Gjafalistar Hugmyndir

Fermingargjafir á milli 10.000 til 20.000 kr.

21.03.2023

Er þér boðið í fermingarveislu í ár og ert að velta fyrir þér hvað þú eigir að gefa fermingarbarninu? Gjafakort ELKO hitta alltaf í mark en við tókum saman nokkrar gjafahugmyndir af vörum sem eru í verðflokki á milli 10.000 kr. til 20.000 kr. sem eru tilvaldar á pakkaborðið, sem geta gefið þér hugmyndir. Leyfðu okkur að aðstoða þig við að finna réttu gjöfina.

Framlengdur skilaréttur á fermingargjöfum

Við viljum að allar gjafir hitti í mark og við höfum því framlengt skilarétti á fermingargjöfum með skilamiða til 30. júní. Mundu eftir að biðja um skilamiða ef þú ert að kaupa fermingargjöf svo fermingarbarnið geti skilað/skipt gjöfinni án vandræða. Sjá nánar um skilaréttinn hér.


Crosley Voyager plötuspilari

Glæsilegur og sérstaklega léttur Crosley Voyager plötuspilari í skjalatösku stíl sem auðvelt er að taka með sér hvert sem er.  Með innbyggðum hátölurum og Bluetooth tengingu er ekkert mál að spila bæði tónlist á vínyl og úr snjallsíma. Innbyggðir hátalarar en einnig er hægt að tengja heyrnartól við spilarann. Sjá nánar hér.

JBL Flip 6 ferðahátalari

Taktu tónlistina hvert sem er með JBL Flip 6 ferðahátalaranum. Hvort sem þú ert á ströndinni, við laugina eða í garðinum er hægt að tengja snjalltækið þitt þráðlaust með Bluetooth og spilaa tónlist í allt að 12 klukkustundir, bætt af JBL Original Pro Sound. IP67 ryk- og vatnsvörn. Margir litir í boði. Sjá nánar hér.

Marshall Willen ferðahátalari

Taktu uppáhalds tónlistina með í ferðalagið með Marshall Willen ferðahátalararnum. Þrátt fyrir smáa stærð er hátalarinn hreinlega troðinn Marshall vottuðum hljómgæðum, allt að 15 klukkustunda rafhlöðuendingu og IP67 vatns- og rykvörn. Sjá nánar hér.

JBL Live 460 þráðlaus heyrnartól

JBL LIVE 460 heyrnartól með ANC hljóðeinangrun með Ambient Aware tækni og JBL Signature Sound hljóm. Hægt er að hlusta á tónlist í allt að 50 klukkustundir með ANC óvirkt, en allt að 40 klukkustundir með það virkt. Full hleðsla á rafhlöðu tekur u.þ.b. 2 klukkustundir, en ef gleymst hefur að hlaða heyrnartólin er hægt að hlaða þau í tíu mínútur sem gefa allt að fjögurra klukkustunda hlustun. Nokkrir litir í boði. Sjá nánar hér.

Wistream þrífótur með hljóðnema og LED ljósi

Wistream þrífóturinn með hljóðnema og LED ljósi er hannaður til að mæta kröfum vloggara og streymara. Hann er með stillanlegri festingu svo auðvelt sé að stjórna sjónarhorni eða færa til. Hljóðneminn er samhæfur snjallsímum með 3.5 mm jack tengi, DSLR myndavélum og jafnvel tölvum fyrir fjölhæfa notkun. Gerir þér kleift að skapa myndbönd með frábærum stöðuglega, lýsingu og hljóm. Hægt er að nota hann standandi eða í hendi. Sjá nánar hér.

HyperX SoloCast hljóðnemi 

Bættu hljómgæðin á streyminu með HyperX SoloCast hljóðnemanum. Cardioid hljóðnemann er hægt að þagga með einum smelli og hann krefst ekki sérstaks hugbúnaðar fyrir uppsetningu. Standurinn er stillanlegur og tengist með USB snúru. Hann er einnig TeamSpeak og Discord vottaður svo þú getur verið viss um að allir heyri vel í þér. Sjá nánar hér.

Fujifilm Instax Mini 11 skyndimyndavél

Fujifilm Instax Mini 11 myndavélin grípur uppáhalds augnablikin og býr til ógleymanlegar minningar. Hún er með sjálfvirkan lokunarhraða svo myndirnar verði alltaf skarpar og flottar. Dragðu linsuna út þar til „Selfie mode“ sést og notaðu spegilinn til að miða. 10 filmur fylgja með. Sjá nánar hér.

Magnea Hyper Massage Pro 3 nuddbyssa

Létt og öflug Hyper Massage Pro 3 nuddbyssa frá Magnea sem er tilvalin til þess að losa um hnúta og auka blóðflæði. 20 stillingar fyrir titring og 6 nuddhausar. 60 mín. rafhlöðuending. Sjá nánar hér.

Celestron PowerSeeker 50 AZ stjörnusjónauki

Með PowerSeeker geturðu skoðað plánetur, tungl, stjörnuþyrpingar og bjarta hluti á himni eins og Orion Nebula og Andromeda vetrarbrautirnar að nóttu til. Auðvelt er að setja upp sjónaukann, jafnvel í fyrsta skiptið. Náðu í Starry Night snjallforritið og lærðu um stjörnurnar og skipuleggðu næstu skoðun. Sjá nánar hér.

Case Logic bakpoki

Rúmgóður bakpoki fyrir 15,6″ fartölvur með framvasa og mjúkum axlarböndum sem er tilvalinn að taka með sér í skólann eða í ferðalagið. Sjá nánar hér.

Storytel Reader lesbretti

Lestu eða hlustaðu á uppáhalds bókina þína með Storytel Reader lesbrettinu. 6″ 720p skjár sem auðvelt er að lesa, hvort sem þú ert í myrkri eða sólarljósi. Storytel Reader er með 8 GB geymslurými sem er nóg fyrir allt að 3000 bækur og 35 hljóðbækur. Til að nota lesbrettið þarf að búa til eða eiga Storytel aðgang. Einn mánuður af áskrift fylgir með lesbrettinu. Sjá nánar hér.

Nanoleaf Canvas snjallveggljós grunnpakki

Veldu úr allt að 16 milljón lita og búðu til þína lýsingu með Nanoleaf snjallýsingunni. Ljósin gefa þér nánast endalausa möguleika til að hanna ljósasýningu með taktlýsingu sem hægt er að samstilla við tónlist í gegnum allar tegundir snjallsviða. Samhæf Alexa, Siri og Google. Veggfestingar fylgja. Sjá nánar hér.

Wacom Intuos Small þráðlaust teikniborð

Leystu sköpunargáfuna þína úr læðingi með Wacom Intuos S Bluetooth teikniborðinu og meðfylgjandi þráðlausum penna. Hvort sem þú ert byrjandi eða lengra kominn, mun þetta teikniborð gefa þér fullt frelsi fyrir sköpun þína. Hleðslurafhlaða sem endist í allt að 15 klst. Með Bluetooth og USB tengi. Sjá nánar hér.

Piranha Bite Core leikjastóll

Njóttu þess að spila tímunum saman með Piranha Bite Core leikjastólnum sem er með PU leður klæðningu og bólstraðar armhvílur. Hægt er að læsa hallanum og er stóllinn með 110 kg burðargetu. Sjá nánar hér.

SteelSeries Aerox 3 þráðlaus leikjamús 2022 Edition

SteelSeries Aerox 3 þráðlausa leikjamúsin er með allt að 200 klst rafhlöðuendingu, TrueMove Air optískan nema og Aquashield IP54 skvettuvörn. Með SteelSeries Aerox 3 þráðlausu leikjamúsinni trufla snúrurnar ekki. Enn fremur er hún með TrueMove Air optískan nema og AquaShield sem veitir henni IP54 vottun gegn ryki og skvettum. TrueMove Air optískur neminn er sérstaklega hannaður fyrir þráðlausar mýs sem tryggir hraða og nákvæmni með CPI frá 100 til 18.000. Sjá nánar hér.

Xtrfy K4 RGB tenkeyless leikjalyklaborð

Xtrfy K4 RGB Tenkeyless mekanískt lyklaborð er hannað sérstaklega fyrir kröfuharða leikjaspilendur. Með móttækilegum Kailh Red mekanískum rofum, byggt úr málmi og með RGB lýsingu ertu reiðubúinn til sigurs. Takkarnir hafa enga fjöðrun og þarf því litla snertingu til þess að þeir virkjast. Sjá nánar hér.

NOS Z-300 3-Í-1 leikjasett

NOS Z-300 3-í-1 leikjasettið með heyrnartólum, lyklaborði og mús er með allt sem þú þarft fyrir leikjaspilun tímunum saman. Í pakkanum er leikjamús með 6400 DPI, heyrnartól með 50 mm hátölurum og lyklaborð með 8 margmiðlunartökkum og Fn flýtitökkum. Sjá nánar hér.

Revlon Pro Collection hita- og blástursbursti

Hárþurrkun og blástur í sama tækinu. Burstinn er með öflugan mótor og Ion tækni ásamt 3 hitastillingum og 2 hraðastillingum. Keramik húðun dreifir hitanum jafnt um yfirborð burstans og verndar hárið gegn skemmdum. Sjá nánar hér.

Remington PROLuxe keilujárn

Með Remington PROLuxe Midnight Edition keilujárninu geturðu gert fallegar krullur jafnvel með takmarkaðri reynslu. Keilan er með 13 – 25 mm þvermál, OPTIHeat tækni og Pro+ stillngu sem sér til þess að hárstíllinn endist allan daginn. Sjá nánar hér.

Babyliss Compact Pro hárblásari

Kraftmikill 2400W keramik hárblásari með Ion Anti-Frizz tækni og dreifara. 2 hitastillingar + kalt loft og 2 hraðastillingar. Sjá nánar hér.


Gjafakort

Viltu gefa fermingargjöf sem hittir í mark? Gjafakort ELKO njóta einnig mikilla vinsælda. Hægt er að velja hvaða upphæð sem er, að lágmarki 5.000 krónur. Með því að gefa gjafakort getur fermingarbarnið valið vöru sem hentar eftir þörfum. Gjafakortin gilda í verslunum ELKO. Sjá nánar hér.


Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.