Fréttir Fróðleikur

Galaxy Book4

6.02.2025

Verður næsta fartölvan þín Samsung fartölva?

Samsung Galaxy Book4  er létt og öflug vél sem er hönnuð fyrir hönnuði. Tölvan er knúin af Intel Core i3 örgjörva ásamt 8 GB LPDDR4x vinnsluminni sem veitir þér næga frammistöðu í skilvirka fjölverkavinnslu og kröfuhörð verkefni.

Skjárinn

15,6″ skjárinn birtir fallegar myndir í Full HD 1920 x 1080 upplausn og sýnir nákvæm smáatriði.

Rafhlaðan

Tölvan er útbúin 54 Wh Li-ion rafhlöðu sem endist í allt að 14 klukkustundir. Hleðslutækið er mjög nett og virkar einnig með öðrum Galaxy tækjum.

Örgjörvin

Intel Core i3-100U örgjörvinn fer létt með mörg forrit samtímis án hiks né tafa, tilvalið fyrir fjölverkavinnslu. Ef þörf er á getur örgjörvinn farið í 4,7 GHz Turbo Mode og hann er studdur af 8 GB hröðu LPDDR4X vinnsluminni.

Tengimöguleikar sem gefa þér endalausa möguleika

Galaxy Book4 fartölvan hefur frábæra tengimöguleika eins og HDMI tengi, microSD kortalesara, heyrnartólatengi, RJ 45 nettengi, 2x USB-C, 2x USB-A 3.2 og svo WiFi og Bluetooth þrálausa tengimöguleika.

Nóg pláss

256 GB M.2 NVMe PCIe SSD sem tryggir að tölvan er fljót að kveikja á sér, ræsa stýrikerfinu og bætir hraðann á gagnaflutningi.

Dolby Atmos. Frábær hljóðgæði

Fáðu betri upplifun þegar þú ert að horfa á þætti eða kvikmyndir eða þegar þú spilar tölvuleiki. Tvöfaldir hátalarar sem eru stilltir með Dolby Atmos láta hljóðið umlykja þig með skýrum og góðum hljómi.

Opnaðu tölvuna með fingrafari

Innbyggði fingrafaralesarinn veitir þér aukið öryggi.

Verkefnastýring, með AI aðstoðarmann

Stjórnaðu verkefnum þínum með einföldum spjallbeiðnum þökk sé persónulegri aðstoð gervigreindar, Copilot. Auk þess færðu snjallari samskiptaverkfæri, aðgang að tengiliðum og getur sent skilaboð áreysnlulaust úr tölvunni þinni eða Galaxy farsímanum* með einföldum skipunum.

*Miðað við Samsung Galaxy S24 og nýrri S eða Z síma frá Samsung.

Smelltu hér til að skoða tölvuna á elko.is.


Ef þú átt nú þegar Samsung Galaxy snjallsíma eða Samsung Galaxy spjaldtölvu og ert að leita þér að fartölva gæti það hjálpað þér við valið að vita að Galaxy Fartölvur vinna vel með öðrum Galaxy vörum.

Notaðu Galaxy snjallsímann sem vefmyndavél fyrir fartölvauna.

Uppfærðu myndavélina fyrir fjarfundinn með því að nota myndavélina á snjallsímanum í staðinn fyrir fartölvuna. Myndavélin á snjallsíma er með betri gæði og hægt að staðsetja hana í sjónarhorn sem hentar þér. Hentar sérstaklega vel fyrir fólk sem er að tengja fartölvu við auka skjá og situr ekki beint fyrir framan innbyggða skjáinn á fartölvunni.

Tengdu saman símann og tölvuna

Fáðu beinan aðgang að enfi í símanum þínum beint úr fartölvunni með File Explorer. Settu einfaldlega upp þráðlausa tengingu milli Galaxy snjallsímans og Galaxy fartölvunar og þú ert tilbúin/n. Leitaðu að skrám og myndum sem þú þarft og opnaðu þær á auðveldan máta í tölvunni.

Hamingjusöm Galaxy fjölskylda

Þegar þú parar bæði fartölvuna og snjallsímann við Galayx Buds heyrnartól skipta heyrnartólin sjálfkrafa yfir í símann þegar þú færð símtal. þegar símtalið er lokið færist tengingin aftur yfir í fartölvuna.

Smelltu hér til að skoða allar Samsung Galaxy vörur.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.