Hugmyndir

Ljúffengt engifer-límónaði með sódavatni

26.09.2017

Þessi frískandi drykkur slær í gegn við öll tilefni. Hann rennur vel niður og er meinhollur í þokkabót! Þú ert enga stund að hræra í svona.

Þú þarft:

  • 1L Sódavatn
  • 1-2 tappa af Sodastream Natural sítrónu bragðefni (fæst í ELKO)
  • 4 Sítrónur
  • 1 bút engifer (eftir smekk)
  • Smá sítrónubörk eða myntulauf til skrauts og bragðbætis
  • Klaka

Aðferð:

  • Útbúðu sódavatn með SodaStream tækinu þínu
  • Kreistu 3 sítrónur í stóra könnu
  • Skerðu fjórðu sítrónuna í sneiðar bættu við út í könnuna
  • Rífðu engiferbútinn ofan í könnuna
  • Helltu nú sódavatninu í könnuna
  • Bættu við 1-2 töppum af náttúrulega sítrónu bragðefninu
  • Skreyttu að vild með sítrónuberki og myntulaufum

Njóttu!

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.