Hugmyndir

Frítt prentefni fyrir börn

9.06.2023

Hvort sem heima, í bústaðferð eða í ferðalagi erlendis; þá er alltaf gott að geta gripið til afþreyingar innandyra fyrir börnin sem tengjast ekki tölvu eða sjónvarpsskjá.

Við höfum búið til prentefni sem hentar fyrir börn á aldrinum 3-8 ára. Hægt er að sækja skjölin sem JPEG og prenta út í A4 eða A5, það sem hentar ykkur. Ef þú vilt plasta inn efnið og nota með töflutússi, eða leyfa krökkunum að nota leir til að merkja við rétt svar eru til plöstunarvélar og vasar í ELKO.

Allar myndir hér fyrir neðan er hægt að sækja sem JPEG í A4 stærð.


Íslenska stafrófið

A, Á, B, D… Prentefni til að æfa börn í stafrófinu með því að klára það á stafrófsorminum eða lita íslenska stafrófið, bæði á hástöfum og lágstöfum.

Sækja skjal til að prenta út:


Settu hring utan um réttu töluna

Hér er einföld æfing að telja og þekkja tölurnar. „Settu hring utan um réttu töluna“ blaðið hjálpar barninu að telja og þekkja tölur. Tilvalið að prenta út annað hvort í A4 stærð eða A5.

Þú getur smellt á nöfnin á skjali fyrir neðan mynd til að sækja JPEG til að prenta.

Sækja skjal


Stærðfræði

Plús eða mínus? Hér eru tvö prentskjöl til að æfa stærðfræði. Hvað er 2+5 eða 8-3? Smelltu á nafn á skjalinu hér fyrir neðan til að sækja JPEG mynd sem hægt er að prenta út í A4 stærð.


Leir æfingar – Tölur og form

Hér fyrir neðan eru prentskjöl sem hentar fyrir leir. Tilvalið að prenta út, klippa út hvern kassa og plasta inn með plöstunarvél eða setja blaðið einfaldlega í plastvasa og láta leira á hann frekar en beint á blaðið.

Njótið!

Kveðja

ELKO

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.