Hugmyndir

Raftæki sem er gott að eiga á barnaheimilum

20.01.2023

Við tókum saman nokkur raftæki og vörur sem gott er að eiga á heimilinu fyrir barnafjölskyldur til að auðvelda heimilislífið.

Roborock S7 ryksuguvélmenni

Ryksuguvélmennið fer á stjá eftir kaffi- og matartíma og getur séð um mylsnuna sem dettur niður á gólfið. Einnig er gott að láta hana af stað þegar leikskólasandurinn hefur tekið yfir forstofuna. Sjá nánar hér.

Shark gufumoppa Klik n´Flip

Eftir að ryksuguvélmennið hefur farið um öll gólf og tekið upp alla mylsnu og sand þá er gott að fara yfir gólfin á kvöldin með öflugri gufumoppu. Hún er mjög þægileg í notkun og hægt er að fjarlægja erfiða bletti með gufuskoti. Sjá nánar hér.

Electrolux Well S7 gluggaþvottasett

Það er gott að eiga gluggaþvottasettið á kantinum þegar litlir puttar fara á stjá í gluggakistunni og setja fingraför út um allann gluggann eða jafnvel glerhurðar. Gluggaskafan er endurhlaðanleg, rispar ekki gluggana og er með allt að 60 min. rafhlöðuendingu. Sjá nánar hér.

ADAX skóþurrkari með 4 börkum

Börn detta alltaf „óvart“ ofan í polla eða læki og skórnir þeirra verða alltaf rennandi blautir í kjölfarið. Þetta gæti reynst hvimleitt vandamál, sérstaklega ef þetta er að gerast oft. Það er því gott að geta þurrkað skónna og hvað þá ef það eru fleiri börn á heimilinu sem enda óvart með blauta skó líka. Skóþurrkarinn hentar nefnilega einstaklega vel fyrir tvö pör hverju skipti. Sjá nánar hér.


Nilfisk Quick handryksuga

Auðvelt er að nota handryksugana til þess að hreinsa úr bílsætunum eða bílstólunum eftir langferðir eða bara sófanum heima eftir kósýkvöld. Nilfisk Quick handryksugan er með 15 mínútna rafhlöðuendingu og 0,6 lítra íláti og því einstaklega hentug til þess að ryksuga upp smávæginlega hluti í flýti. Sjá nánar hér.

Bissell Stain Eraser þráðlaus blettahreinsir

Bissel Stain Eraser er hentugur þráðlaus blettahreinsir og gerir það auðvelt er að fjarlægja bletti hvar og hvenær sem er. Það er nefnilega þannig að slysin gerast oft á barnaheimilum, hvort sem einhver hellir niður, það kemur pissuslys eða jafnvel veikindi. Blettahreinsirinn er með 15 mínútna rafhlöðuendingu. Sjá nánar hér.

Bissell MultiClean blettahreinsir

Þessi blettahreinsir er með stærri vatnstank og hentar því betur fyrir alþrif á sófa eða bíl og fjarlægir óhreinindi og bletti með vatni. Blettahreinsirinn notar tvo fjarlæganlega vatnstanka sem auðvelt er að fylla og tæma og hann er með sérstaklega langa og sveigjanlega slöngu (2,2 metra) til að ná öllum krókum og kimum. Tveir prufuskammtar af hreinsiefni fylgja og fjórir sérhæfðir hausar með öflugum sogkrafti. Sjá nánar hér.

Electrolux þurrkskápur

Ef þú býrð svo vel að auka smá auka rými inni í þvottahúsi eða bílskúr jafnvel fyrir þurrkskáp þá er það alltaf að fara að borga sig. Settu blaut útiföt; bæði regn- og kuldagalla, skó, vettlinga og önnur útiföt eða jafnvel bara föt beint úr þvottavélinni og þurrskáðurinn þurrkar allt fljótlega og þægilega. Skápurinn tekur allt að 4kg af klæðnaði og er með hitastig frá 30-70°. 6 hankar á þremur hæðum sem gerir pláss fyrir nóg af fötum. Hægt er að tímastilla þurrkunina upp að allt að 4 klst. Sjá nánar hér.

Neno Medic stafrænn hitamælir

Það er mikill kostur að eiga stafrænan hitamæli sem mælir ennis- og yfirborðshitastig á einungis nokkrum sekúndum. Mælirinn geymir 34 mælingar í minni og það er því auðvelt að fylgjast með hitanum hvort hann sé að fara upp eða niður. Mælirinn varar einnig við htaeinkennum. Neno Medic hitamælirinn notar þrjá mismunandi liti til þess að láta vita ef einkenni finnast. Gulur þýðir merki um hita og rauður litur þýðir að hita einkenni séu mikil. Mælinn er einnig hægt að nota til þess að mæla önnur yfirborð, til dæmis baðvatn eða mat og mjólk. Sjá nánar hér.

Rörets þvottaskjóður (3 stk í pakka)

Þvottaskjóður í mismunandi stærðum sem nýtast fyrir viðkvæman þvott eða sokka og lokast allir með rennilás. Góð ábending er að kaupa þvottaskjóðu fyrir hvern fjölskyldumeðlim á heimilinu. Þannig er hægt að setja óhrein sokkapör saman í þvott svo sokkarnir haldist sem par. Þá er einnig auðveldara að finna par og brjóta þá saman. Lausn sem hentar einstaklega vel fyrir margra barna heimili. Sjá nánar hér.

Clatronic hnökravél

Hnökravélin er lítil og nett og eykur líftíma á flíkum og vefnaði. Auðvelt í notkun til þess að laga til dæmis peysur eða teppi. Hnökravélin inniheldur þrefaldan hníf sem, á einfaldan máta, sker í burtu hnökra af flíkum. Vélin hentar vel fyrir ull, bómull, gerviefni og fleira. Sjá nánar hér.

Philips 8000 Series gufubursti

Hver kannast ekki við það að vera á hraðferð og búinn að græja öll börn en þegar það kemur að þér að klára að græja þig þá eru fötin þín smá krumpuð í skápnum en þú nennir bara alls ekki eða hefur ekki tíma til þess að vippa fram straubrettinu og straujárninu. Með því að notast við gufubursta þá er hægt að fríska upp á fötin með 60 sekúndna upphitunartíma. Einfalt að henda flíkinni á herðatré og gufa rétt áður en maður þarf að hlaupa af stað. Þessi gufubursti er í raun 2-í-1 tæki þar sem hægt er að nota hann bæði lárétt og lóðrétt. Sjá nánar hér.Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.