Gjafalistar Hugmyndir

FERMINGARGJAFIR Á MILLI 20.000 TIL 30.000 KR.

22.03.2023

Er þér boðið í fermingarveislu í ár og ert að velta fyrir þér hvað þú eigir að gefa fermingarbarninu? Gjafakort ELKO hitta alltaf í mark en við tókum saman hugmyndir af gjafalista af vörum sem eru á milli 20.000 til 30.000 krónur. Við val á gjöfum fyrir fermingarbarnið er gott að miða að áhugamálum þeirra eða jafnvel hafa samband við foreldra og athuga hvort hægt sé að kaupa aukahluti í stærri fermingargjöf sem þau eru að gefa.


Framlengdur skilaréttur á fermingargjöfum

Við höfum framlengt skilarétti á fermingargjöfum með skilamiða til 30. júní 2023. Mundu eftir að biðja um skilamiða ef þú ert að kaupa gjöf svo fermingarbarnið geti skilað/skipt gjöfinni án vandræða. Sjá nánar um skilaréttinn hér.


Samsung Galaxy Buds2

Samsung Galaxy Buds2 þráðlaus heyrnartól veita hágæða hljóm með ANC hljóðeinangrun. Þau eru með IPX2 vatnsvörn, Bluetooth 5.2 tengingu, PowerShare hleðslutækni og allt að 8 + 21 klst rafhlöðuendingu. Nokkrir litir í boði. Sjá nánar hér.

Beats Studio Buds heyrnartól

Beats Studio Buds er fullkomlega þráðlaust heyrnartól sem draga þig inn í heim tónlistarinnar. Þráðlaus Beats Studio Buds heyrnartól með ANC hljóðeinangrun, IPX4 vatnsvörn og 8 klst rafhlöðuendingu á einni hleðslu en allt að 24 klst rafhlöðuendingu með hleðsluhylkinu. Frábær kostur í ræktina fyrir bæði iOS og Android. Þrír litir í boði. Sjá nánar hér.

Urbanista Los Angeles þráðlaus heyrnartól

Með Urbanista Los Angeles þráðlausu heyrnartólunum geturðu hlustað á uppáhalds tónlistina þína nánast endalaust og lokaðu á umhverfið með Hybrid ANC hljóðeinangrun. Urbanista Los Angeles þráðlausu heyrnartólin endast nánast endalaust með byltingarkenndri Exeger Powerfoyle tækni, sem breytir öllu ljósi, innan- og utandyra í orku. Njóttu þess að hlusta á tónlist í friði með Hybrid Active Noise Cancelling, eða kveiktu á Ambient Sound og hleyptu umhverfishljóðum í gegn. Heyrnartólin nema einnig eyru og stöðva spilun þegar þau eru tekin af höfði. Sjá nánar hér.

AirPods heyrnartól (2019)

Þráðlaus heyrnartól frá Apple hönnuð fyrir iPhone, iPad og Apple Watch. Heyrnartólin koma með hleðsluhylki sem er hannað sérstaklega til að geyma heyrnartólin í og gerir þér kleift að nota þau í allt að 24 klst. án þess að þurfa að hlaða. Settu bara heyrnartólin í hleðsluhylkið í 15 mínútur og eftir það er hægt að nota heyrnartólin í allt að 3 klst. Sjá nánar hér.

Marshall Emberton II ferðahátalari

Taktu uppáhalds tónlistina með hvert sem þú ferð. Emberton II hátalarinn frá Marshall gefur þér 360° hljóm og frábær gæði með allt að 30 klst rafhlöðuendingu. Hátalarinn er bæði vatns- og rykvarinn. Sjá nánar hér.

Bose SoundLink Flex ferðahátalari

Hlustaðu á uppáhalds tónlistina hvar sem er með Bose SoundLink Flex þráðlausa ferðahátalaranum. Hann tengist þráðlaust við snjalltæki og getur streymt hágæða tónlist í allt að 12 klukkustundir. Hátalarinn er bæði ryk og vatnsvarinn. Sjá nánar hér.

JBL Charge 5 ferðahátalari

Haltu stuðinu gangandi hvar sem er með JBL Charge 5 þráðlausa ferðahátalaranum. Charge 5 er endingargóður og með bættum hljóm, ryk- og vatnsvörn, stuðningi fyrir PartyBoost og hleður önnur tæki á meðan hann spilar tónlist. Allt að 20 klst rafhlöðuending. Sjá nánar hér.

Kindle Paperwhite 11. kynslóð (2021)

Tapaðu þér í lestrinum með Kindle Paperwhite (2021) lesbrettinu frá Amazon. Tölvan er með 8 GB geymslupláss sem dugar fyrir þúsundir bóka, með allt að 10 vikna rafhlöðuendingu og 20% hraðari blaðsíðuskipti er þessi tölva tilvalin til þess að grípa með sér. Innbyggt ljós og vatnsvarin. Sjá nánar hér.

Blue Yeti USB hljóðnemi

Taktu upp í stúdíó gæðum með Blue Yeti hljóðnemanum. Hann tekur upp kristaltært hljóð, einföld stýring skiptir á milli fjögurra upptökustillinga og hentar hljóðfæraupptöku, hlaðvörpurum og streymurum. Sjá nánar hér.

HP Sprocket Select Eclipse ferðaljósmyndaprentari

Taktu HP Sprocket prentarann með þér út í daginn og prentaðu myndir á ferðinni. Prentar myndir beint úr símanum. Tengist við HP Sprocket snjallforritið. Sjá nánar hér.

Polaroid Now skyndimyndavél

Taktu ljósmyndir í góðum gæðum með Polaroid Now skyndimyndavélinni með nýjum Auto Focus og Double Exposure. Einnig er myndavélin með tímastilli og hleðslurafhlöðu. Þessi myndavél frá Polaroid er með hágæða linsu sem er með aðdrátt í allt í 0,6 metra fjarlægð og lengra. Öflugt flass ljós tryggir að hægt sé að taka myndir jafnvel í lítilli birtu. Sjá nánar hér.

Babyliss Pro spegill

Spegill frá Babyliss með auka spegli með x10 aðdrátt auk þriggja mismunandi ljósstyrkleika.  Spegillinn tengist í rafmagn með 1,8 m snúru. Sjá nánar hér.

Fitbit Charge 5 heilsuúr 

Fitbit Charge 5 heilsuúrið er með stílhreina hönnun úr ryðfríu stáli og hjálpar þér að fylgjast með og bæta heilsuna. Úrið getur mælt hjartslátt, hreyfingu, svefn, streitu og tíðahring, og auðvelt er að tengjast snjallsímanum til að sjá tilkynningar og skilaboð beint á úlnliðnum. Einnig er hægt að fá tilkynningar, skilaboð og sjá hver er að hringja í úrinu. Charge 5 er samhæft iPhone og Android snjallsímum. Sjá nánar hér.

Singer Promise 1409 saumavél

Saumavél frá Singer með öllum helstu saumakerfum. Saumavél sem er tilvalin fyrir byrjendur eða lengra komna sem vilja áreiðanlega græja einfaldari verk. Saumavélin er með 9 saumspor og tölusaum. Sjá nánar hér.

Zhiyun Smooth Q3 Combo

Vertu þinn eigin leikstjóri, framleiðandi og kvikmyndatökumaður með Zhiyun Smooth Q3 Gimbal Combo fyrir farsíma. Þessi stöðugleikastöng er með stillingu fyrir hvert tilefni til að tryggja bestu upptökuna. Pan Following Mode heldur myndinni stöðugri miðað við sjóndeildarhringinn. Smart Follow 3.0 heldur stöðugum fókus á viðfangsefninu. Sjá nánar hér.

DJI Ryze Tello dróni 

Ótakmörkuð skemmtun með flottum myndum og myndskotum með Ryze Tello. Taktu mynd af heiminum frá nýjum og spennandi sjónarhornum. Stöðug myndataka, hágæðamyndir, langur flugtími, endalaus skemmtun með þessum fjölhæfa dróna með 8D hreyfigetu. Sjá nánar hér.

Logitech MX Keys Plus þráðlaust lyklaborð

Þráðlaust lyklaborð frá Logitech, MX Keys Plus. Með snjalllýsingu sem nemur hendur notenda og lýsir upp lyklaborðið þegar það er við notkun sem sparar rafhlöðuna. Tengdu Logitech MX Keys Plus þráðlausa lyklaborðið við tölvuna eða snjallsjónvarpið og notaðu það þráðlaust yfir allt herbergið. Lyklaborðið er hljóðlátt og er hannað þannig að þægilegt er að skrifa á það án þess að það valdi hljóðtruflunum. Sjá nánar hér.

Alienware 510K LP leikjalyklaborð

510K leikjalyklaborðið frá Alienware er með Low Profile Cherry MX rauðum rofum sem virkjast hratt og RGB baklýsingu. Hægt er að stjórna hljóði með skrunhjóli og mute takka ásamt frekari stillingum með Fn flýtiskipunum. Sjá nánar hér.

SteelSeries Aerox 9 þráðlaus leikjamús

SteelSeries Aerox 9 þráðlausa leikjamúsin frelsar þig frá snúruflækjum. Hún er með allt að 180 klukkustunda rahflöðuendingu svo þú getur hreyft þig án hindrana. Hún er einnig með Quantum 2.0 þráðlausri hispurlasri tengingu, AquaBarrier sem verndar gegn skvettum og 18 forritanlega takka. Sjá nánar hér.


 

Gjafakort

Viltu gefa fermingargjöf sem hittir í mark? Gjafakort ELKO njóta einnig mikilla vinsælda. Hægt er að velja hvaða upphæð sem er, að lágmarki 5.000 krónur. Með því að gefa gjafakort getur fermingarbarnið valið vöru sem hentar eftir þörfum. Gjafakortin gilda í verslunum ELKO. Sjá nánar hér.


 

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.