Hugmyndir

Heimagert bragðefni fyrir sumardrykkina

18.04.2018

Ef þú vilt poppa sódavatnið eða kokteilinn upp er lítið mál að útbúa bragðsýróp.

Jarðaber, hindber, bláber, sítróna, lime, appelsína, mangó, ananas, ástaraldin, mynta, kókos – þú getur rétt ímyndað þér hvað hægt er að leika sér mikið með þetta.

Gott hlutfall er:

  • 3 msk vatn
  • 3 msk hlynsýróp
  • 300g jarðaber/bláber/mangó…

Settu allt saman í lítinn sósupott og leyfðu því að maukast og malla. Þú ræður hvort þú vilt halda hretinu eða sía það úr þegar þú setur sýrópið í ílát (glerflöskur undan kaldpressuðum ávaxtasöfum sniðugar).

Sýrópið geymist í 10-14 daga í ísskáp.

Auðvitað fer það eftir smekk hversu mikið sýróp þú vilt bæta við í drykkinn en annars er ein matskeið hæfileg.

Gleðilegt sumar!

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.