Fróðleikur

Garmin Lily

25.05.2021

Þú hefur ekki áður séð svona fíngert snjallúr með svona marga valkosti. Þetta stílhreina snjallúr er fyrsta sinnar tegunda frá Garmin. Umgjörð þess er úr 34 mm álramma og kemur með fallegri skífu og snertiskjárinn einlitur þegar á þarf að halda. Úrið inniheldur ýmis öpp sem henta þínum lífstíl s.s.:


Sýnir orkustig líkamans (e. Body Battery Energy Monitoring)

Fylgstu með orkustigi líkamans allan daginn og finndu þann tíma sem hentar þér best til að viðhalda virkni og hvíld.

Nemur hjartsláttartíðni (e. Wrist-based Heart Rate)

Úrið sýnir stöðugt hjartsláttartíðni, einnig er hægt að stilla úrið svo viðkomandi sjái hvort tíðni er of hröð eða of lág.

Nemur stresshormón (e. Stress Tracking)

Finndu hvort þú átt rólegan eða stressandi dag og hvort jafnvægi ríkir. Íúrinu færðu áminningu um að slaka á, sem jafnvel hvetur þig til þess að taka stutta öndunaræfingu þegar þú ert stressaður.


Sýnir heilbrigði kvenna (e. Women’s Health Tracking)

Notaðu Garmin Connect appið til að fylgjast með tíðahringnum eða jafnvel meðgöngunni. Skráðu niður einkenni, fáðu fræðslu er viðkemur hreyfingu, næringu og fleira. Jafnvel er hægt að sjá og skrá upplýsingar á úlnliðnum.

Mælir vökvaneyslu (e.Hydration Tracking)

Skráðu daglega vökvaneyslu þína beint í úrið. Þú getur jafnvel látið úrið minna þig á að drekka. Þú getur sett þér markmið, skoðað sögu þína og framfarir í Garmin Connect appinu.

Mælir öndun (e. Respiration Tracking)

Fylgstu með öndun þinni yfir daginn, í daglegu amstri, svefni og jafnvel við jógaæfingar.


Mælir súrefnismettun (e. Pulse OX Sensor)

Notaðu Pulse Ox skynjara til að athuga með súrefnismettun eða gildi í blóði, hvenær sem er yfir daginn eða hluta af nóttinni þegar þú sefur.

Mælir öndun þína (e. Mindful Breathing)

Hægt er að fylgjast með streitu og öndun sem hjálpar þér að skilja betur hvernig þú andar. Þegar þú vilt slaka á eða einbeita þér geturðu tekið djúpan andardrátt sem úrið nemur.

Mælir svefninn (e. Advanced Sleep Monitoring)

Fáðu góða mynd af því hvernig þú sefur, með sundirliðun á ljós-, djúp- og REM-svefnstigunum með Pulse Ox öndunargögnunum.


Tilkynningar og áminningar (e. Smart Notification)

Fáðu tölvupóst, texta og áminningar beint í úrið þegar það er parað saman við snjallsíma. Þú getur jafnvel svarað skilaboðum ef þú ert með Androidsíma.

Öryggis- og leitarnemar (e. Safety and Tracking Features)

Þegar úrið þitt og síminn eru parað saman getur þú sent aðstoðarviðvörun með beinni staðsetningu til ákveðinna tengiliða.

Skipulag með dagatali (e. Calendar view)

Þegar úrið er parað saman við snjallsíma er auðveldlega hægt að fylgjast með öllu skipulagi sem fram undan er, allt á inum stað á úlnliðnum.


Samstilltu upplýsingar þínar (e. Sync With Garmin Connect)

Sjáðu upplýsingarnar um heilsu þína og heilsurækt allar á einum stað. Garmin Connect appið er glæsilegt netsamfélag þar sem fólk á ferðinni getur tengst, keppt og deilt upplýsingum.

Mældu hreyfingu og brennslu kaloría (e. Fitness Tracking)

Meðan þú hreyfir þig fylgist Lily með skrefum þínum, brennslu kaloría, styrkleikamínútum og fleira.

Íþróttaapp (e. Sports Apps)

Skiptu um forrit sem sýnir líkamsþjálfun þína með hreyfiprófílum, fyrir t.d. göngu, jóga og fleira, sýnir einnig hjartalínurit, meðvitaða öndun, styrktaræfingar og margt fleira.


GPS-tenging (e. Connected GPS)

Tengdu GPS í gegnum snjallsímann þinn svo þú getur fengið nákvæmar mælingar á t.d gönguferðum, útreiðatúrum, útihlaupum o.fl.

Öflugri rafhlöðuending (e. Battery Life)

Vertu lengur á ferðinni með rafhlöðuendingu sem endist í allt að 5 daga.

Hentar fyrir sundið (e. Water Rating)

Þetta úr hentar einnig í sundið. Það inniheldur 5ATM-stuðull sem gerir það tilvalið fyrir sund, sturtu eða heilsuræktina.


Sjá nánar alltum Garmin Lily hér á elko.is


Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.