Hugmyndir

Heimagerður ís á 30 mín! Sumarsmellur

20.04.2018

Þessi ljúffengi og framandi heimagerði ís er alger snilld og tekur nánast enga stund að gera

Það sem þú þarft:

  • 200 ml hrein jógúrt
  • 200 ml kókosmjólk
  • 150 ml hreinn ananassafi
  • 200 gr saxaður ananas
  • 1-2 ástaraldin
  • 1 kiwi
  • Sú sæta sem þig langar að hafa (agavesíróp, stevia, hlynsíróp…) og smakkaðu þig áfram.

Aðferð með Azura ísvél:

Geymdu Azura ísskálina inni í frysti í 30 mínútur.
Taktu ísskálina út úr frystinum. Hrærðu saman jógúrtinu, kókosmjólkinni, ananassafanum og sætunni. Bættu ávöxtunum út í og blandaðu vel.

Aðferð án ísvélar:

Hrærðu saman jógúrtinu, kókosmjólkinni, ananassafanum og sætunni. Bættu ávöxtunum út í, blandaðu vel og helltu í grunnt ílát. Skelltu blöndunni inn í frysti, taktu ílátið svo út á 40 mín fresti, hrærðu aðeins í blöndunni og settu aftur inn. Endurtaktu þar til þér finnst ísinn vera tilbúinn.
Ooooog njóttu!

Azura ísgerðavélin er fáanleg í ELKO.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.