Fróðleikur

Samsung Galaxy Watch4

3.01.2022

Samsung Galaxy Watch4 og Watch4 Classic snjallúrin eru með klassískri og einfaldri hönnun og því tímalaus í útliti. Úrin eru úr ryðfríu stáli með léttri sílikon ól og hægt er að hanna stíl úrsins með því að breyta mynd á skjá. Úrin koma í nokkrum litum og stærðum; 40 mm, 42 mm, 44mm og 46 mm. Skoðaðu úrvalið hér.

Snjallúrin eru með nýju stýrikerfi Google Wear OS sem er keyrt í gegnum Samsung og styður því vel við Android síma og samþættir við þjónustur Google eins og Google Pay, Google Play Store og Google Maps. Með forritum eins og SmartThings og SmartFind getur þú stjórnað tengdum tækjum og fundið tæki sem týnast í gegnum úrið.  Snjallúrin virka þannig að þú getur átt í samskiptum, hlustað á tónlist og fengið aðstoð við hagnýt verkefni.


Snertiskjár

Samsung Galaxy Watch4 er með 1,2 tommu Super AMOLED snertiskjá með 396 x 396 pixla upplausn. Snertiskjárinn er þakinn Gorilla Glass DX + fyrir hámarksvörn og þægilega notkun. Snúningsrammi og tveir sérstakir hnappar tryggja mikla notkun.


Þjálfun og hreyfing

Samsung Galaxy Watch4 er fullt af frábærum eiginleikum fyrir íþróttir og líkamsrækt og því hinn fullkomni æfingafélagi. Með notkun forrita í úrunum færðu aukin aðgang að fjölda nýrra eiginleika og forrita er kemur að daglegri hreyfingu og heilsu.  Úrið fylgist með hreyfingunni þinni, svefni, hjartslætti og er með innbyggðum lífstílsþjálfa. Settu þér dagleg markmið með Daily Activity Goal til að halda þér á réttri braut og hámarka árangur. Með sjálfvirkum æfingamæli sér úrið til þess að þú beitir þér rétt og hvílir þig vel. Þú getur einnig fylgst betur með lengd og gæðum svefns og streitu á einfaldan máta. Aðgerðirnar fyrir svefn og streitustjórnun tryggja að þú haldist í besta mögulega formi, en tryggir líka að þú hvílir þig og ert heilbrigður. Úrið er með innbyggðum BIA skynjara sem mælir líkamsbyggingu, ECG vottun sem stendur fyrir hjartsláttartíðni og mælir einnig púls og súrefnismettun. Lestu meira um ECG hér.

Sterkbyggt

Með 5 ATM vottun stenst úrið að vera við 50 metra dýpi, eða við 5 ATM þrýsting. Úrið er einnig höggvarið og er með bæði MIL-STD-810G og IP68 vottun.


Öflugt

Tveggja kjarna Exynos W920 örgjörvi er með 20% betri reiknigreind en forveri sinn og 10 sinnum betri teiknigetu. Exynos W920 örgjörvi veitir bæði langa rafhlöðu en  úrin eru með allt að 40 klst. rafhlöðuendingu.


Tengimöguleikar

Hægt er að tengjast símanum þínum í gegnum Bluetooth eða í gegnum eSIM þó þú gleymir símanum þínum heima. LTE útgáfan af Samsung Galaxy Watch4 Classic helst tengt við umheiminn með eSIM korti. Þannig er hægt að taka við símtölum og hringja í aðra án snjallsímans. Samsung Galaxy Watch4 er með GPS staðsetningartækni, Bluetooth 5.0, WiFi og NFC tengingu. Hægt er að hlusta á Spotify án símans, vistaðu Spotify lagalistann þinn í úrinu og tengdu svo heyrnartól við úrið í gegnum Bluetooth.

Verð og upplýsingar varðandi úrin er að finna hér

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.