Gjafalistar Hugmyndir

FERMINGARGJAFIR UNDIR 10.000 kr.

20.03.2023

Ertu á leið í fermingarveislu og hefur ekki hugmynd um hvað þú getur gefið fermingarbarninu? Gjafakort hitta alltaf í mark en við tókum saman hugmyndir af gjafalista af vörum sem eru undir 10.000 krónum. Við val á gjöfum fyrir fermingarbarnið er gott að miða að áhugamálum þeirra eða jafnvel hafa samband við foreldra og athuga hvort hægt sé að kaupa aukahluti í stærri fermingargjöf sem þau eru að gefa.


Framlengdur skilaréttur á fermingargjöfum

Við höfum framlengt skilarétti á fermingargjöfum með skilamiða til 30. júní 2023. Mundu eftir að biðja um skilamiða ef þú ert að kaupa gjöf svo fermingarbarnið geti skilað/skipt gjöfinni án vandræða. Sjá nánar um skilaréttinn hér.


Hombli RGB LED borði – 5m

Snjall LED borði býr til rétta stemningu í hvaða herbergi sem er. Stýrðu borðanum með snjallforriti og settu dagskrá og tímasetningar fyrir mismunandi lýsingar, stýrðu borðanum með talþjóni og breyttu bæði birtustigi og lit. Borðinn tengist beint við WiFi án þess að þurfa tengistöð eða brú. Sjá nánar hér.

Discmania Active Soft Folf startpakki – 3 diskar

Active Soft startpakki frá Discmania með 3 diskum; drífara, miðara og pútter. Sjá nánar hér.

NOS M-600 V2 leikjamús

NOS M-600 V2 RGB leikjamúsin verður ómissandi gripur í vopnabúrinu þínu. Músin er með 7200 DPI nákvæman nema, 7 forritanlega takka, RGB lýsingu í gegn og vegur einungis 69 g. Sjá nánar hér.

Playstation 5 DualSense hleðslustöð

Með DualSense hleðslustöðunni geturðu hlaðið tvær DualSense stýripinna á sama tíma hratt og örugglega með klikk hönnun. Stýripinnarnir hlaðast jafnfljótt og beintengdir í PS5™ tölvuna svo þú getur losað USB tengin án þess að fórna frammistöðu. Sjá nánar hér.

Hljómplata

Dark Side of the Moon er áttunda plata ensku rokkhljómsveitarinnar Pink Floyd og kom fyrst út 1973. Platan er ein af mest verðlaunuðu plötum allra tíma og er oft á listum yfir bestu plötur allra tíma. Sjá nánar hér.

Chilly´s flaska

Chilly’s Series 2 er uppfærð hönnun af upprunalegu Chilly’s flöskunum. Nýr stútur sér um að eyða 99,99% af bakteríum sem setjast á hann. Gúmmíbotn sem að minnkar hljóð og nær betra gripi á sléttum yfirborðum. Handfang á tappanum gerir það ennþá auðveldara að taka flöskuna með í ferðalagið, vinnuna eða skólann. Heldur innihaldi köldu í 24 klukkustundir eða heitu í 12 klukkustundir. Sjá nánar hér.

Sony SRS-XB13 ferðahátalari

Fáðu öflugan hljóm með kröftugum bassa og skýrum röddum með Sony SRS-XB13 ferðahátalaranum. Hann erm eð allt að 16 klst rafhlöðuendingu, IP67 ryk- og vatnsvörn og er hannaður með hentugri fjarlæganlegri ól. Margir litir í boði. Sjá nánar hér.

Polaroid Play+ þrívíddarpenni

Skemmtilegur 3D penni sem býr til allskonar hluti sem aðeins ímyndunaraflið þitt getur látið verða af veruleika. Pennahaldari fylgir. Ókeypis snjallforrit fylgir með nokkrum uppskriftum og leiðbeiningum til að byrja að nota pennann. Sjá nánar hér.

Lefrik Handy bakpoki

Handy bakpokinn er með tvöfalda ól fyrir aðalhólfið og pláss fyrir 15,6″ fartölvu og hversdags nauðsynjar. Skel er úr endurunnu pólýester úr plastflöskum með endingargóððri vatnsvarinni TPE húð. Að innan er taskan endurunnin pólýester úr plastflöskum. Nokkrir litir í boði. Sjá nánar hér.

Lefrik Tokai hliðartaska

Tokai hliðartaskan er stílhrein taska gerð úr endurunnum vatnsvörðum efnum. Netta taskan er með stillanlegri og fjarlæganlegri ól svo þú getur haldið á henni sér, eða flokkað hluti í stærri tösku. Þrír litir í boði. Sjá nánar hér.

Lefrik Atlas Tech mittistaska

Atlas Tech mittistaskan er hagnýt og vatnsheld taska gerð úr endurunnun efnum. Vatnsvarinn og úr endurunnum efnum. Sjá nánar hér.

Case Logic 14“ fartölvuhlíf

Flott og þunnt tau umslag frá Case Logic fyrir fartölvur upp í allt að 14″ stærð. Sjá nánar hér.


STYLPRO kælir fyrir förðunarvörur

STYLPRO kælirinn heldur öllum þínum förðunarvörum vel kældum, ferskum og tilbúnum til notkunar. Frá kremum til naglalakka, allar förðunarvörurnar þínar haldast kældar og á góðum stað með STYLPRO kælinum. Sjá nánar hér.

STYLPRO Original Makeup burstahreinsir

Fagaðilar mæla með því að þrífa förðunarbursta einu sinni í viku. Það getur verið tímafrekt og sóðalegt ferli þar sem burstarnir verða vel blautir og ónothæfir í margar klukkustundir. STYLPRO burstahreinsirinn gerir ferlið einfalt, auðvelt og fljótlegt. Hreinsirinn þrífur og þurrkar vel á aðeins 30 sekúndum, svo má nota þá strax eftir hreinsun. Tekur aðeins 30 sek. 2x hreinsiefnapokar fylgja. Sjá nánar hér.

Beurer Snyrtispegill m/ljósi x2

Sjáðu um húðina, settu á þig farða eða snyrtu skeggið með hentuga snyrtispeglinum frá Beurer. Hann er með 17,5 cm þvermál. auka 5x aðdráttarspegli og innbyggða LED lýsingu. Sjá nánar hér.

STYLPRO Facial Steamer andlitshreinsir

STYLPRO Facial Steamer er hægt að nota á fjóra mismunandi vegu eins og andlitsthreinsir, hita upp handklæði, ilmolíulampi og rakatæki. Tækið framleiðir jónandi úða sem er léttari og rakaríkari en flestar fegurðargufuvélar. Sjá nánar hér.

STYLPRO Spin and Squeeze svampa og burstahreinsir

STYLPRO Spin and Squeeze djúphreinsar förðunar svampa og bursta á einni mínútu. Lengir líftíma og gæði förðunar svampa og bursta. Tekur aðeins 1 mínútu. 85ml hreinsiefni fyrir svampa fylgir. Sjá nánar hér.

Skross Reload 20 PD ferðahleðsla

Reload 20 PD ferðahleðsla með mikilli hleðslugetu, 20.000 mAh. Þessi ferðahleðsla styður hraðhleðslu og er með sérstaklega öfluga hleðslu í gegnum USB-C þökk sé PD hraðhleðslu. Sjá nánar hér.

Barner skjágleraugu

Barner skjágleraugun eru stílhrein og fást í mismunandi litum. Gleraugun sía allt að 40-100% af bláu ljósi frá tölvuskjám. Umgjörðin er mjúk og með gúmmigripi sem hentar flestum. Sjá nánar hér.

Wacom One Small teikniborð

One by Wacom teikniborðið er frábær leið til þess að koma sér afstað í listum og lærdóm. Leystu þinn innri listamann úr læðingi með One teikniborðinu frá Wacom. Hentar einstaklega vel til þess að teikna, vinna í myndvinnslu og taka glósur. Rafhlöðulaus penni og yfirborð með pappírslíki lætur þér líða eins og þú sért að nota blað og blýant. Nákvæmnin í teikniborðinu á eftir að koma þér á óvart. Borðið notar rafsegulmagnaða tækni til þess að fylgja handahreyfingum þínum nákvæmlega á efti. Sjá nánar hér.

Nedis útivistararmyndavél FHD

Taktu upp allan hasarinn frá einstöku sjónarhorni. Nedis myndavélin er létt og hægt er að festa hann við nánast hvað sem er með meðfylgjandi festingum og þú munt ekki taka eftir henni. Að minnsta kosti ekki þar til þú skoðar myndbandið í Full HD gæðum. Með innbyggðri Wi-Fi tengingu geturðu stjórnað myndavélinni beint í snjallsímanum eða spjaldtölvu. Festingar og vatnsheld hýsing fylgja. Sjá nánar hér.

Xqisit Selfie hringljós 10″

Xqisit Selfie 10″ hringljós með þrífæti veitir jafna og góða lýsingu sem lætur myndefni líta skýrar og betur út. Þrífóturinn nær allt að 150 cm hæð og fylgir fjarstýring með til að stilla ljós og birtu með þremur stillingum. Sjá nánar hér.

Digipower Success símahalda með hringljósi

Success símahaldan með hringljósi verður stílhreinn og flottur aukahlutur sem bætir myndir og upptökur. Standurinn er mjög stillanlegur, hægt er að velja litstig frá 3200 – 5600K, standinn er hægt að hækka og lækka og hringljósið er með allt að 20° halla. Sjá nánar hér.

Philips OneBlade skeggsnyrtir

Philips OneBlade sér auðveldlega um skeggið og gefur þér mjúkan og snöggan rakstur. 5-í-1 rakvélahausinn sér til þess að þú fáir þann stíl sem þú vilt með 5 lengdarstillingum á haus. Vatnsheld og með allt að 45 min. rafhlöðuendingu. Sjá nánar hér.

Beurer naglasnyrtisett

Beurer naglasnyrtisett kemur með 7 mismunandi hausum fyrir neglur á fótum og fingrum. 2 hraðastillingar, LED lýsing og 7 mismunandi tól. Sjá nánar hér.

Beurer naglaþurrka

Beurer naglaþurrkarinn er hannaður fyrir LED og UV gel. Neglurnar þorna fljótt og jafnt með endurspeglandi botni. 3 tímastillingar og 18 LED ljós. Sjá nánar hér.

Remington PROluxe krullujárn

Remington PROluxe krullujárn er 32mm á breidd og með OPTIheat tækni sem verndar hárið þitt við notkun og stillir hita eftir þykkt og magni hárs. Hitastig 120-210°C. Sjá nánar hér.

Remington keilujárn Mineral Glow

Mineral Glow Curling Wand krullujárnið frá Remington er með háþróaða keramik húðun með náttúrulegum steinefnum þar á meðal kvars, turmalín og ópal. 13-25mm keilulaga járnið hjálpar þér að móta harið eins og þú vilt hafa það. Sjá nánar hér.

Remington PROluxe hárblásari – Midnight Edition

Sérstök Midnight Edition útgáfa af Remington PROluxe hárblásaranum. Remington hárblásari með 2400W AC mótor sem er kröftugur og endingargóður.  Intelligent OPTIheat tækni og sérstök Style shot stilling gefur frábæra niðurstöðu sem endist allan daginn. Sjá nánar hér.


Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.