Gjafalistar Hugmyndir

Jólagjafir fyrir ömmu og afa

2.12.2020

Hver vill ekki gera vel við ömmu og afa? Hérna eru nokkrar hugmyndir sem að gætu hugsanlega fallið vel í kramið hjá þeim.

Stafrænn myndarammi

Stafrænir myndarammar frá Denver er sniðug lausn til þess að hafa myndir af fjölskyldumeðlimum en geta skipt út reglulega eða birt margar í fyrirfram ákveðnum myndalista. Skoðaðu myndaramma á á elko.is


Beurer HK49 hitabelti

Beurer hitabeltið er fyrir maga og bak. Beltið er úr flísi og er dúnmjúkt, andar vel og teygjan heldur vel að. Það eru þrjár hitastillingar þannig að hver og einn getur fundið notalegan hita fyrir sig sem slakar vel á vöðvum. Sjá Beurer hitabeltið hér.


Beurer Hitateppi 

Þægilegt hitateppi til að hafa yfir sæng. Það er með 6 hitastillingum og vörn við yfirhitun sem tryggir að teppið verði ekki of heitt. Það er með sjálfvirkum slökkvara sem slekkur sjálfkrafa á teppinu eftir 3 klst notkun. Skoða nánar á elko.is.


Anjou Ilmolíulampar

Flottur ilmolíulampi frá Anjou sem virkar einnig sem rakatæki. Þessi lampi er með 500ml tank og gefur allt að 12 klukkustunda notkun. Tankurinn er með sérstakt hólf fyrir olíuna (tekur 1,5 ml af olíu) sem tryggir að þú færð lyktina allan tímann sem lampinn er í gangi. Skoða ilmolíulampa.


Tenderflame eldstæði/kerti

Lilly eldstæðið frá TenderFlame er tilvalið til þess að skapa notalega stemningu. Loginn varir í allt að 4 tíma eftir eina áfyllingu. Tvö ljós í pakka auk 0,7l TenderFuel. Má nota bæði innandyra sem utan. Skoða Tenderflame á elko.is.


Samsung Galaxy Tab A7

Með Samsung Galaxy Tab A7 geturðu stigið inn í stafræna heiminn, vafrað, lesið, leikið þér og horft á bíómyndir. Full HD skjárinn sýnir myndefni í háum gæðum og Qualcomm örgjörvinn tryggir hraða vinnslu. Hún er einnig með flotta myndavél sem er tilvalin til þess að taka myndir af barnabörnunum. Sjá Galaxy Tab 7 á elko.is.


Nedis stækkunargler með ljósi

Er léttur og meðfærilegur lampi með stækkunargleri sem getur hjálpað til við lestur, prjónaskap eða aðra hluti sem krefjast þess að það þarf að sjá vel til. Sjá Nedis stækkunargler á elko.is.


Nedis þráðlaus veðurstöð

Frábær þráðlaus veðurstöð með stórum skjá. Veðurstöðin sýnir upplýsingar um veður og rakastig. Hún er einnig með innbyggða vekjaraklukku og gefur upplýsingar um sólarupprás í yfir 150 borgum í Evrópu. Sjá úrvalið af veðurstöðvum hér.


Nespresso Citiz

Kaffivélin er sjálfvirk hylkjavél sem hellir upp á gæða bolla hverju sinni. Hún er auðveld í notkun og hægt er að stilla magn hvers bolla fyrir sig. Hægt er að velja tugi mismunandi kaffitegunda frá mismunandi framleiðendum. Þannig að nú þarf hver og einn að finna sinn draumabolla. Sjá Nespresso Citiz hér.


Standur fyrir Nespresso hylki

Nespresso hylkjastandur frá Nordic Quality sem heldur allt að 40 hylkjum. Sniðug leið til að geyma hylkinn nálægt kaffivélinni. Sjá á elko.is.


Duux lofthreinsitæki

Fáðu þér Duux Sphere lofthreinsitæki til að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu eða á skrifstofunni. Duux Sphere hreinsar loftið í rými sem er allt að 10 fm. Stílhrein og samþjöppuð hönnun og tækið er með virka kolasíu, HEPA síu og innbyggðan ilmdreifara. Skoða öll lofthreinsitæki.


Electrolux uppþvottavél með comfort lift tækni

Með þessari frábæru uppþvottavél frá Elextrolux verður leirtauið ávallt hreint. Uppþvottavélin er með 8 þvottakerfi og 4 hitastillingar. Auk þess er hún með ComfortLift tækni sem gerir það auðveldara að raða í og taka úr vélinni og AirDry tækni. Sjá Electrolux uppþvottavél EEC87305L á elko.is.


Sony DAB+ ferðaútvarp XDR-S41D

Þetta Sony XDR-S41D er lítið og nett ferðaútvarp sem er einfalt í notkun. Það er með góðum hljóm og hægt er stilla inn á það fimm stöðvar þannig auðvelt sé að velja milli stöðva. Útvarpið gengur bæði fyrir snúru og rafhlöðum sem endast í allt að 26 klst. Sjá Sony DAB+ útvarpið hér.


Doro PhoneEasy 312CS heimasími

Einfaldur heimasími frá Doro með stórum tökkum og númerabirti og minni fyrir 30 númer. Skoða alla heimasíma á elko.is.


Beurer blóðþrýstingsmælir f/úlnlið

Beurer blóðþrýstingsmælir sem er einfaldur í notkun og tilvalinn til þess að taka með sér hvert sem er. Hann hentar fyrir 14-19,5 cm úlnliði og sýnir meðaltal mælinga og er með hjartaflökts viðvörun. Skoða alla blóðþrýstingsmæla á elko.is.

Beldray Airgility skaftryksuga 2-in-1

Þráðlaus ryksuga frá Beldray sem hægt er að taka skaftið af og nota einnig sem handryksugu. Með allt að 40 mínútna rafhlöðuendingu.
Skoða nánar á elko.is.


Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.