Gjafalistar Hugmyndir

Fermingargjafir undir 20.000 kr.

10.03.2021

Er þér boðið í fermingarveislu í ár og ert að velta fyrir þér hvað þú eigir að gefa fermingarbarninu? Við tókum saman nokkrar gjafahugmyndir sem eru tilvaldar á pakkaborðið, sem geta gefið þér hugmyndir. Þú finnur fermingargjöfina í ELKO hvort sem það er snjalllýsing, hátalari, leikja- og streymisvörur eða myndavél.

Framlengdur skilaréttur á fermingargjöfum

Við viljum að allar gjafir hitti í mark og höfum við því framlengt skilarétti á vörum með skilamiða til 31. maí. Mundu eftir að biðja um skilamiða ef þú ert að kaupa gjöf svo fermingarbarnið geti skilað/skipt gjöfinni án vandræða.


Philips Hue Iris Gen4 borðlampi 

Philips Hue Iris Gen4 er handhægur og öflugur borðlampi sem er hannaður til að framkalla óbeint ljós. Hægt er að stjórna ljósinu með Philips Hue Bluetooth snjallforritinu eða tengibrú, bæta allt að 10 snjallljósum og stjórna þeim með einum smelli. Einnig er hægt að notast við tímastilli eða raddstýringu. Sjá nánar hér.

Nedis SmartLife RGB LED borði 

Snjalli LED borðinn býr til rétta stemningu í hvaða herbergi sem er. Borðinn er 5 metra langur með RGB litalýsingu sem er bæði stillanleg í birtu, lit og varma. Auðvelt er að koma honum fyrir þar sem hann er með tvöföldu 3M lími. Borðanum er stýrt með Nedis SmartLife snjallforriti og hægt er að setja tímasetningar fyrir mismunandi lýsingar. Einnig er hægt að stýra borðanum með raddstýringu og breyta bæði birtustigi og lit. Borðinn tengist beint við WiFi án þess að þurfa tengistöð eða brú. Sjá nánar hér.


Razer Seiren Mini hljóðnemi

Razer Serien Mini hljóðneminn verður leynivopnið þitt fyrir streymið. Hljóðneminn er lítill og léttur og tekur upp röddina hátt og skýrt með Supercardioid hljóðupptökusniðinu og dempar bakgrunnshljóð eins og í lyklaborði. Hljóðneminn tengist með USB og er tilbúinn til notkunar án auka hugbúnaðar. Smelltu hér til að skoða nánar.


Fujifilm Instax Mini 11 myndavél

Fujifilm Instax Mini 11 myndavélin grípur uppáhalds augnablikin og býr til ógleymanlegar minningar. Hún er með sjálfvirkan lokunarhraða sem stillir sig við aðstæður og birtu svo myndirnar verði alltaf skarpar og flottar. Sjá nánari upplýsingar um Fujifilm Instax mini myndavélina hér.

Nedis útvistarmyndavél 4K

Nedis útvistarmyndavélin tekur upp allan hasarinn frá einstöku sjónarhorni. Hún er létt og hægt er að festa hana við nánast hvað sem er með meðfylgjandi festingum. Innbyggður hljóðnemi og 2″TFT skjár. Sjá nánar hér.


Chilly’s flöskur

Hinar vinsælu Chillys flöskur eru úr ryðfríu stáli, halda köldu í 24 klst, heitu í 12 klst og eru með loftþétta tappa svo þær leka ekki. Þær koma í þremur stærðum 260 ml, 500 ml og 750ml og eru til í allskonar litum og munstrum. Skoðið allar mismunandi týpurnar á elko.is.


Beurer andlitsbursti

Andlitsburstinn þrífur af vandlega og af nærgætni og nær því öllum óhreinindum úr húðinni fyrir mýkri og heilbrigðari húð. Virkni hefst innan við fyrstu 24 klukkutímana frá notkun. Skoðaðu vöruna hér.

Beurer naglaþurrka

Beurer naglaþurrkarinn er hannaður fyrir LED og UV gel. Neglurnar þorna fljótt og jafnt með þessari flottu græju frá Beurer. Skoða vöru á elko.is.


Happy Plugs Air 1 Plus heyrnartól 

Ný og enn betri þráðlaus heyrnartól frá Happy Plugs með allt að 40klst hlustun, hágæða hljóm og stöðugri tengingu í sænskri hönnun. Hægt er að hlaða heyrnartólin í 10 mínútum sem gefur allt að 90 mínútna hlustunartíma en þau fullhlaðast á 1,5 klst. Með hleðsluhylkinu er hægt að hlusta í allt að 40 klst. Happy Plugs Air 1 Plus eru svita- og rakaþolin sem er tilvalið fyrir þá sem stunda hlaup eða aðra líkamsrækt. Sjá upplýsingar um Happy Plugs Air hér.

Kindle lesbretti (2020) 

Með Kindle lesbrettinu er hægt að lesa uppáhaldsbókina sína hvar sem er. Endurhlaðanleg lithium-polymer rafhlaða veitir allt að 34 daga notkun á einni hleðslu. 6″ skýr skjár sem er auðvelt að lesa á, meira að segja í sólarljósi. Þessi Kindle er með stillanlegu ljósi til að auka þægindi við lestur og 8 GB geymslurými sem er nóg fyrir þúsundir af bókum. Sjá nánar hér.


Lenovo snjall vekjaraklukka með hátalara

Lenovo Smart Clock Essential með Google Assistant stuðning er klukka og hátalari með stórum og skýrum skjá og því tilvalin fyrir náttborð. Spurðu Google spurningar, spilaðu tónlist og stýrðu snjallkerfum. Sjá nánar hér.


Beurer Snyrtispegill m/ljósi x2

Með hentuga Beurer snyrtispeglinum er hægt að sjá um húðina, setja á sig farða eða snyrta skeggið. Spegillinn er 11 cm í þvermál og er með innbyggða LED lýsingu. Sjá nánari upplýsingar um Beurer snyrtispegil hér.

Wistream Halo 300 hringljós

Wistream Halo 300 hringljósið er einfalt í notkun og lýsir upp allt heimastúdíóið með hringlaga hönnuninni. Með stillanlegri birtu geturðu farið frá köldu 5600K í hlýtt 3200K eftir þörfum. Sjá nánar hér.

Xqisit Selfie hringljós

Xqisit Selfie 14″ hringljós með þrífæti veitir jafna og góða lýsingu sem lætur myndefni líta skýrar og betur út. Hægt er að stilla þrífótinn í allt að 160 cm hæð og fylgir fjarstýring til að stilla ljós og birtu. Skoða á elko.is.


Remington PROLuxe 4-í-1 hármótunartæki

Með Remington PROLuxe 4-í-1 bylgjujárninu geturðu mótað hárið eins og fagmaður. Járnið er með snjallri OPTIHeat tækni, stafrænum hitastilli og er tilbúið til notkunar á einungis 30 sekúndum með hitastum allt að 210° C. Keramik húðunin tryggir minna viðnám svo hárið hitast jafnt og festist ekki í járninu. Skoða PROLuxe 4-í-1 á elko.is.

Remington Mineral Glow hárblásari

Mineral Glow hárblásarinn frá Remington er með keramik húðun í grind með 4 sinnum meiri steinefnum sem blásast í hárið til að halda því heilbrigðu og flottu á hverjum degi. Sjá nánari upplýsingar um Mineral Glow hér.


NOS C-650 Compact Pro RGB leikjalyklaborð

Gæða lyklaborð í litlum ramma. Sparar pláss á skrifborðinu án þess að fórna frammistöðu. NOS C-650 Compact Pro RGB leikjalyklaborðið er með rauðum Outemu mekanískum rofum og stillanlega RGB lýsingu. Sjá nánar hér.


Gjafakort

Viltu gefa góða fermingargjöf? Gjafakort ELKO njóta mikilla vinsælda. Hægt er að velja hvaða upphæð sem er, að lágmarki 5.000 kr.

Gjafakortin gilda í verslunum ELKO Lindum, Skeifu, Granda og í vefverslun ELKO. Sjá nánar hér.


Smelltu hér til að skoða fleiri hugmyndir á elko.is.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.