Gjafalistar Hugmyndir

Topp 10 jólagjafir fyrir snjallheimilið

24.11.2020

Við tókum saman lista af jólagjöfum sem eru tilvaldar fyrir þau sem vilja gera sér lífið auðveldara og hafa meiri tíma fyrir samverustundirnar. Hvernig væri að geta stýrt ljósunum, tónlistinni, hitanum og fylgst með öryggi heimilisins í gegnum símann eða raddstýrðan hátalara?

Philips Hue sett (3 perur + Hue Brú)

Philips Hue er snjallljósakerfi sem hægt er að stilla á ótalmarga skemmtilega vegu. Hægt er að samstilla lýsingu við skynjara, önnur tæki, tíma dags, GPS og margt fleira. Möguleikarnir eru óendanlegir og þetta snjallperusett er frábær leið til að kynnast Philips Hue. Sjáðu Philips Hue á elko.is


Ring video dyrabjalla Gen 2

Með Ring getur þú fylgst með heimilinu í Snjalldyrabjallan frá Ring hjálpar þér að vakta heimilið þó þú sért ekki heima. Ef gestur kemur getur þú séð, hlustað og talað við viðkomandi. Í bjöllunni er innbyggð rafhlaða sem auðvelt er að smella af og hlaða t.d. yfir nóttu. Einnig er hægt að tengja dyrabjölluna beint við straum. Sjáðu Ring dyrabjöllu á elko.is.

SmartThings Hub tengistöð

SmartThings Hub er fyrsta skrefið að hinu fullkomna snjallheimili. SmartThings Hub tengistöðin einfaldar að stjórna öðrum SmartThings snjalltækjum. Hægt er að tengja stöðina við netbeini til að stjórna skynjurum, öryggismyndavélum, ljósum og öðrum snjalltækjum. Sjá hér. Ef þú vilt lesa nánar um SmartThings getur þú nálgast bloggið Sjáðu SmartThings á elko.is

Google Nest Mini snjallhátalari

Spilaðu tónlist og njóttu í frábærum gæðum. Google Nest Mini gerir hins vegar margt annað sem snjallhátalari. Stýrðu öðrum snjalltækjum með raddstýringu t.d. Philips Hue ljósakerfi í gegnum Google Nest Mini. Eins getur þú spurt hátalarann spurninga og hann mun svara þér af bestu getu. Sjáðu Google Nest á elko.is.

Google Nest Hub

Google Nest Hub er notendavænt raddstýrt hjálpartæki fyrir heimilið.
Á tækinu er meðal annars hægt að skoða myndir, spila myndbönd og lög, allt með raddstýringu. Möguleikarnir eru endalausir. Hægt er að tengja tækið við önnur snjalltæki eins og öryggismyndavélar. Sjáðu Google Nest Hub á elko.is.

Sonos One Gen 2 snjallhátalari

Með Amazon Alexa sem byggð er inn í hátalarann er hægt að tengja þennan snjallhátalara við önnur snjallkerfi og stýra þeim kerfum með raddstýringu. Sonos hátalarar tengjast þráðlaust saman við aðra Sonos hátalara og því hægt að byggja upp öflugt hljóðkerfi fyrir allt heimilið með Sonos. Sjáðu Sonos ONE á elko.is.

Netgear Orbi AC1200 dual-band WiFi mesh kerfi

Það er óhætt að segja að WiFi-Mesh kerfi séu framtíðin, eða jafnvel bara nútíminn. Með WiFi-Mesh kerfi getur þú sagt skilið við snúrur um allt hús og lagnir í veggjum. Mesh kerfið samanstendur af tveimur tækjum, einum netbeini og tveimur sendum. Þú tengir netbeininn eins og venjulegan beini og finnur góða staði í húsinu fyrir sendana. Eina sem þarf að gera er að tengja netbeininn og sendana hvort um sig við rafmagn og sendarnir sjá um að taka við af netbeininum og stækka WiFi tenginguna um húsið. Sjáðu NetGear Orbi á elko.is.

Ring öryggismyndavél

Haltu heimilinu öruggu með Ring öryggismyndavélinni. Hún skynjar hreyfingu, tekur upp Full HD myndband og sendir þér tilkynningu í símann. Myndavélin er einnig með nætursýn og Sjáið Ring öryggismyndavél á elko.is.

Anova Precision Sous Vide Nano

Anova Precision Sous Vide Nano AN400-EU00 sýnir þér töfrandi leið til að elda. Tækið er fullkomið til að útbúa dýrindis safaríkar steikur, fisk, fullkomlega soðið egg og margt fleira. Tækið hitar fljótt upp allt að 20 lítra af vatni sem er meira en nóg fyrir heimiliskokka sem vilja elda á faglegu stigi. Sjá ANOVA Sous Vide tæki á elko.is.

Danfoss Ally startpakki

Startpakkinn setur grunninn að nútíma snjallheimili. Ein brú og einn ofnastillir fylgir með, en hægt er að tengja allt að 32 ofnastilla. Hægt er að stjórna kerfinu með snjallforriti, Alexa, Google Assistant eða bara á gamla mátann. Stjórnaðu öllum ofnum heimilisins á snertiskjá og stilltu hitastig eins og þú vilt hafa það. Þú getur stillt hitann á heimilinu hvenær og hvar sem er, t.d. haft kaldara á nóttunni eða haldið jöfnu hitastigi í sumarbústaðnum þegar þú er ekki á svæðinu. Sjá Danfoss Ally startpakka á elko.is og Danfoss Ally viðbótar ofnastillir.

iRobot Roomba 960 ryksuguvélmenniRobot Roomba 960

Ryksuguvélmenni léttir þér lífið og sér um að ryksuga heimilið algjörlega sjálfstætt. Stilltu þann tíma sem hentar þér þegar ryksugan á að ræsa sig og hún sér um restina. Þegar Roomba 960 hefur ryksugað húsið fer hún sjálf í hleðslustöðina. Fylgstu með ryksugunni í snjallsímanum og sendu henni leiðbeiningar eða verkefni hvenær sem er. Sjáðu iRobot Roomba og aðrar robot ryksugur á elko.is.Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.