Gaming Gjafalistar

Fermingargjafalisti GameTíví

18.03.2021

Strákarnir í GameTíví tóku saman óskalista yfir þær vörur sem þeir myndu vilja fá í fermingargjöf ef þeir væru að fermast í dag.


Stífpressaðar gráar buxur, gul jakkapeysa, gult lakkrísbindi og íshvít silkiskyrta var það sem blasti við mér í speglinum á fermingardaginn minn. Annaðhvort var þessi klæðnaður tákn þeirra tíma (enda elsti maður í Evrópu) eða að ég var með siðblindan stílista, man ekki hvort var (enda langt síðan). En eitt man ég og það var gleðin þegar ég opnaði aðal fermingargjöfina, en það var tvöfalt kasettutæki sem var á stærð við 3 nútíma örbylgjuofna. Græjan var nýtt í botn og tók maður upp ófá lögin úr “Óskalögum sjúklinga” og “Óskalögum unga fólksins” á RÁS 1, auk þess sem það nýttist vel við að hlaða inn leiki af kassettum í Sinclair Spectrum tölvuna… – Ólafur Þór Jóelsson


Óskalistinn hans Óla

Ef ég væri að fermast í dag myndi hugurinn stefna aðeins hærra en í gamla daga og óskalistinn minn myndi líta ca. svona út…

PlayStation 5 leikjatölva – Stafræn útgáfa

Móðurskipið…. Rosaleg tölva sem uppfyllir allt það sem ég vil hafa í góðri leikjatölvu.  Mikill hraði, geggjaður stýripinni og flott notendaviðmót sem gerir allt miklu auðveldara.

Playstation 5 er líklega á óskalista hjá mörgum en vegna vöruskorts í heiminum er ekki vitað hvenær við fáum fleiri eintök í sölu. Sjá nánar um vöruna hér. Þú getur skráð netfang þitt til að fá tölvupóst þegar varan verður fáanleg í vefverslun ELKO.

PlayStation 5 Pulse 3D™ þráðlaus heyrnartól

Algjörlega nauðsynleg græja við PlayStation 5.  Maður heyrir skýrt hvaða óvinirnir eru að koma í Warzone og Fortnite og skilar ótrúlegum smáatriðum í hljóðmynd tölvuleikjanna beint í bæði eyrun.  Ein bestu heyrnatól sem ég hef prófað.

Heyrðu betur í leiknum með Pulse 3D heyrnartólunum sem eru sérstillt fyrir PS5™ leikjatölvur. Tveir innbyggðir hljóðeinangrandi hljóðnemar, endurhlaðanleg rafhlaða og margir stjórnmöguleikar. Sjá nánar um vöruna hér

Samsung 65″ snjallsjónvarp Q77T

Svakalegt sjónvarp sem nær að birta öll gæði PlayStation 5 tölvunnar og er með 120Hz sem er mjög mikilvægt fyrir leikina í dag.

Með Samsung 65″ Q77T 4K UHD snjallsjónvarpinu frá Samsung færðu skýr og góð myndgæði með tærum og björtum litum. Í sjónvarpinu er öflugur Quantum 4K örgjörvi, Dolby hljóðkerfi og tækinu fylgir OneRemote fjarstýring. Sjá öll Samsung sjónvörp hér.

Piranha Byte leikjastóll

Mæli með þessum, hér fara saman gott verð og mjög góð gæði. Styður vel við bakið og gerir það að verkum að maður getur spilað betur og lengur.

Piranha Byte leikjastóllinn skilar framúrskarandi leikþægindum fyrir alla með endingargóðum þungum nælonbotni, Butterfly vélbúnaði með hallastuðningi, framlengdum höfuðpúða, PU leðurhlíf með sætum sem anda og mjóbaks- og hálspúða Sjá nánari upplýsingar um Piranha Byte hér


Óskalistinn hans Kristjáns Einars

Ef Kristján Einar væri að fermast í dag þá myndi allt snúast um að gera kappakstursleiki skemmtilegri og myndi vilja eftirfarandi..

Next Level F-GT Lite kappaksturssæti

Þægileg græja sem fer lítið fyrir og gerir upplifun bílaleikja margfalt skemmtilegri.

F-GT Lite er með festingum fyrir aukahluti eins og stýri, gírskiptingu og pedala til að tryggja stöðuga kappakstursupplifun og mörgum stillingum til að komast í þægilega stelingu. GT Lite er samhæfur flestum stýrum og pedölum, með festingum fyrir Logitech, Thrustmaster, Fanatec og styður stýri með klemmufestingum. Hægt er að festa gírskiptingarfestingu á vinstri eða hægri hönd. Sjá nánar Next Level FGT Lite hér

Thrustmaster T300 RS GT leikjastýri

Kóngurinn í stýrunum, T300 stýrið frá Thrustmaster hreinlega leikur í höndunum á manni.

Hágæða stýri frá Thrustmaster fyrir bílaleiki, virkar fyrir PC, PS4 og PS3. Stýrið er með 1080 gráða snúning og Force Feedback með öflugum og sterkum mótor sem er mjög nákvæmur fyrir bæði hægar og hraðar hreyfingar og hentar vel fyrir bíla hermi. Sjá nánar um vöruna hér

HyperX QuadCast condenser hljóðnemi

Hljóðneminn sem GameTíví og Rauðvín og klakar nota, hægt að mæla mikið með honum.

QuadCast hljóðnemi frá HyperX með Anti-Vibration stand, innbyggðum pop filter, USB tengi og 4 upptökusniðum í góðum gæðum. Sjá nánar um vöruna hér.


Óskalistinn hans Dóa

Ef að tæknitröllið hann Dói væri að fermast í dag, þá myndi hann missa sig í nokkrum grjóthörðum PC græjum..

Acer 24,5″ Predator XB253QGX leikjaskjár

Skjár sem tikkar öll boxin, gsync + 240hz

Predator XB253QGX 24,5″ leikjaskjárinn er með háa endurnýjunartíðni, háan viðbragðstíma og HDR svo þú fáir sem mest úr leiknum, frábær myndgæði og hraða spilun. Sjá fleiri tölvuskjái hér

Logitech Brio 4K Stream Edition vefmyndavél

Kóngur USB myndavélanna, eina usb myndavél landsins sem ræður við 60fps í 1080p & 4k

Logitech Brio Stream vefmyndavél streymir í 4K gæðum við 30 ramma á sekúndu (FPS). Myndavélin ber kenni á andlit og stillir sig að því svo þú haldist alltaf í fókus. Einstaklega góð vefmyndavél og mætir þeim kröfum sem gerðar eru til streymis. Hvort sem þú ert að leita að frábærri vefmyndavél fyrir netspjall í gegnum forrit eins og Skype eða ef þú vilt streyma þá færðu frábæra notkun úr þessari vefmyndavél. Hægt er að draga úr skýrleika bakgrunns, setja upp mynd með myndavélinni á bakvið þig svo raunverulegt umhverfi haldist leynt, eða jafnvel hafa bakgrunn ekki til sýnis. Sjá nánar Logitech Brio 4K Stream Edition vefmyndavélina hér

Acer Nitro N50 leikjaborðtölva

Frábær entry level vél í pc gaming

Acer Nitro N50 er frábær borðtölva fyrir leikjahellinn. Kassinn er með innbyggðu rauðri LED lýsingu og nóg pláss fyrir hágæða aukahluti. Tölvan er einnig með Nvidia GeForce GTX 1660 skjákort sem spilar kröfuhörðustu leikina. Skoða allar Gaming borðtölvur hér.


Óskalistinn hans Tryggva

Ef villingurinn Tryggvi aka Tasty Treat væri að fermast í dag, þá myndi hann gera allt til að djúsa upp tæknibúnaðinn sinn til að keyra leikina ennþá betur..

Logitech G Pro X Superlight þráðlaus leikjamús

Besta þráðlausa leikjamúsin er komin aftur og logitech hefur einhvernvegin tekist að gera hana léttari

Logitech G Pro X Superlight þráðlausa leikjamúsin er með optískum Hero nema með stillanlegu DPI að allt að 16000 og vegur einungi s63 grömm. Með henni miðarðu nákvæmt og hratt á alla andstæðingana. Sjá nánar um vöruna hér.

Razer Huntsman Mini leikjalyklaborð

Huntman er með optical switches sem er skemmtileg viðbót í lyklaborðaheiminn.

Razer Huntsman Mini leikjalyklaborð veitir þér forskot á andstæðinga þína með hröðum Razer rauðum rofum sem svara á svipstundu þegar ýtt er á takka. Lyklaborðið er einning með innbyggðu minni svo að allir flýtilyklar (e. hotkeys), stillingar og RGB lýsingin þín fylgja þér hvert sem þú tekur lyklaborðið með þér. Sjá nánar um vöruna hér.

Logitech G Powerplay músarmotta með hleðslu

Hleður þráðlausu músina meðan þú notar hana.

Með nýjustu tækni hleðst músin á meðan þú spilar án þess að trufla nákvæmni eða hraða músarinnar. Sjá nánar vöruna hér.


Þú getur fylgst með Gametíví á Vísi, Twitch og Instagram.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.