Fyrirtækjaþjónusta Hugmyndir

Jólin 2022: Fyrirtækjajólagjafir handa starfsfólki

18.10.2022

ELKO býður upp á fyrirtækjaþjónustu sem getur séð um að velja og skaffa jólagjafir fyrir starfsfólk frá fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum. Þar býðst frábært verð, gríðarlegt úrval og góð og persónuleg þjónusta.

Þegar fyrirtæki leita til okkar til þess að fá aðstoð við að velja jólagjafir fyrir starfsfólk þá byrjum við að vinna útfrá ákveðnum verðpunkti sem fyrirtækin miða við fyrir hvern einstakling. Við vinnum svo útfrá því og getum bent á ýmsar gjafir sem hentað. ELKO býður upp á vörur á öllum verðbilum sem ættu að henta flestum fyrirtækjum. ELKO býður einnig upp á innpökkunarþjónustu á keyptum vörum gegn vægu gjaldi.

Það skiptir máli að vera tímanlega, sérstaklega ef panta á inn mikinn fjölda gjafa fyrir stærri fyrirtæki. Rétt er að benda á það að ELKO tekur á móti vöruskilum til 31. janúar 2023, og ef fólk er óvíst með hvort það vilji eiga vöruna eða ekki, þá virkar skilarétturinn þannig að það getur prófað vöruna en fengið henni skipt ef það er ekki ánægt. Hér er hægt að fræðast betur um skilarétt ELKO.

Úrval af frábærum vörum

Hér fyrir neðan má finna nokkrar vörur sem við tókum saman sem gætu verið hentugar fyrirtækjajólagjafir. Þessar vörur eru auðvitað bara brot af þeim vörum sem við höfum sérvalið sem heppilegar fyrirtækjajólagjafir.

Við hvetjum alla til að kynna sér úrvalið nánar á elko.is eða hafa samband við fyrirtækjaþjónustu ELKO í gegnum netfangið b2b@elko.is

Hafa skal í huga eftirfarandi:

  • Tilboðsverð fer eftir innkaupa-/útsöluverði hverrar vörur og magni sem keypt er
  • Afhendingartími vara getur verið allt að 3 vikur ef um mikið magn er að ræða, en það fer eftir birgjum
  • Tveggja ára ábyrgð er á tækjunum miðað við venjulega heimilisnotkun
  • Skilaréttur á öllum jólagjöfum 2022 er til 31.01.2023
  • Skilagjald er það sama og greitt var fyrir vöru í upphafi
  • Þegar skilað er, er sérstakur límmiði sem er á vörunni skannaður og vísar hann í upphaflega kaupnótu
  • Skil eru í formi inneignar eða endurgreiðslu

Gjafakort ELKO

Gjafakort ELKO njóta mikilla vinsælda og gilda í öllum verslunum ELKO. Hægt er að velja upphæð allt frá 5.000 krónum. ELKO er stærsta raftækjaverslun landsins og starfsfólk getur því auðveldlega valið fallega gjöf hjá okkur. Gjafakort ELKO rennur aldrei út – það er því nægur tími til þess að finna réttu gjöfina. Hægt er að sjá nánar um gjafakort ELKO hér.

Pizzaofnar

Við bjóðum upp á breytt úrval pizzaofna þar sem hægt er að útbúa ljúffengar ítalskar pizzur heima. Pizzaofninn hentar vel á svalirnar eða pallinn þar sem hann er lítill og handhægur. Sjá nánar hér.

Loftsteikingarpottur

Loftsteikingapottarnir hafa verið mjög vinsælir, enda einstaklega auðveldir í notkun. Þeir koma í mörgum stærðum og gerðum og henta einstaklega vel fyrir eldamennskuna. Loftsteikingarpottarnir eru til í nokkrum stærðum og gerðum. Sjá nánar hér.

Aarke kolsýrutæki

Kolsýrutækin frá Aarke eru glæsileg og sóma sig vel inn í hvaða eldhús sem er. Það er mjög einfalt í notkun og á sama tíma umhverfisvæn lausn. Nokkrir litir í boði. Sjá nánar hér.

Nespresso Vertuo Next hylkjavél

Flott kaffivél með 1,1 lítra vatnstanki og fimm bollastærðum. Vélin er Wi-Fi tengd og notar Centrifusion tækni. Til í nokkrum litum. Sjá nánar hér.

JBL PartyBox ferðahátalari

Haltu partýinu gangandi með JBL PartyBox Encore ferðahátalaranum. Tengdu tækin þín við hann með Bluetooth eða AUX tengi og spilaðu í allt að 6 klukkustundur með kröftugum JBL Original Pro hljómi, skemmtilegum ljósum og hljóðnema. Sjá nánar hér.

Airpods Pro 2. kynslóð þráðlaus heyrnartól

Heyrnartólin eru stútfull af nýstárlegum eiginleikum eins og virkri hljóðeinangrun og Personalized Spatial Audio. Í samvinnu við hleðsluhylkið veita þau allt að 30 klukkustundir af hágæða hljóm. Sjá nánar hér.

JBL Flip 6

Flip hátalararnir gefa góðan hljómburð og eru frábærir í ferðalagið eða inn á baðherbergi þar sem hann er IPX7 vatnsheldur. Hann er þráðlaus og endist allt að 12 klst í spilun á einni hleðslu. Margir litir í boði. Sjá nánar hér.

Marshall Willen ferðahátalari

Taktu uppáhalds tónlistina með í ferðalagið með Marshall Willen ferðahátalararnum. Þrátt fyrir smáa stærð er hátalarinn hreinlega troðinn Marshall vottuðum hljómgæðum, allt að 15 klukkustunda rafhlöðuendingu og IP67 vatns- og rykvörn. Sjá nánar hér.

Bose QuietComfort Earbuds II þráðlaus heyrnartól

Heyrnartólin varpa skýrum hljóm og góðum bassa, þökk sé CustomTune tækninni ásamt Intelligent Noise Cancelling. Virka hljóðeinangrunin minnkar umhverfishljóð og CustumTune tæknin bætir hljóminn. Hlustaðu í allt að 24 klukkustundir á einni hleðslu og vertu óhræddur við skvettur með IPX4 skvettuvörninni. Sjá nánar hér.

Sennheiser Momentum 4 þráðlaus heyrnartól

Sennheiser Momentum 4 þráðlausu heyrnartólin varpa skýrum hágæða hljóm með Sennheiser Signature Sound. Minnkaðu umhverfishljóð hvar sem er með ANC virkri hljóðeinangrun. Sjá nánar hér.

Kindle Paperwhite lesbretti 10. kynslóð 

Lestu uppáhaldsbókina þína hvar sem er með Amazon Kindle Paperwhite 2020. Endurhlaðanleg lithium-polymer rafhlaða veitir allt að 4 vikna af notkun á einni hleðslu. 6″ skýr skjár sem er auðvelt að lesa á meira að segja í sólarljósi. Þessi Kindle er með stillanlegt ljós til að auka þægindi við lestur og 32 GB geymslurými sem er nóg fyrir þúsundir af bókum. Sjá nánar hér.

Garmin Venu SQ 2 snjallúr

Garmin Venu Sq2 snjallúrið er hannað fyrir fólk sem hreyfir sig. Úrið heldur utan um skrefafjölda, hjartslátt, svefn og súrefnismettun í blóði. Hægt er að tengja snjallúrið við önnur tæki með Bluetooth og ANT+. Allt að 11 daga rafhlöðuending. Sjá nánar hér.

Xiamoi Mo TV Stick 4K

Xiaomi TV Stick 4K opnar upp nýja möguleika fyrir sjónvörp. Taktu TV Stick 4K með þér hvert sem er þar sem það er fyrirferðalítið og létt. Með 4K UHD upplausn, Dolby Atmos og Dolby Vision en einnig Android 11 með innbyggðum Google Assistant. Sjá nánar hér.

Polaroid Now skyndimyndavél

Taktu ljósmyndir í góðum gæðum með Polaroid Now skyndimyndavélinni með nýjum Auto Focus og Double Exposure. Einnig er myndavélin með tímastilli og hleðslurafhlöðu. Sjá nánar hér.

Airtag fyrir Apple notendur

AirTag staðsetningartæki sem hjálpar þér að finna lyklana, veskið eða farangurinn. AirTag tengist Find My snjallforritinu og er með hátalara sem spilar hljóð. Tækið er með IP67 vottun. Sjá nánar hér.

Samsung Glaxy SmartTag fyrir Android notendur

Galaxy SmartTag léttir áhyggur og gerir lífið einfaldara. Fylgstu með því sem þér þykir vænt um á ferðnni eða finndu bíllyklana á bak við sófann. Með Galaxy Find Network geturðu auðveldlega fundið týnda hluti í allt að 120 metra fjarlægð. Þú getur einnig stjórnað ýmsum snjalltækjum með hnappinum og SmartThings snjallforritinu. Sjá nánar hér.

Skross Reload 20 PD ferðahleðsla

Reload 20 PD ferðahleðsla með mikilli hleðslugetu, 20.000 mAh. Þessi ferðahleðsla styður hraðhleðslu og er með sérstaklega öfluga hleðslu í gegnum USB-C þökk sé PD hraðhleðslu. Sjá nánar hér.

Lefrik töskur

Töskurnar fást í mörgum stærðum og gerðum, allt frá snyrtitöskum til bakpoka og þær eru á verðbilinu 2.995-18.995 kr. Þetta eru líka umhverfisvænar vörur, því töskurnar eru gerðar úr endurunnum efnum. Sjá nánar hér.

Chilly´s flaska

Chilly´s flöskurnar eru einnig gífurlega vinsælar. Chilly’s Series 2 er uppfærð hönnun af upprunalegu Chilly’s flöskunum. Nýr stútur sér um að eyða 99.99% af bakteríum sem setjast á hann. Gúmmíbotn sem að minnkar hljóð og nær betra gripi á sléttum yfirborðum. Handfang á tappanum gerir það ennþá auðveldara að taka flöskuna með í ferðalagið, vinnuna eða skólann. Flaskan heldur innihaldi köldu í 24 klukkustundir eða heitu í 12 klukkustundir. Sjá nánar hér.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.