Gjafalistar Hugmyndir

Jólagjafahugmyndir fyrir útivistarfólk

16.11.2023

Hvað á að gefa fólkinu sem elskar að vera úti og á hreyfingu? Þó svo að þetta fólk sé yfirleitt langt frá næstu tölvu eru þetta græjufíklar upp til hópa. Hér eru nokkrar hugmyndir að jólagjöfum fyrir þennan hóp en þessi listi gæti verið mikið lengri. Það er tilvalið að kíkja í heimsókn í næstu verslun eða nota netspjallið til að fá ráðgjöf hjá söluráðgjöfum sem vita allt sem þarf að vita um þessi tæki.


Shokz OpenRun Pro þráðlaus heyrnartól

Tilvalin heyrnartól fyrir þá sem vilja hlusta á tónlist en heyra í umhverfinu líka hvort sem það er í ræktinni, vinnunni, hlaupinu eða gönguferðinni. Pro útgáfan er með 10 klukkutíma rafhlöðuendingu og öflugan bassa. Bluetooth heyrnartól sem leiða hljóm í gegnum beinin þín með titringi (e. bone conduction). Þannig heyrir maður betur í umhverfi sínu án þess að fórna hljómgæðum. Sjá nánar á elko.is


JBL Clip 4 þráðlaus hátalari

Vertu tilbúinn í næsta ævintýri með JBL Clip 4 þráðlausa hátalaranum. Lítill og nettur hátalari sem er fullkominn til að grípa með sér í ferðalagið. Hægt að festa hann á bakpoka eða tösku með áfastri karabínu. Með bættum hljóm, vatns- og rykvörn er Clip 4 frábær hátalari, heima við eða á ferðinni. Allt að 10 klukkustunda rafhlöðuending. Nokkrir litir í boði. Sjá nánar á elko.is


Magnea Hyper Massage Pro 3 nuddbyssa 

Magnea Hyper Massage Pro 3 er nuddbyssa sem notar titring og högg til þess að losa um hnúta, auka liðleika og blóðflæði. Ef tækið er notað reglulega er hægt að auka bæta hreyfingu, sérstaklega íþróttafólks. 

Tækið er einfalt í notkun og býður upp á 20 mismunandi högg stillingar sem hægt er að velja á snertiskjá á tækinu. Sjá nánar hér.  


GoPro Hero 11 útivistarmyndavél

GoPro Hero 12 Black útivistarmyndavélin gerir þér kleift að taka skarpar myndir í kröfhörðum íþrótta- og hasarævintýrum með handhægri og endingargóðri hönnun. Myndavélin tekur upp allt að 70 mínútna myndbönd, tvöfalt lengur en fyrri kynslóðt. Með innbyggðu WiFi og USB-C tengimöguleikum er auðvelt að færa gögn úr myndavélinni.
Stafræna stöðugleikatæknin tryggir að upptakan sé jafn stöðug og með stöðugleikastöng. Myndbandsupptakan mun ekki titra, jafnvel þegar þú hjólar á malarvegi. Myndavélin heldur myndbandinu stöðu jafnvel þó hún snúist 360°. Myndavélin er hönnuð til að lifa af hnjask og áreiti. Hún er einnig vatnsheld allt að 10 metrum. Hægt er að velja mismunandi festingar, klemmur og aukahluti til þess að festa myndavélina við líkamann, föt eða hluti. Sjá nánar á elko.is


Garmin Venu 2S

Garmin Venus 2S GPS snjallúrið er með 1,3″ AMOLED snertiskjá, 5 ATM vottun og ANT + stuðning. Úrið hjálpar til við að viðhalda heilbrigðari lífsstíl og hefur að geyma margskonar æfingaferli auk svefn- og streitumælingar. Hægt er að geyma allt að 650 lög á úrinu svo ekki þarf að taka símann með sér í ræktina. Rafhlaðan er með stuðning fyrir hraðhleðslu og er með allt að 10 daga rafhlöðuendingu í venjulegri notkun (án GPS). Venu 2 er með innbyggða GPS, GLONASS og Galileo tækni sem mælir fjarlægð og hraða með mikilli nákvæmni, innan sem utandyra. Úrið lætur vita ef setið er meir en klukkutíma.Skildu veskið eftir heima og notaðu úrið til þess að borga hvar sem er með Garmin Pay. Sjá nánar á elko.is


Skross Ferðahleðsla 20.000 Reload 20 PD

Stílhrein hönnun – ferðahleðslan frá SKROSS er öflug  en nett sem hentar þeim sem eru mikið á ferðinni. Ferðahleðslan getur hlaðið síma allt að 6x á einni hleðslu með 1xUSB/1xUSB-C tengi. Tækið er forhlaðið og því hægt að nota það samstundis. USB-Micro snúra fylgir. Aðeins 325 grömm. Sjá nánar á elko.is


Nedis talstöð Walkie-Talkie ásamt hleðslustöð

Náðu sambandi á stöðum sem eru með slæma farsímatengingu. Talstöðin er með 10 km drægni, 6 klst taltíma og 48 klst í bið. Henta sérstaklega í fjallaleiðangra, á snjósleðaferðum eða annars konar útivist við allar umhverfisaðstæður. 8 rásir með 38 CTCSS. Sjá nánar á elko.is


Chilly‘s flaska

Chilly’s flöskurnar halda köldu í 24 klst og heitu í 12 klst, leka ekki þar sem tappinn er loftþéttur og koma í alls konar stærðum og gerðum. Taktu með þér flösku í ferðalagið, vinnuna eða skólann og njóttu drykksins út daginn við rétt hitastig. Sjá nánar á elko.is


Thule Paramount bakpoki

Bakpokinn er hugsaður sem hversdagsbakpoki. Bakpokinn er stútfullur af margskonar hólfum, með pláss fyrir allt frá fartölvu yfir í lykla og vatnsflöskur og hægt er að stækka hann um 50% með því að renna frá hliðunum. Staðsetning axlarbanda og mittisólar er sérstaklega hönnuð fyrir hámarks þægindi á hjóli. Einnig eru festingarnar og bakið úr efni sem andar vel til að halda þægindum í hámarki. Endurskin er að finna á mörgum stöðum sem er sjáanlegt frá öllum hliðum. Sjá nánar hér. Einnig er hægt að kaypa regndúk á þessa bakpoka hér.


Nuddbolti frá Beurer

Nuddboltinn er með innbyggðum titring sem losar um vöðvaspennu enn betur en hefbundinn nuddbolti. Tilvalinn til þess að taka með sér í ferðalagið. Tvær nuddstillingar og hægt að nota hann standandi, sitjandi eða liggjandi. Sjá nánar hér.


Chilly’s S2 340ml kaffimál

Kaffimálið heldur vökva heitum í allt að 4 klukkustundum sem er fullkomið fyrir kalda útivistardaga þegar þú snýrð talbaka í bílinn eftir göngu. Sjá nánar hér.


Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.