Fróðleikur

Skelltu þessu í frystinn áður en það skemmist!

2.10.2018

Við leyfum yfirleitt allt of miklu í ísskápnum og eldhúsinu að fara til spillis. Með mikilli vitundarvakningu á matarsóun undanfarin misseri hefur maður farið að endurhugsa skipulagið og innkaupin.

Stundum kemst maður þó ekki hjá því að kaupa of mikið inn í einu, stórar pakkningar, ódýr magnkaup, stórinnkaup einu sinni í viku, freistingar, stundarbrjálæði, fæðuátak sem stenst í 2 daga og fleira gera það að verkum.

Til að koma í veg fyrir að matur skemmist skaltu reglulega (lesist allavega vikulega) gera tiltekt í ísskápnum og skápunum.

  • Raðaðu ávallt því nýjasta innst og elda fremst
  • Farðu yfir það sem þú í vafa með.
  • Settu allt upp á bekk sem þú telur að muni skemmast fljótlega eða ekki vera borðað.
  • Horfðu á stóra samhengið og athugaðu hvort þú getir matreitt úr þessu eitthvað eins og súpu, pizzu, lasagna, grýtu  eða eitthvað. (Auðvitað má bæta við öðru sem til er á heimilinu þótt það sé ekki á tæpasta vaði)
  • Ef já, nýttu þá tækifærið og útbúðu eitthvað sniðugt. Ef ætlunin er ekki að hafa þetta í matinn er gott að skammta máltíðinni niður og frysta. Þá áttu þarna til eitthvað sáraeinfalt til að hita síðar meir.
  • Ef þú getur ekki nýtt afgangana í máltíð skaltu flokka þetta niður og setja í frysti ef má.
  • Það má setja ost, smjör, heimalagaðar sósur, soð,  grænmeti, ávexti , hvítlauk, chili og fleira í frysti. Þá er gott að gera það tilbúið fyrir næstu not. Sneiddu eða skerðu niður, taktu allt flus, steina og hýði burt og frystu í litlum skömmtum.
  • Það er sniðugt að frysta endastykkin af osti og rífa yfir pizzu síðar, en það er mjög auðvelt að rífa endastykkið þegar það er frosið.

Smelltu hér til að skoða úrval af frystikistum og frystiskápum.

Oft verða bestu pizzurnar til úr afgöngum

Ekki er verra að eiga góðan pottrétt í frysti til að hita upp á vetrarkvöldi.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.