fær heimilið jólagjöf í ár?

8.12.2022

Sumir kaupa gjöf fyrir heimilið í sameiningu í stað þess að skiptast á jólagjöfum. Þá jafnvel heimilistæki sem nýtist fyrir heimilið og alla sem þar búa, hvort sem um ræðir algjört þarfaþing eða raftæki sem gott er að eiga til að spara tíma. Hvaða heimilistæki vantar inn á þitt heimili fyrir jólin? Við tókum saman nokkrar vörur sem gætu komið sér vel á heimilinu til að gefa hugmyndir.


Dyson V12 Detect Slim Absolute

Dyson V12 Detect Slim Absolute skafryksugan er með skilvirku síunarkerfi, þremur aflstillingum, Piezo skynjara og 60 mínútna rafhlöðuendingu. Góður sogkraftur sem tryggir að gólfið verði tandurhreint og án ofnæmisvalda og baktería. Ryksugan er einnig með ljósi sem sýnir hvar ryk og óhreinindi eru. Sjá nánar hér.


Sage Barista Express Espressóvél

Fyrsta flokks espresso vél frá Sage. Með þessari Sage Barista Espressovél getur hver sem er búið til sitt eigið kaffi eins og finnst á kaffihúsum. Þessi kaffivél er búin mörgum sniðugum eiginleikum og fallegri hönnun sem gerir kaffigerðina skemmtilegari en áður. Innbyggð kvörn og innbyggður mjólkurflóari. Vatnstankurinn er fjarlægjanlegur svo auðvellt sé að fylla á hann, inbyggð sía í tanknum tryggir að ekkert hafi áhrif á bragðið á kaffinu. Sjá nánar hér.


Samsung þvottavél

Samsung þvottavélin er með 9 kg þvottagetu, 1400 snúninga á mínútu, snjalla Ecobubble tækni og mörg kerfi sem gera þér kleift að stilla þvottinn eftir þínum þörfum. Veldu úr úrvali kerfi, þar ámeðal silk, ull og gufukerfi. Þvottavélin er með hentuga eiginleika sem fara sérstaklega vel með ull og önnur viðkvæm efni. Sjá nánar hér.


Samsung þurrkari

Samsung þurrkarinn fer vel með fötin þín og þurrkar þau skilvirkt. Hann er með varmadælu tækni, OptimalDry skynjun, Quick Dry 35 kerfi og mikilli afkastagetu. Þurrkarinn er með 9 kg þurrkgetu og hentar fyrir fjölskyldur með börn og stærri heimili. Sjá nánar hér.


Sonos Five hátalari

Með Sonos Five snjallhátalaranum getur þú upplifað alvöru HiFi-gæði. Trueplay stillir hljóminn fullkomlega eftir rýminu auk þess sem hægt er að tengjast hátalaranum þráðlaust eða með snúru. Nokkrir valmöguleikar eru í boði fyrir Sonos Five. Hægt er að nota Sonos S2 snjallforritið, Apple AirPlay2, streymi eða nota snertitakka sem eru á hátalaranum sjálfum. Einnig er hægt að stilla Sonos Five með raddstýringu ef hann er tengdur við snjalltæki eins og Amazon Echo og Google Home. Sjá nánar hér.


Samsung 65″ sjónvarp

Öflugur Crystal 4K örgjörvi og Motion Xcelerator Turbo gefur þessu sjónvarpi litríkari myndir og fullkomið sjónvarp, jafnvel fyrir leikjaspilun. Tizen snjallkerfið, fyrir nettengingu og tengingu við netforrit. Sjá nánar hér.


Google Nest Hello dyrabjalla með myndavél

Google Nest Hello dyrabjalla með myndavél veitir þér sýn að útidyrahurðinni þinni og hver liggur að baki banksins eða hringingarinnar. Með Nest Hello dyrabjöllunni getur þú fylgst með útidyrahurðinni þinni allan sólarhringinn, hvaðan sem er. 24/7 HD myndbandsupptaka og tilkynningar í símann. Sjá nánar hér.


Samsung tvöfaldur kæli- og frystiskápur

Samsung tvöfaldi kæli- og frystiskápurinn er með glæsilega hönnun og rúmgóður ásamt tækni eins NoFrost TwinCooling Plus. Skápurinn er stílhreinn og hentar vel inn í hvaða eldhús sem er. Framhliðin er alveg flöt þar sem handföngin falla vel inn í skápinn til að halda stílhreinni hönnun. Innviði kæliskápsins er snilldarlega hannað svo nóg pláss er til fyrir matvæli og drykki. Sjá nánar hér.


Temptech Performance vínkælir

Temptech Preformance vínkælirinn er stílhreinn og rúmgóður með pláss fyrir 34 vínflöskur. Hitastillt svæði, einfalt stjórnborð, LED lýsing og UV-vörn í gleri sem ver vínið fullkomlega fyrir útfjólubláum geislum. Sjá nánar hér.


Weber gasgrill Genesis II E-410

Weber II E-410 er flott grill sem hentar fjölskyldum, með 4 ryðfría brennara og innfeldum hitamæli í lokinu. Grillið er tilbúið fyrir iGrill 3, þráðlaus snjall hitamælir sem tengist við snjallforrit í síma (seldur sér). Grillið er með GBS grillgrind fyrir Gourmet BBQ kerfið frá Weber. Sjá nánar hér.


Electrolux uppþvottavél

Frábær uppþvottavél frá Electrolux sem þvær borðbúnað fyrir allt að 15 manns með 9 kerfi, 5 hitastillingar. SoftGrip og SoftSpikes sjá til þess að viðkvæmir hlutir fari ekki á ferð þegar vélin er í gangi. Með AirDry opnar vélin sig þegar kerfin klárast. Gaumljós sem lýsir niður á gólf þegar hún er í gangi. Hægt er að seinka ræsingu á kerfi ef óskað er eftir því að vélin klári þvottinn á einhverjum ákveðnum tíma, t.d. rétt eftir vinnu en einnig er hægt að stilla tíma með Time Manager. Sjá nánar hér.


Gram eldavél 

Eldavél frá Gram er með 65 lítra ofn, 9 stillingar og keramik helluborði með fjórum hellum í mismunandi stærðum. Einnig er eldavélin með SteamClean hreinsikerfi sem auðveldar þrif. Eldavélin er með barnalæsingu. Sjá nánar hér.


Roborock S7 ryksuguvélmenni

Roborock S7 ryksuguvélmenni sem ryksugar og notar VibraRise hljóðbylgjutækni til að moppa gólfið betur. Fullhlaðin getur Roborock S7 unnið í allt að 180 mínútur. Roborock S7 ryksuguvélmenni sér um heimilið fyrir þig með mörgum snjöllum eiginleikum eins og Adaptive Mapping tækni sem sér til þess að ryksugan reikni út bestu leiðina til þess að fara um húsið þitt eða íbúð til að hámarka nýtni ryksugunnar. Roborock S7 bæði ryksugar og moppar gólfin. Sjá nánar hér.


Ooni Koda gas pizzaofn 16″

Eldaðu ljúffengar pizzur heima í garðinum með Ooni Koda pizzaofninum. Forhitaðu ofninn og þú ert einungis 60 sekúndum frá ljúffengri heimagerðri pizzu. Sjá nánar hér.


Bosch veggofn

Eldaðu í hægindum með Bosch veggofni með 71 lítra rými, heitum blæstri, LED skjá og pyrolytic sjálfhreinsikerfi. Sjá nánar hér.


Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.