Fréttir

Öryggistilkynning frá framleiðanda – BlendJet

23.01.2024

Öryggistilkynning frá framleiðanda fyrir BlendJet 2 ferðablandara. Hugsanleg innköllun.

Vörunúmer:
310220, 310221, 310222, 310223


Ánægja, öryggi og traust viðskiptavina skiptir ELKO miklu máli eins og segir í stefnu ELKO „það sem skiptir þig máli skiptir okkur máli“. Af þeirri ástæðu hyggst ELKO með bréfi þessu vekja athygli á öryggistilkynningu frá framleiðanda ferðablandara sem ELKO hafði í endursölu í skamman tíma árið 2023 undir vöruheitinu BlendJet. Nánar tiltekið vörunúmer: 310220, 310221, 310222 og 310223. Er þetta gert í samráði við Húsnæðisog mannvirkjastofnun (HMS) og framleiðanda vörunnar (BlendJet).

Í tilkynningu á heimasíðu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunnar: „Möguleg slysa- og brunahætta af ferðablöndurum frá BlendJet“ á hms.is eru nánari upplýsingar og leiðbeiningar um hvernig á að kanna hvort tæki sem skráður kaupandi er með falli undir innköllun. Athugið að innköllunin nær einungis til ákveðinna raðnúmera.

Úrlausn mun fara fram í gegnum framleiðanda og mun framleiðandi senda viðskiptavinum nýjan botn og lok (e. base and lid). Ef einhver vandamál kunna að koma upp varðandi athugun á hvort tæki falli undir innköllunina aðstoðar starfsfólk þjónustudeilda ELKO viðskiptavini með ánægju.

Vinsamlegast sláið inn raðnúmer tækis á þessari síðu til að sjá hvort innköllun á við þína vöru
snlookup.blendjet.com

Nánari upplýsingar frá framleiðanda:
blendjet.com/safetyandrecall

Frétt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunnar:
hms.is/frettir/moguleg-slysa–og-brunahætta-blendjet

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.