Helgi Ómarsson er ljósmyndari, bloggari, hlaðvarpari og annar eigandi skartgripalínunnar 1104. Við fengum hann til að fara yfir vöruflokkinn snyrting og heilsa og velja topp jólagjafirnar sem myndu lenda á óskalistanum hans eða sem hann myndi gefa í gjafir til þeirra sem honum þykir vænt um.
Hvað ertu að fást við þessa dagana?
„Ég opnaði nýlega verslun/showroom og skrifstofu á Seljavegi, beint á móti Brikk á Mýrargötu. Ég er semsagt annar eigandi skartgripalínunnar 1104 og við deilum rýminu með drottningunum í RVK Ritual. Svo er ég með hlaðvarp sem heitir Helgaspjallið sem er einu sinni í viku ásamt sem ég sinni allskonar skemmtilegum verkefnum. Ég er mjög glaður að fá að vinna með besta fólki í heimi og vera í skemmtilegustu vinnu sem ég gæti hugsað mér.“
Hvað er efst á þínum óskalista fyrir þessi jól?
„Ég er mjög hrifinn af Apple vörum í ár, þá sérstaklega Ipad eða Apple Watch. Það tvennt er frekar ofarlega á listanum hjá mér. Annað sem er mjög ofarlega á lista er nuddbyssa eða hraðsuðuketill en annars er ég og litli bróðir minn spenntir fyrir Playstation 5. Annars er ég að safna í búið eftir að ég flutti heim, það er gott að vera praktískur í jólagjöfum.
Frá því að ég var krakki voru harðir pakkar uppáhalds gjafirnar mínar og enn þann dag í dag fæ ég smá kitl í magann að sjá harða pakka undir jólatrénu. Áður fyrr voru þetta kannski tölvuleikir, geisladiskar eða DVD en núna finnst mér jólin hafa þróast mjög krúttlega og við farin að huga aðeins meira af gjöfum sem halda áfram að gefa eða gjafir sem gefa okkur sjálfum betri heilsu, andlega og líkamlega!
Ertu jólabarn?
„Já vá hvað er betra en jólin? Ég er mikið jólabarn. Ég byrja yfirleitt að hlusta á jólalög í laumi í september. Ég elska allt við jólin; stemninguna, ljósin, kærleikann. Bara gjörsamlega allt. Mér finnst líka oft smá eins og fólk breytist líka, það er eins og það sé meiri samkennd í loftinu.“
Hvernig væri týpískur kósýdagur hjá þér?
„Ég vakna alltaf í kringum 08:00 með Noel hundinum mínum. Við myndum eiga rólegan morgun saman þar sem ég kveiki á ilmolílampanum og höfum það kósý. Oft byrja ég daginn á Yoga Nidra og fer svo í heilsulindina eftir tímann. Ef ég á kósýdag þá geri ég mig til, en er ég ekki að græja mig mikið meira en að blása bara á mér hárið ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Ég myndi svo eflaust bara leggjast í sófann og hámhorfa á einhverja þætti, helst með nuddrúlluna og nuddbyssuna að vopni og bomba nuddinu í gang þangað til hún yrði batteríslaus. Taka svo göngutúr með Noel og panta mat í leiðinni frá BanThai bara til þess að geta farið heim aftur og horft meira á sjónvarpið. Ég er nýlega búinn að fá mér The Frame sjónvarp sem ég elska og vil eyða sem mestum tíma að horfa á það. Til að fara í slökun myndi ég svo henda mér í bað og láta hugann reika, en þar fæ ég oft góðar hugmyndir. Eftir baðið myndi ég svo taka smá sjálfsdekursbombu þar sem ég myndi raka mig og snyrta líkamshár, maka á mig kremum og nota húðhreinsigræju. Eftir það myndi ég eflaust bara taka síðasta göngutúr dagsins með hundinn, en ég elska að eiga dag þar sem ég er bara einn með hundinum mínum. Ég myndi leggjast á koddann þreyttur og sæll eftir góða loftið í göngutúrnum, mögulega með svefngrímu og sofna snemma og sofa kannski í svona 8-9 klukkutíma.
„Vá hvað mig dreymir um þetta akkúrat núna. Getur einhver plís gefið mér allt á gjafalistanum í jólagjöf?“
Jólagjafalisti Helga Ómars
1. DYSON HD07 Supersonic hárblásari
„Það er svo geggjað að eiga góðan hárblásara! Ég er smá hárperri og hárið á mér verður aldrei eins fínt og þegar ég smelli hárblásaranum í samband og blæs það í döðlur. Það er líka frábært að nota blásarann á hundinn eftir bað. Hárblásari er mjög góð gjöf fyrir öll kyn og það er hellings úrval, en Dyson er klárlega toppurinn.“
2. Babyliss Nef/eyrna/augnbrúnaklippur
„Nefháraklippur eru mjög mikilvægt tól, fyrir alla! Nefhárin vaxa og eiga það til að vaxa frekar hratt. Ég mæli með þessum því þetta er sá sem ég nota sjálfur. Það er eitthvað svo næs að splæsa í nefhárarakstur. Góð gjöf – alveg klárt.“
3. Philips Multigroom Series 3000 skeggsnyrtir
„Ég á þessa Philips rakvél og ég nota hana mjög mikið. Ég mæli því sterklega með henni. Einstaklega góð gjöf þar sem það er gott notagildi í henni. Góð vara, geggjuð!“
4. Taotronics ilmolíulampi
„Það er eitthvað mjög ljúft við það að labba inn í rými þar sem ilmolíulampi hefur verið í gangi. Ekki nóg með það heldur geta ilmolíur einnig verið heilandi á líkama og sál. Ilmolílampi er því svo geggjuð gjöf að öllu leyti þar sem hann heldur áfram að gefa.“
5. Taotronic TT-PCA004 nuddbyssa
„Þar sem streita sest á allan líkamann þá eru nuddvörur án efa besta jólagjöf sem ég gæti hugsað mér. Hún er mjög ofarlega á mínum óskalista, ásamt fleirum vörum sem tengjast nuddi. Getið þið ímyndað ykkur að vera upp í sófa og horfa á jólamynd eða brjálaða hasarmynd og það er nuddbyssa að hamra þig og losa upp streitu í líkamanum? Nei ég meina það!“
6. Beurer þreföld nuddrúlla og Beurer nuddbolti
„Fleiri nuddvörur! Ég fékk einu sinni að láni svona nuddrúllu og ég bjóst alls ekki við að nota hana jafnmikið og ég gerði. Ég hélt að ég myndi nota hana kannski svona einu sinni, en ég hafði sko rangt fyrir mér. Ég gjörsamlega lá ofan á henni í öllum stellingum til að nudda hálsinn, mjóbakið, axlir eða fótleggi. Vá hvað það var geggjað. Það er líka til einfaldur nuddbolti sem ég myndi einnig mæla með.“
7. Oral-B Genius 8600 rafmagnstannbursti
„Það að hugsa vel um tennurnar á sér og bara almenn tannheilsa yfir höfuð er mjög aðlaðandi. Mér finnst geggjað að eiga flottar slíkar vörur heima hjá mér. Það er úrval af rafmagnstannburstum til en mér finnst þessi geggjaður. Mjög góð hugmynd að góðri gjöf.“
8. Philips OneBlade skeggsnyrtir og rakvél
„OneBlade er tilvalin vél þar sem hún er bæði skeggsnyrtir og rakvél. Þá sérstaklega til dæmis fyrir líkamsrakstur. Ég veit að það er tilvalið að safna hárforða fyrir veturinn en þetta er gæða rakvél og er í þokkabót vatnsheld og því tilvalin til að nota í sturtu og klára dæmið þar.“
9. Beurer andlitsbursti FC90
„Ég elska að eiga einhverja svona græju fyrir sjálfsdekur. Tilvalin gjöf fyrir alla sem elska að dekra við húðina.“
10. Beurer upplýstur spegill og ferðahleðsla 3.000mAh
„Þessi vara er algjör snilld! Þetta er ferðaspegill, með ljósi og virkar einnig sem ferðahleðsla! Þið munið þakka mér seinna.“
11. Cabeau Magic Sleep gríma – Svört
„Ég myndi alltaf mæla með svefngrímu, þar sem góður svefn er ávísun á lífsgæði.“