Fróðleikur

Samsung Galaxy S21 FE

4.01.2022

Sími sem er hannaður af aðdáendum fyrir aðdáendur. Við kynnum til leiks nýjasta meðlim S21 fjölskyldunnar, S21 FE 5G. Samsung tók það sem aðdáendur elska mest við S21 og settu saman FE útgáfu af símanum.  Ofur hraður örgjörvi? Jebb.  Pró myndavél? Auðvitað.

FE stendur fyrir Fan Edition.


Hannaður til að ná athygli.

Síminn er fáanlegur i fjórum flottum litum. Frá hlutlausum svörtum og hvítum til tísku litana frá Samsung, Ólífu grænn og Lavender fjólublár.  Þú finnur lit sem hentar þínum persónuleika.

Ekkert annað en mjúkar hreyfingar

120Hz skjár tryggir mjúkar hreyfingar – þumalputtinn þinn mun þakka þér. Að vafra og skrolla verður leikur einn líkt og leikjaspilun í Game Mode.

Stór skjár en samt nettur

Stór skjár sem er þó nógu lítill til að halda á í einni hendi án vandræða. Galaxy S21 FE er með 6,4‘‘Dynamic AMOLED 2X skjá sem skilar frábærum litum og birtu, líka í sterku sólarljósi.


Myndavélin

Gerðu allar myndir epískar

Galaxy S21 FE Pro-Grande myndavélin skilar frábærum myndgæðum, tekur myndir í bestu gæðum og myndbönd sem sýna öll smáatriðin.

  • 12Mpix Ultra Wide myndavél
  • 12Mpix Wide- Angle myndavél
  • 8Mpix Telephoto myndavél
  • 32Mpix Selfie myndavél

Director’s View

Galaxy S21 FE gerir þig að leikstjóra myndanna þinna. Þegar þú tekur mynd er hægt að sjá það sem allar myndavélarnar sjá, velja flottasta sjónarhornið og búa til fagmannleg myndbönd, tilbúin fyrir samskiptamiðla á augabragði. Einnig er hægt að skipta á milli aðalmyndavélarinnar og sjálfumyndavélarinnar eða bæði á sama tíma í myndskeiði.

Þú myndast vel í kvöld og öll kvöld

Fylltu Instagram vegginn þinn af myndum sem eru teknar á kvöldin – með 32Mpix sjálfumyndavél getur þú náð fallegri mynd af þér, jafnvel þó að kvöldlýsing sé léleg. AI multi-frame örgjörvin dregur fram meiri smáatriði og liti, svo myndir sýna meira af þér og minna af óskýrum pixlum (e. Noise).


Ofur-hraður, ofur-kröftugur

Örgjörvi sem vinnur vel, svo þú getur leikið þér meira. Örgjörvin vinnur vel með hugbúnaði símans sem tryggir skilvirkni og kraft, svo þú getur til dæmis spilað kröfuharða leiki í símanum eins og aldrei áður.

Segðu bless við rafhlöðustress

4500mAh rafhlaðan virkar vel með orkusparneytnum skjá og örgjörva svo hún endist allan daginn, líka þegar þú hefur kveikt á 5G.  Svo þú getur horft á uppáhalds þáttaröðina þína og skoðaðu nýjustu sögurnar á Instagram, bara það sem hentar þér.

Segðu bæ við sprungur. Hæ og húrra fyrir sterkari skjá.

Úpps er ekki ennþá hluti af orðaforðanum þínum með Gorilla Glass Victus, sterkasta glerið á Samsung Galaxy snjallsímum.



Galaxy Ecosystem

Betri saman

Samsung Galaxy fjölskyldan vinnur vel saman. Þegar þú átt Galaxy síma tengist hann á auðveldlega máta við aðrar Galaxy vörur eins og Buds og Watch.

Það er auðvelt að skipta yfir í nýjan Galaxy snjallsíma með Smart Switch.

Hver er munurinn á S21 og S21 FE?

Samanburður á Samsung Galaxy S21 FE, S21 og S21+


Smelltu hér til að skoða alla Galaxy S21 FE snjallsíma og aukahluti.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.