Fróðleikur

Hvernig velur þú rétta blandarann?

3.04.2024

Það getur verið gott að eiga góðan blandara í eldhúsinu til að auðvelda matargerð og búa til hollan og næringaríkan mat. Blandari getur einnig auðveldað daglegt líf og sparað tíma við að gera nýjar og spennandi uppskriftir. Það að velja blandara getur vafist fyrir fólki því það eru til margar ólíkar týpur af þeim og mæta þeir ólíkum þörfum í eldhúsinu. Blandarar eru af ólíkum stærðum og verðflokkum og því er mikilvægt að finna út hvaða týpa hentar þínum þörfum.


En hvaða blandara áttu að velja?
Hér má finna 4 ráð sem gerir leitina að hinum eina rétta auðveldari.



1. Hversu öflugur blandari hentar þér?

Í vöruvali ELKO má finna nokkrar ólíkar týpur af blöndurum, þ.e. það eru ferðablandara til þess að blanda á ferðinni og svo aðrir blandarar frá 450W upp í 2000W. Það getur því verið mikill munur á blöndurunum miðað við þá minnstu og svo stóru öflugu.  

Ef þú ert mikið á ferðinni og blandar mikið af þeytingum (e. smoothies) þá getur ferðablandari eða minni blandari verið málið fyrir þig. Ef þér finnst gaman að prófa nýjar uppskriftir og gera tilraunir í eldhúsinu þá arftu öflugan blandara með nokkrum stillingum. Öflugur blandari með góðum hnífum getur einnig mulið ísmola, hnetur eða annað slíkt.


2. Hversu stóran blandara þarftu?

Fyrir þá með stærri fjölskyldur er betra að vera með stærri könnu en fyrir einstaklinga er mögulega nóg að vera með minni. Stærri blandararnir eru með 2 lítra könnur á meðan ferðablandararnir eru til dæmis með 530 ml. Góð regla er að vera með könnu sem er tvisvar sinnum stærri en magnið sem þú þarft að búa til.

    Einnig eru blandarnir með könnur úr ólíkum efnum. Glerkönnur eru auðveldari í þrifum en þola minna af hitabreytingum. Aðrir blandarar blanda beint í drykkjarmál og virka því sem brúsi ef þú ert á ferðinni.


    3. Viltu sjálfvirkan blandara?

    Ef þú notar blandarann þinn daglega þá gætir þú viljað velja blandara með sjálfvirkum prógrömmum til að búa til þeytinga, súður, sósur eða ís. Sjálfvirku prógrömmin gera alla eldun og framreiðslu hraðari og auðveldari.


      4. Vantar þig aukahluti?

      Margir blandarar koma með aukahlutum. Sumir blandarar koma með drykkjarflöskum en aðrir með stærri aukahlutum líkt og matvinnsluvél. Það fer því eftir hvaða eiginlegum þú leitast eftir fyrir þitt daglega líf hvaða tæki hentar þér.


        Hér er hægt að skoða alla blandara í vöruvali ELKO.


        Deildu með vinum

        ELKO PÓSTLISTINN

        Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.