Fróðleikur

Samsung Galaxy Watch 5

22.08.2022

Samsung Galaxy Watch5 er tilvalið úr fyrir þá sem þurfa bæði kröftugt og endingargott úr. Úrið er útbúið einstaklega skýrum Super AMOLED snertiskjá sem er auðvelt að nota í hvaða ljósskilyrðum sem er. Exynos örgjörvi veitir úrinu áreiðanlega virkni og öflug rafhlaða veitir Watch5 úrinu allt að 50 klukkustunda endingu og Watch5 Pro allt að 80 klukkustunda endingu.

Nýtt! Nú getur þú borgað með úrinu. Watch5 og Watch4 eru með Wear OS stýrikerfi sem bjóða upp á Google Wallet. Sjá neðst í blogginu nánari upplýsingar um það.


Fylgstu með heilsunni allan sólahringinn

Samsung Galaxy Watch5 er stútfullt af frábærum eiginleikum fyrir íþróttir og líkamsrækt. Úrið fylgist með ræktarplaninu þínu, svefni, hjartslætti, hreyfingu og kemur með innbyggðum lífstílsþjálfa. Auðvelt er að fylgjast með svefn og streitu og með sjálfvirkum æfingamæli sér úrið til þess að þú beitir þér rétt og hvílir þig vel. Með Daily Activity Goal getur þú sett þér dagleg markmið og haldið þér þannig á beinu brautinni.

Svefnmæling

Mælir svefninn frá A til Zzzzz

Þekktu svefninn þinn með bættri svefnmælingu. Skipuleggðu háttatímann þinn, fylgstu með hrotum, skildu og fylgstu með svefnstigum þínum (vakandi, laus svefn, djúp svefn, REM) með 8 dýra svefntáknum sem tákna svefntegund þína. Betri svefn = betri dagar.

Bioactive sensor

Fylgstu með hjartanu

Öflugur 3-í-1 Samsung BioActive skynjari stjórnar þremur heilsuskynjurum á áhrifaríkan máta. BIA greiningarnemi, ECG hjartsláttarnemi og HR púlsmælir.

BIA

BIA stendur fyrir Bioelectrical Impedance Analysis eða á Íslensku „Líkamsrafbylgju mæling“. Það mælir fituprósentu og vöðvamassa líkamans með því að senda rafbylgjur um líkama og reikna út dreifingu og mótstöðu sem rafbylgjurnar senda frá sér.

Sjá nánari upplýsngar um heilsufarsmælingar í Samsung úrum hér.

ECG

Galaxy Watch mælir hjartsláttartíðnina og metur niðurstöðurnar með tilliti til óreglulegs hjartsláttar og tilkynnir þér niðurstöður samkvæmt því.

Krafa um Samsung Health forritið útgáfu 6.22.1 eða nýrra. Galaxy Watch5 er hægt að para við Galaxy síma með Android 8.0 eða nýrra stýrikerfi.

Púlsmælir

Fylgstu með hjartslætti og blóðþrýstingi til að fylgjast með hjarta- og æðaheilbrigði. Blóðþrýstings- og hjartalínuritsgögn eru sjálfkrafa vistuð í símanum þínum svo þú getir nálgast gögnin og haft umsjón með þeim með auðveldum hætti.

Sjá nánari upplýsngar um heilsufarsmælingar í Samsung úrum hér.

Ætlar þú að hreyfa þig? Úrið þitt telur skrefin þín, hitaeiningar og jafnvel venjur þínar. Það styður meira að segja yfir 90 æfingar sem þú getur fylgst með af úrinu þínu.


Hönnun

Galaxy Watch5 er stílhreint hringlaga úr fáanlegt í nokkrum stærðum. Á hlið úrsins eru tveir hnappar. Úrið er útbúið ál ramma. Skjárinn á úrinu er Sapphire Crystal sem betri vörn gegn rispum. Með úrinu kemur þægileg og létt sílíkon ól.

Snertiskjár

1,2″ Super AMOLED skjárinn á Galaxy Watch5 40mm er með 396 x 396 pixla upplausn og býður upp á Always-On-Display valmöguleika.

44mm útgáfan af Watch5 og Watch5 Pro 45mm eru með 1,4“ skjá með 450×450 pixla upplausn.

Settu þinn svip á úrið

Hefðbundið eða stafræn?, gamla dags eða nútímaleg? Veldu þitt útlit til að hjálpa þér að takast á við daginn. Veldu úr klassískum útlitum eða notaðu stóra ‘Watch Face’ bankann.

Sterkbyggt

Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af úrinu þegar að ferðast er á vit ævintýranna. Með 5 ATM vottun stenst úrið allt að 50 metra dýpi, eða 5 bör af þrýsting. Úrið er högg- og rispuvarið ásamt því að vera vottað MIL-STD-810H og IP68.

Exynos W920 örgjörvi

Tveggja kjarna Exynos W920 örgjörvinn er með allt að 20% betri reiknigreind en forveri sinn og allt að tífalda teiknigetu.

BT og LTE útgáfur í boði

Bæði Watch5 og Watch5 Pro eru fáanlegar í bæði BT og LTE útgáfum, en hvað þýðir það fyrir notendann? BT stendur fyrir Bluetooth og þýðir að úrið tengist símanum þínum í gegnum Bluetooth og fær þannig tilkynningar og upplýsingar um símtöl og skilaboð í úrið. LTE stendur fyrir Long Term Evolution og er farsímakerfi sem þráðlaus tækni byggð á GSM/EDGE og UMTS/HSPA stöðlum sem þýðir á mannamáli að úr sem er LTE hefur möguleika á að setja SIM kort í úrið svo það getur tengst 4G/5G neti án þess að tengjast símanum þínum.

Rafhlaðan

Rafhlöðustærð í Galaxy Watch5 er mismunandi eftir stærð og útgáfum en Watch5 40mm úrið er með 284mAh rafhlöðu, 44mm útgáfan með 410mAh rafhlöðu og Watch5 Pro er með 590 mAh rafhlöðu. í Watch5 er allt að 50 klst. rafhlöðuending eftir fulla hleðslu og í Watch5 Pro er allt að 80 klst. rafhlöðuending.

Hraðhleðsla

Það tekur um 30 mínútur að fara úr 0% í 45% hleðslu. Með stærir rafhlöðu en forverar þess og hraðhleðslu ertu tilbúin/n að haldra áfram á mettíma.

Google stýrikerfi

Allt sem þú þarft, á úlnliðnum þínum. Sjálfstætt Wear OS auðveldar uppsetningu á forritum eins og Google Maps eða YouTube Music. Google Pay greiðslumöguleikinn er svo væntanlegur á Íslandi og er hægt að setja upp Google Pay í Samsung Watch5 snjallúrinu.


Borgaðu með úrinu

Samsung Galaxy Watch 4 og 5 nota Wear OS stýrikerfi frá Google og möguleiki að setja upp Google Wallet í úrið.  Google Wallet er í boði á Íslandi í gegnum Íslandsbanka, Landsbankann, Arion banka og Indó.

Til að nota Google Wallet í snjallúrinu þarftu eftirfarandi:

  • Snjallúr sem keyrir á Wear OS 2 eða nýrri útgáfu af stýrikerfinu
  • Úrið þarf að vera með NFC
  • Vera í landi þar sem Google Wallet í Wear OS er með stuðning.
  • Passa að Googel Wallet forritið er uppsett í úrinu. Ef ekki er hægt
  • að sækja það í gegnum Play Store.

Hvernig bætir þú við korti í úrið?

  • Opnaðu Google Wallet forritið í úrinu.
  • Smelltu á ‘Get started’
  • Stilltu á ‘Screen lock’ ef þú hefur ekki gert það nú þegar.
  • Opnaðu snjallsímanum þinn og fylgdu leiðbeiningum til að bæta við kredit- eða debitkorti.
  • Nú ætti kortið að birtast í snjallúrinu þínu.

Ef þú bætir við korti í Google Wallet í úrinu þarftu ekki símann til að borga


Hvað er í kassanum?

Samsung Galaxy Watch5 og Watch5 Pro koma í nettum kassa þar sem í honum er úrið, þráðlaus hleðsla og einfaldar leiðbeiningar fyrir uppsetningu. Hér fyrir neðan er Unboxing myndband frá Samsung.


Watch5 Pro

Hver er helsti munur á milli Watch5 og Watch5 Pro?

Watch5 serían inniheldur nokkrar útgáfur af Galaxy Watch5 ásamt Watch5 Pro. Pro úrið er með 45mm ól og 590mAh rafhlöðu sem gefur allt að 80 klst endingu. Skjárinn á Pro er 1,4“ og úrið er útbúið títaníum ramma sem nær uppfyrir skjáinn.

Samanburður

Smelltu hér til að skoða Samsung Galaxy Watch5 á elko.is.


Samsung Galaxy fjölskyldan

Betra saman

Velkomin á stærri og skemmtilegri heim. Samsung Galaxy fjölskyldan er hönnuð til að gera líf þitt auðveldara, og gera allt skemmtilegt. Nýttu þér einfaldleikann við að tengja saman Galaxy vörurnar og auka þannig framleiðni og sköpunargáfu þína.  Gerðu það sem þú vilt, óaðfinnanlega, vel og auðveldlega.

Smelltu hér til að skoða allar Samsung Galaxy vörurnar.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.