Gjafalistar Hugmyndir

Jólagjafir fyrir ömmu og afa

18.11.2022

Hver vill ekki gera vel við ömmu og afa? Það getur oft reynst erfitt að velja jólagjafir fyrir þau en hér má finna nokkrar hugmyndir sem gætu hugsanlega fallið vel í kramið.


Sennheiser HD 350 þráðlaus heyrnartól

Þráðlausu HD350BT heyrnartólin frá Sennheiser sitja þægilega á höfði og eru með lokuðu baki sem færir þig nær tónlistinni. aptX Low Latency og AAC hljóðkóðun sem veitir Hi-Fi hljóm með góðum, kviklegum bassa. Sennheiser Smart Control snjallforritið hjálpar þér svo að stilla heyrnartólin og hljóminn alveg eftir þínu höfði auk þess veitir forritið upplýsingar um rafhlöðuendingu, hugbúnaðaruppfærslur og sérstakar stillingar til að hlusta á streymisveitur. Allt að 30 klst. rafhlöðuending. Sjá nánar á elko.is


Denver Frameo stafrænn myndarammi

Stafrænir myndarammar frá Denver er sniðug lausn til þess að hafa myndir af fjölskyldumeðlimum en geta skipt út reglulega eða birt margar í fyrirfram ákveðnum myndalista. Taktu mynd og með WiFi myndarammanum og Frameo snjallforritinu er þér kleift að birta myndina og skrifa skilaboð sem birtist bæði í rammanum hvar sem þú ert. Myndaramminn kemur í tveimur litum. Sjá nánar á elko.is


Sony DAB+ ferðaútvarp

Lítið og nett ferðaútvarp með góðum hljóm sem er auk þess hægt að nota sem útvarpsvekjara. Hægt er að nota útvarpið hvar sem er þar sem það gengur bæði fyrir snúru eða rafhlöðum sem endist í allt að 26 klst. Hægt að vista 5 rásir til að einfalda það að finna þær. Einfaldur LDC skjár. Hægt er að tengja heyrnartól við útvarpið til þess að geta hlustað á án truflana. Sjá nánar á elko.is


Mjúk og hlý hitateppi 

Þægilegt hitateppi til að hita rúm á köldum vetrarnóttum eða til að hafa yfir sér í kósý yfir sjónvarpinu. Þvoanleg og slökkva sjálfkrafa á sér eftir einhvern tíma. Nokkrar gerðir hitateppa í boði. Sjá nánar á elko.is


Nespresso Essenza Mini hylkjakaffivél

Kaffivélin er sjálfvirk hylkjavél sem hellir upp á gæða bolla hverju sinni. Hún er auðveld í notkun og hægt er að stilla magn hvers bolla fyrir sig. Hægt er að velja tugi mismunandi kaffitegunda frá mismunandi framleiðendum. Sjá nánar á elko.is


Beurer fótavermir með nuddi 

Beurer nudd og hitatækið er fullkomið fyrir þreytta fætur. Hentar öllum fótastærðum. Hægt er að stilla hita og nudd hvort í sínu lagi.  Slekkur sjálfkrafa á sér eftir ca. 90 mínútur. Þvoanlegt áklæði. Sjá nánar á elko.is


Beurer Shiatsu nuddbelti

Einfalt en öflugt nuddbelti með ljósi og hita frá Beurer. Alhliða nudd fyrir axlir, háls, bak og fætur. Sjálfvirkur slökkvari. Beltið er með 3 hraðastillingum og hitastillingu, eða varmastillingu réttara sagt því hitinn er mildur en hjálpar mikið til við að mýkja upp svæðin sem eru nudduð. 8 shiatsu nuddhausar og geta þeir snúist í báðar áttir. Sjá nánar á elko.is


Wasgij púsluspil

Skemmtilegt og óhefðbundið 1000 bita púsluspil. Kassinn sýnir ekki lokaútkomu heldur gefur hann vísbendingu um hana. Þar er ákveðin atburðarás í farvegi og púslaða púslið sýnir hvað gerist í næstu andrá. Leysa verður gátuna með ímyndunaraflið að vopni. Wasgij púslin eru geysivinsæl um heim allan og skyldueign á heimili metnaðarfullra púslara! Sjá öll púsl á elko.is


Roborock E5 ryksuguvélmenni

Roborock E5 þrífur gólfið á skilvirkan máta. Hver hreyfing er nákvæmlega reiknuð með fjölda nema. Í samvinnu við kortlagningu og hindranir lætur hún þig vita hvað hún er búin að þrífa og hversu mikið er eftir. Notaðu snjallforritið til að setja upp áætlun fyrir mismunandi daga og jafnvel sogkraftsstig. Með tveimur innbyggðum hallamælum, OpticEye laser og LED hreyfiskynjurum og stuðara, getur E5 ryksuguvélmennið numið hreyfingar, herbergismörk og hindranir. Hún veit alltaf hvar hún hefur verið og reiknar út hvert hún þarf að fara. Sjá nánar á elko.is


SmartTag staðsetningartæki

Galaxy SmartTag léttir áhyggur og gerir lífið einfaldara. Fylgstu með því sem þér þykir vænt um á ferðnni eða finndu bíllyklana á bak við sófann. Með Galaxy Find Network geturðu auðveldlega fundið týnda hluti í allt að 120 metra fjarlægð. Þú getur einnig stjórnað ýmsum snjalltækjum með hnappinum og SmartThings snjallforritinu. Galaxy SmartTag er einungis samhæft Samsung Galaxy snjallsímum og spjaldtölvum með Android 8.0 eða nýlegra. Sjá alla staðsetningarnema á elko.is


Beurer þreföld nuddrúlla

Nuddrúllan frá Beurer sem endurnýjar virkni mismunandi vöðvahópa. Boltinn er með innbyggðan titring til að hámarka virkni sem losar um vöðvaspennu enn betur en hefðbundnar nuddrúllur. 3 nuddstillingar og auðvelt að þrífa. Skoða Beurer nuddtæki á elko.is


Beurer HK49 hitabelti

Beurer hitabeltið er fyrir maga og bak. Beltið er úr flísi og er dúnmjúkt, andar vel og teygjan heldur vel að. Það eru þrjár hitastillingar þannig að hver og einn getur fundið notalegan hita fyrir sig sem slakar vel á vöðvum. Þrjár hitastillingar og sjálfvirkur slökkvari. Sjá nánar á elko.is


Nedis lofthreinsitæki fyrir allt að 20m2

Nedis lofthreinsitæki sér til þess að halda loftinu sem þú andar að þér hreinu og fjarlægir allt að 99,99% agna í lofti með HEPA síu. Einnig er innbyggð jónun í lofthreinsitækinu sem tryggir að rykmaurar og önnur óhreinindi falli til jarðar frekar en að svífa um í loftinu. Með þremur hraðastillingum og hljóðlátri næturstillingu. Sjá nánar á elko.is


Beurer ilmolílampi

Ilmolíulampar hentar vel inn á heimili til að gefa notalegt andrúmsloft og draga úr þurrki. Lamparnir dreifa ilmolíunni sem best og sporna við þurrum augum og vörum. Hægt er að breyta litum á tækinu að vild. Auðvelt í þrifum. Sjá alla ilmolíulampa á elko.is


Beurer dagsbirtulampi

Stílhreint og fyrirferðalítið orkuljós á stærð við litla spjaldtölvu. Auðvelt að finna stað fyrir það annaðhvort á fætinum sem fylgir, eða með því að hengja það, eftir hentugleika. Gott að eiga í skammdeginu til að lífga upp á heimilið og hressa sig við. LED perur sem gefa frá sér birtu sem líkir við sólarljósi – án skaðlegu UV geislanna. Sjá nánar á elko.is


Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.