Hugmyndir

Kremkennd vegan blómkálssúpa að hætti ANOVA

27.09.2017

Einn af fjölmörgum dásamlegu kostum ANOVA er hversu auðvelt það er að útbúa hollan og góðan mat með lítilli fyrirhöfn.

Það er stór misskilningur þegar fólk telur að ANOVA og sous vide yfirhöfuð henti aðeins kjötunnendum. Möguleikarnir eru endalausir þegar kemur að sous vide.

Hér ætla ég að deila uppskrift að gómsætri blómkálssúpu og hentar hún þeim sem eru vegan. Þessi uppskrift nægir 4 skömmtum og tekur í kring um klukkutíma að matreiða hana með eldunartímanum.

Byrjaðu á að forhita vatnið á 88°c.

Það er þú þarft:

  • 1 meðalstór blómkálshaus – niðurskorinn
  • ½ laukur – niðurskorinn
  • ¼ cashew hnetur
  • 4 hvítlausgeirar
  • ½ avocadó
  • 4 bollar vatn (mæli með því að leysa upp grænmetiskraft í vatninu annars þarftu að krydda eftir smekk)
  • Salt og pipar eftir smekk
  • 2 msk ólífuolía til skreyfingar ofan á.

 

Aðferð:

Settu öll hráefnin nema avocadó, vatnið og ólífuolíuna í poka og hristu. Lofttæmdu pokann eins og þú getur og leggðu hann í vatnið þar sem grænmetið fær að mýkjast í klukkutíma. Þegar klukkutími er liðinn skalltu setja vatnið í blandara ásamt avocadóinu og bættu svo grænmetinu úr pokanum við. Maukaðu allt saman, settu í skálar og skreyttu með dreitil af ólívuolíu.
Súpan getur verið framreidd bæði heit og köld.

Njóttu!

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.