Hugmyndir

Saltkaramellu og súkkulaði tartaletta

23.09.2017

Ég rakst á þessa uppskrift hjá Ninjakitchen og mátti til að deila henni með ykkur. Tilvalin fyrir okkur sem langar í sætan bita í notalegu haustveðri.

Það tekur um klukkustund að gera hana og uppskriftin er fyrir 4.

Það sem þú þarft:

Botninn

 • 100g glútein fríir hafrar
 • 65g brúnt rísmjöl
 • 35g kakó
 • 2 msk möndlumjólk
 • 40ml hlynsýróp
 • 50g fljótandi kókosolía
 • 40g tahini (sesam paste)

Fylling

 • 100g steinlausar döðlur
 • 1/2 tsk vanillu extract
 • 4 msk möndlusmjör
 • saltklípa

Toppurinn

 • 75gr bráðin kókosolía eða kakósmjör
 • 30ml hlynsýróp
 • 1/2 tsk vanillu extract
 • saltklípa
 • 30g kakó
 • 2 msk möndlumjólk

Til skrauts, ef vill

 • kakóknibbur
 • kókosflögur
 • það sem hugmyndaflugið hefur býður þér upp á

Aðferð

 1. Saxaðu hafrana í blandaranum þar til þeir verða að mjöli.
 2. Settu haframjölið í skál með restinni af hráefnunum fyrir botninn.
 3. Hrærðu aðeins og blandaðu svo betur saman með hreinum höndum.
 4. Taktu nú 4 lítil tartalettuform og settu smjörpappír í botninn.
 5. Skiptu deiginu í 4 parta og pressaðu þeim svo í hvert form
 6. Settu nú í frysti í 30 mín.
 7. Fyrir fyllinguna, settu öll hráefnin í blandarann og blandaðu þar til þú færð þykka karamellu (þú þarft eflaust að skafa með hliðunum annað slagið).
 8. Settu fyllinguna í tartaletturnar og losaðu þær varlega úr mótunum.
 9. Settu þær aftur í fyrstinn.
 10. Blandaðu nú saman öllum hráefnunum fyrir toppinn og leyfðu því að hvíla í 5 mínútur.
 11. Smyrðu nú toppnum á tartaletturnar.
 12. Skreyttu að vild.

Njóttu!

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.