Gjafalistar Hugmyndir

Topp 10 jólagjafir fyrir þau sem eiga allt

25.11.2020

Það getur verið erfitt að finna gjöf fyrir þann sem á allt. En hér að neðan eru nokkrar vörur sem að við vonum að geta fallið í kramið hjá fólki sem annars er vel að tækjum búið.

Ninebot by SEGWAY ES2 rafmagns- hlaupahjól

Farðu á vit ævintýra á þessu vandaða rafmagnshlaupahjóli frá Segway. Hlaupahjólið er þægilegt í stýringu, kemst á 25 km/klst hámarkshraða og nær 25 km drægni. Einnig er hægt að læsa því, skoða eftirstæður rafhlöðu, sjá hraðamælingu og margt fleira í snjallsímanum með appi. Sjá Segway hlaupahjól á elko.is.


MP Mini Delta þrívíddarprentari

Monoprice Voxel þrívíddarprentarinn er einfaldur í notkun, frábær fyrir byrjendur og þægilegur í stýringu með 2,8″ IPS snertiskjá. Með 8 GB af innbyggðu geymslurými fyrir þrívíddar módel, USB tenging fyrir utan á liggjandi drif, WiFi þráðlaus tenging og innbyggð myndavél til að fylgjast betur með prentunarferlinu. Prentarinn kemur samsettur og tilbúinn til notkunar og inniheldur þrívíddar módel og þráð. Þannig þú getur byrjað strax að prenta. Sjá 3d prentara á elko.is.


Oculus Quest 2 VR gleraugu 

Taktu VR upplifunina á nýtt stig með þráðlausu Oculus Quest 2 sýndarveruleikagleraugunum. Quest 2 eru með 6 GB vinnsluminni, öflugan Qualcomm Snapdragon XR2 örgjörva, 64 GB minni og innbyggða hátalara. Sjá Oculus Quest 2 VR gleraugu á elko.is.


Temptech Living vínkælir

Temptech Living vínkælir er virkilega öflugur, hljóðlátur og glæsilegur vínkælir. Vínkælirinn er með sex viðarhillum sem halda allt að 59 vínflöskum. Stafrænt stjórnborð og skjár gerir þér einfalt fyrir að stjórna hitastigi og halda því stöðugu. LED lýsing í skjánum hentar vel fyrir vínkæla því hún gefur frá sér lítinn sem engan hita. Sjá Temptech vínkæli á elko.is.


Sony plötuspilari

Njóttu hreinna vínyltóna án vandræða með Sony plötuspilaranum en í gegnum bluetooth er hægt að tengja heyrnartól og hátalara þráðlaust við spilarann. Sjá SONY plötuspilaran á elko.is.


LG LSR100 tvöfaldur kæli- og frystiskápur

Miðpunktur eldhússins. LG LSR100 tvöfaldi kæli- og frystiskápurinn býður upp á hæstu gæði sem völ er á í ísskápum í dag og einnig er skápurinn framsækinn í hönnun með nútímalegu viðmóti. Þessi kæli- og frystiskápur frá LG er í sérklassa og er sá flottasti sem við bjóðum upp á. Sjá LG kæli og frystiskáp á elko.is.


Sage Barista Express Espressóvél

Með þessari Sage Barista Espressovél getur hver sem er búið til sitt eigið kafii eins og fynnst á kaffihúsum. Þessi kaffivél er búin mörgum sniðugum eiginleikum og fallegri hönnun sem gerir kaffigerðina skemmtilegari en áður. Sjá Sage barista Express kaffivél á elko.is.


Samsung The Frame

Glæsileg nýjung í sjónvörpum. Samsung The Frame er QLED snjallsjónvarp sem er einnig málverk eða ljósmynd, allt í einu tæki. Þetta gerir tækið smekklegra þar sem hægt er að velja mismunandi tegundir og liti af römmum í kringum tækið og þegar slökkt er á sjónvarpinu þá breytist The Frame í málverk eða ljósmynd af þínu vali. Sjá Samsung Frame sjónvarp á elko.is.


iRobot Roomba S9+ ryksuguvélmenni

Leyfðu iRobot Roomba S9+ að ryksuga fyrir þig á meðan þú nýtir tímann í eitthvað annað. Ryksugan er með þriggja skrefa hreinsikerfi sem fjarlægir jafnvel minnstu rykkorn. Þú þarft ekki einu sinni að tæma ryksuguna. Hún tæmir sig sjálf í heimastöð sinni, sem tekur allt að 30 falt magn hefðbundinnar Roombu. Sjá iRobot ryksuguvélmenni á elko.is.


Super Soco TC rafmagnsbifhjól

Super Soco TC er flott létt bifhjól með mótorhjólaútliti. Stöðu-, bremsu og stefnuljós eru á hjólinu auk sjálfupplýsandi mælaborði sem sýnir hraða, hitastig og tíma. Hjólið býður einnig upp á orkusparandi stillingar sem hægt er að velja á milli. TC bifhjólið er með vökvadrifnum, tveggja stimpla bremsukerfi sem hefur ekki sést áður á létt bifhjóli. Sjá Super Soco rafmagnsléttbifjól á ELKO.is.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.