Fyrirtækjaþjónusta Hugmyndir

Jólin 2021: Fyrirtækjajólagjafir handa starfsfólki

11.10.2021

ELKO býður upp á fyrirtækjaþjónustu sem getur séð um að velja og skaffa starfsmannagjafir fyrir fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum. Þar býðst frábært verð, gríðarlegt úrval og góð og persónuleg þjónusta.

Þegar fyrirtæki leita til okkar til þess að fá aðstoð við starfsmannagjafir þá byrjum við að vinna útfrá ákveðnum verðpunkti sem fyrirtækin miða við fyrir hvern starfsmann. Við vinnum svo útfrá því og getum bent á ýmsar gjafir sem hentað. ELKO býður upp á vörur á öllum verðbilum sem ættu að henta flestum fyrirtækjum. ELKO býður einnig upp á innpökkunarþjónustu á keyptum vörum gegn vægu gjaldi.

Rétt er að benda á það að ELKO tekur á móti vöruskilum til 31 janúar 2022, og ef fólk er óvíst með hvort það vilji eiga vöruna eða ekki, þá virkar skilarétturinn þannig að það getur prófað vöruna en fengið henni skipt ef það er ekki ánægt. Hér er hægt að fræðast betur um skilarétt ELKO.

Við bendum á að það skipti miklu máli að huga að jólagjöfum starfsmanna tímanlega, og þá sérstaklega stærri fyrirtæki, því það er töluvert um vöruskort í raftækjaheiminum um þessar mundir og því getur verið erfitt að útvega hundruði eintaka af sömu vöru með litlum eða engum fyrirvara.

Úrval af frábærum vörum

Hér fyrir neðan má finna nokkrar vörur sem við tókum saman sem gætu verið hentugar sem jólagjafir til starfsmanna frá fyrirtækjum. Þessar vörur eru auðvitað bara brot af þeim vörum sem við höfum sérvalið sem heppilegar fyrirtækjagjafir.

Við hvetjum alla til að kynna sér úrvalið nánar á elko.is eða hafa samband við fyrirtækjaráðgjafann okkar hann Stefán Pétur Kristjánsson á netfangið stefan@elko.is

Hafa skal í huga eftirfarandi:

  • Tilboðsverð fer eftir innkaupa-/útsöluverði hverrar vörur og magni sem keypt er
  • Afhendingartími vara getur verið allt að 3 vikur ef um mikið magn er að ræða, en það fer eftir birgjum
  • Tveggja ára ábyrgð er á tækjunum miðað við venjulega heimilisnotkun
  • Skilaréttur á öllum jólagjöfum 2021 er til 31.01.2022
  • Skilagjald er það sama og greitt var fyrir vöru í upphafi
  • Þegar skilað er, er sérstakur límmiði sem er á vörunni skannaður og vísar hann í upphaflega kaupnótu
  • Skil eru í formi inneignar eða endurgreiðslu

Gjafakort ELKO

Gjafakort ELKO njóta mikilla vinsælda og gilda í öllum verslunum ELKO. Hægt er að velja upphæð allt frá 5.000 krónum.
ELKO er stærsta raftækjaverslun landsins og starfsfólk getur því auðveldlega valið fallega gjöf hjá okkur. Gjafakort ELKO rennur aldrei út – það er því nægur tími til þess að finna réttu gjöfina. Hægt er að sjá nánar um gjafakort ELKO hér.

Discmania Active Frisbeegolf startpakki

Active startpakki frá Discmania inniheldur 3 diska; drífara, miðara og pútter. Frisbígolf er þægileg og skemmtileg íþrótt
sem er stunduð utandyra og hentar öllum og þá sérstaklega fjölskyldum. Þessi íþrótt er að verða sífellt vinsælli og í dag eru komnir upp góðir frisbígolfvellir víða um land. Virkilega skemmtileg afþreying. Sjá nánar hér.

Aeroz nuddbyssa

AEROZ nuddbyssan hjálpar til við að losna við vöðvaspennu. 4 nuddhausar og 6 hraðastillingar hjálpa til við að fá nákvæmt nudd um allan líkamann. Sjá nánar hér.

Google Chromecast 3rd gen

ChromeCast er lítið og nett tæki sem þú tengir í HDMI tengið á sjónvarpinu þínu. Þú tengist WiFi netinu á heimilinu og stýrir með Android síma eða spjaldtölvu, iPhone, iPad, Mac eða Windows fartölvu, eða Chromebook til að spegla efni yfir á sjónvarpið þitt.  Þú getur speglað YouTube, Google Play Movie, Google Play Music og Netflix beint í ChromeCast og þegar þú hefur sett upp ChromeCast og ertu á sama WiFi svæði kemur ChromeCast tákn í td. YouTube á símanum þínum. Sjá nánar hér.

Google Nest mini 2. gen – gagnvirkur hátalari

Önnur kynslóð Google Nest Mini lítur alveg eins út en er með mun betri hljómgæði. Með allt að 50% öflugri bassa og skýrari hljóm er hægt að spila uppáhalds tónlistina af Spotify í góðum gæðum. Einnig er hægt að streyma tónlist af snjallsíma eða spjaldtölvu. Hljóðneminn greinir vel raddir og hvað er sagt svo allir á heimilinu geta notað hátalaran. Fyrir enn betri hljóm er hægt að hengja hátalaran á vegginn. Sjá nánar hér.

JBL Flip 5

Flip hátalararnir gefa góðan hljómburð og eru frábærir í ferðalagið eða inn á baðherbergi þar sem hann er IPX7 vatnsheldur. Hann er þráðlaus og endist allt að 12 klst í spilun á einni hleðslu. Sjá nánar hér.

Sonos Roam

Sonos Roam þráðlausi ferðahátalarinn er með skarpan hljóm og IP67 vottun, WiFi, Bluetooth og allt að 10 klukkustunda rafhlöðuendingu. Sjá nánar hér.

Kindle Paperwhite

Lestu uppáhaldsbókina þína hvar sem er með Amazon Kindle Paperwhite. Endurhlaðanleg lithium-polymer rafhlaða veitir allt að 34 daga af notkun á einni hleðslu. 6″ skýr skjár sem er auðvelt að lesa á meira að segja í sólarljósi. Þessi Kindle er með stillanlegt ljós til að auka þægindi við lestur og 8 GB geymslurými sem er nóg fyrir þúsundir af bókum. Paperwhite er vatnsvarin og því hægt að lesa á ferðinni, í pottinum eða við sundlaugabakkann. Kindle styður líka Audible hljóðbækur ef maður er áskrifandi af Audible. Sjá nánar hér.


Progress loftsteikingarpottur (e. Air fryer)

Djúpsteikingarpottur með AirFry tækni sem gerir þér kleift að nota litla sem enga olíu til að djúpsteikja matinn. Potturinn er 1300W og hitar upp í allt að 200°C. Auk þess er 30 mínútna tímastillir á pottinum, sjálfvirkur slökkvari og einflat stjórnborð. Sjá nánar hér

Meater Plus kjöthitamælir

Þráðlaus Meat Plus kjöthitamælir með 50 metra Bluetooth drægni. Með tveimur skynjurum tryggir Meater Plus kjöthitamælirinn að hitastig að innan sem og að utan er fullkomið fyrir matinn þinn. Hægt er að velja hversu vel þú vilt elda kjötið þitt með snjallforriti fyrir snjallsíma. Mælirinn tengist við snjallsíma með Bluetooth og er með allt að 50 metra drægni. Svo fylgist mælirinn bara með matnum og sendir þér tilkynningu þegar steikin er klár. Sjá nánar hér.

Ninja Blandari Power Nutri

Ninja Foodi 2-í-1 Power Nutri blandari er með Auto-iQ tækni öflugum 1100 W mótor og er tilvalinn fyrir smoothie skálar. Hnífarnir í Ninja blöndurunum eru hannaðir til þess að endast. Þeir eru úr hágæða stáli og eru prófaðir með því að láta þá ganga í gegnum 1000 skipti af Ice Crushing kerfinu. Sjá nánar hér.

Sennheiser CX Sport heyrnartól

Frábær in-ear íþróttaheyrnartól frá Sennheiser með 6klst rafhlöðuendingu og vega aðeins 15gr. Góð í ræktina og útivistina. Sjá nánar hér.

Samsung Glaxy Buds2

Samsung Galaxy Buds2 þráðlaus heyrnartól veita hágæða hljóm með ANC hljóðeinangrun. Þau eru með IPX2 vatnsvörn, Bluetooth 5.2 tengingu, PowerShare hleðslutækni og allt að 8 + 21 klst rafhlöðuendingu. Virka hljóðeinangrunin dempar 98% af utanaðkomandi hljóði. Þetta þýðir að þú þarft ekki að hlusta á hávaða frá börnum eða umferðarnið þegar þú þarft að einbeita þér eða vilt njóta tónlistarinnar. Hægt er að stilla hljóðeinangrun ef þú vilt ekki einangra þig alveg frá heiminum. Sjá nánar hér.

Apple Airpods Max þráðlaus heyrnartól

Upplifðu kraft tónlistarinnar með Apple AirPods Max þráðlausu heyrnartólunum sem eru með hágæðahljóm, frábæra hljóðeinangrun og þrívíddarhljóm sem bætir kvikmyndir. Sjá nánar hér.

Lefrik töskur

Töskurnar fást í mörgum stærðum og gerðum, allt frá snyrtitöskum til bakpoka og þær eru á verðbilinu 2.995-18.995 kr. Þetta eru líka umhverfisvænar vörur, því töskurnar eru gerðar úr endurunnum efnum. Sjá nánar hér.

Chilly´s flaska

Chilly´s flöskurnar eru einnig gífurlega vinsælar. Chilly’s Series 2 er uppfærð hönnun af upprunalegu Chilly’s flöskunum. Nýr stútur sér um að eyða 99.99% af bakteríum sem setjast á hann. Gúmmí botn sem að minnkar hljóð og nær betra gripi á sléttum yfirborðum. Handfang á tappanum gerir það ennþá auðveldara að taka flöskuna með í ferðalagið, vinnuna eða skólann. Heldur innihaldi köldu í 24 klukkustundir eða heitu í 12 klukkustundir.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.