Gjafalistar Hugmyndir

Jólagjafahugmyndir fyrir ástríðukokkinn

5.12.2024

Þekkir þú einhvern sem þér þykir vænt um sem finnst gaman að elda og framreiða gómsæta rétti og ljúfa drykki? Hér má finna nokkrar jólagjafahugmyndir sem hjálpa til við að gera eldhúsið að harmónískum stað þar sem að hver unaðsrétturinn á fætur öðrum er töfraður fram af ástríðukokkinum.


Ninja Woodfire pizzaofn – rafmagnsofn

Ninja Woodfire rafmagnsofninn er gerður til útinotkunar og er með 8 mismunandi eldunarkerfum: pizzakerfi, gufusteiking, Max Roast steiking, grillkerfi, bökunarkerfi, reykjunarkerfi, þurrkun og stilling sem heldur heitu. Hægt er að nota viðarperlur til að reykja mat og gefa honum ekta viðareldunarbragð.
Sjá nánar á elko.is


Ooni Koda pizzaofn fyrir 12“ pizzu

Eldaðu ljúffengar pizzur heima með Ooni Koda pizzaofninum. Forhitaðu ofninn og þú ert einungis 60 sekúndum frá ljúffengri heimagerðri pizzu. Hann hentar vel á svalirnar eða pallinn þar sem hann er lítill og handhægur. Þessi útgáfa gengur fyrir gasi og tengdur við gaskút eins og gasgrill. Sjá nánar á elko.is


Ooni pizzaspaði ál 12″

Ooni 12″ pizzaspaðinn er gerður úr léttu áli og gerir þér kleift að færa pizzuna auðveldlega í og úr ofninum. Einnig til í annarri stærð. Sjá nánar á elko.is


Anova Precision Sous Vide Nano

Með Anova Precision Sous Vide tækinu getur þú búið til bragðgóða og næringarríka rétti. Öflugur hitahreyfill heldur hitanum í vatninu stöðugum, sem gerir steikurnar og fiskinn safaríkari. Tækið er með stórum snertiskjá og tengist með WiFi svo hægt sé að stýra með símanum.. Einnig er hægt að skoða nýjar uppskriftir með Anova snjallforritinu.  Sjá ANOVA Sous Vide tæki á elko.is


Braun MultiQuick 7 töfrasproti

Braun MultiQuick 7 töfrasprotinn hjálpar þér við matseldina í eldhúsinu. Töfrasprotinn er með öflugan mótor, ActiveBlade tækni, SmartSpeed stillingu og SplashControl til að halda eldhúsinu hreinu. Sjá nánar á elko.is


F&B tvöfaldur loftsteikingarpottur

Eldaðu fyrir stóran hóp með þessum tvöfalda loftsteikingarpotti frá F&B. Með 11lítra rúmmáli og 8 eldunarkerfum, hentar þessi fyrir alla fjölskylduna. 8 mismunandi eldunarkerfi gera það að verkum að þessi loftsteikingarpottur hentar sérstaklega vel fyrir fjölmarga mismunandi rétti.
Sjá nánar á elko.is


Weber gasgrill Spirit E-315 GBS

Spirit E-315 GBS er uppfærsla á klassísku Weber Spirit línunni. Grillið er með 3 ryðfríum brennurum og með innfeldum gráðuhitamæli í lokinu. Spirit E-315 GBS er eins og nafnið gefur til kynna með GBS pottjárns grillgrindur sem gera ráð fyrir alls konar aukahlutum, pottum og pönnum frá Weber sem hægt er að koma fyrir í grillgrindinni. Sjá nánar á elko.is


HerQs Easy BBQ Pro kjöthitamælir

Með Easy BBQ Pro frá HerQs þarftu aldrei að giska hvenær kjötið er tilbúið aftur. Héðan í frá geturðu grillað með nákvæmni eins og alvöru kokkur. Þú kíkjir bara rétt í símann eða á snjallhitamælinn og þú veist nákvæmlega hversu vel maturinn er eldaður. Nú getur þú slakað á og notið samverunnar með fjölskyldu eða vinum án þess að lenda í því að óvart ofelda matinn. Sjá nánar á elko.is


SAGE The InFizz Fusion kolsýrutæki

CO2 gashylkin sem passa í vélarnar eru 60 lítrar og eru til frá mörgum framleiðendum, svo sem SodaStream, AGA, Linde og fleiri. Með FusionCap tappanum getur þú stjórnað því hversu hratt kolsýran sleppur úr flöskunni, sem leyfir þér að bæta kolsýru við safa, te, vín og jafnvel hanastél án þess að drykkurinn freyði upp úr flöskunni. Skoða Sage kolsýrutæki á elko.is


Delonghi Dedica espressóvél 

Espresso kaffivélin frá Delonghi er mjög stílhrein og er einungis 15cm á breidd. Ef stílhrein hönnun er fyrir þig þá smellpassar þessi kaffivél inn í eldhúsið þitt. Auðvelt er að fjarlægja bakka til að þrífa vél. Sjá nánar á elko.is


Ninja Foodi 2-í-1 Power Nutri blandari

Tilvalinn blandari fyrir þeytinga eða skálar. Þessi blandari frá Ninja er með Auto-IQ tækni, öflugan 1100W mótor og snjallan snúningsbotn sem þrýstir hráefnin niður að hnífnum svo þú getur blandað vel saman þó að hráefnið er í þykkari kantinum. Sjá nánar á elko.is


Ninja CREAMi ísvél

Creami ísvélin gerir allt frá gelato yfir í mjólkurhristing, ávaxtasorbet og smoothie. Vélinni fylgja 3 473 ml frystanleg ílát og kemur hún útbúin með 7 tilbúnum kerfum. Uppskriftabók fylgir. Sjá nánar á elko.is


Google Nest Hub skjár / stjórnstöð

Með Google Nest Hub 2. Gen bæði heyrir þú og sérð svör frá Google Assistant. Hægt er að horfa á myndir, hlusta á tónlist, stjórna snjallheimilinu og fleira. Google Nest Hub er hægt að stjórna með rödd og hreyfingum. Tilvalið er að nota Google Nest Hub til að birta uppskriftir sem þú ert að fylgja eða Youtube myndbönd. Þegar það er ekki verið að nota tækið þá getur þú notað Nest Hub sem stafrænan myndaramma og birt myndir þínar frá Google Photos. Skoðaðu vöruna á elko.is


Ninja Max Air Fryer loftsteikingarpottur

Ninja Max djúpsteikingarpotturinn er einfaldur í notkun og hefur 6 mismunandi eldunarkerfi, s.s. Air Fry, Max Crisp, Baking, Roasting, Reheating og Dehydrating. Potturinn notar enga olíu sem þýðir 75% minni fita og 50% hraðari eldun. Sjá nánar á elko.is

Ninja Foodi Max heilsugrill og djúpsteikingarpottur

Ninja Foodi Max er meira en bara grill, hægt er að velja um 6 kerfi: grill, loftsteikingu, bökun, steikingu, upphitun og þurrkun. Hvernig finnst þér steikin best? Veldu einfaldlega frá „Rare“ til „Well Done“ og grillið sér um vinnuna. Hitamælirinn fylgist stöðugt með eldamennskunni og lætur þig vita þegar þú getur tekið matinn út. Sjá nánar á elko.is

Ninja Foodi tvöfaldur Air fryer loftsteikingarpottur

Ninja Foodi tvöfaldi loftsteikingarpotturinn getur eldað tvær máltíðir á sama tíma. Hann er meira en bara loftsteikingarpottur, hægt er að velja um 6 kerfi: max Crisp, steikingu, bökun, upphitun, þurrkun og djúpsteikingu. Sjá nánar á elko.is

Wilfa Inari hrísgrjónapottur

Wilfa Inari hrísgrjónapotturinn hefur marga möguleika en í honum er hægt að elda hrísgrjón, grænmeti og hafragraut. Notaðu tímann á meðan grjónin eldast í að gera eitthvað annað. Þegar innihald pottsins er fulleldað heldur hann því heitu áfram. Rafmagnssnúruna er hægt að losa af pottinum svo hægt er að setja hann beint á matarborðið. Potturinn er húðaður svo það er auðvelt að þrífa hann. Sjá nánar á elko.is


George Foreman heilsugrill

Grillin frá George Foreman eru tilvalin fyrir kjúkling, borgara og einnig einfaldari hluti eins og samlokur og vefjur. Í ELKO eru fáanlegar nokkrar útgáfur og stærðir af þessu magnaða heilsugrilli með viðloðunarfríia húð og bakka fyrir vökva/fitu. Sjá nánar á elko.is


Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.