Hugmyndir

Smákökur með hvítum súkkulaðibitum

27.11.2017

Smákökur með hvítum súkkulaðibitum

Það jafnast ekkert á við góðar samverustundir með ástvinum og bakstur er tilvalið tilefni! Þessar gömlu góðu súkkulaðibitakökur eru klassískar en hér er ein skemmtileg uppskrift sem brýtur aðeins upp hefðina, ljúffengar smákökur með hvítu súkkulaði og makademíuhnetum.

Hvítar smákökur:
• 2 egg
• 5 dl hveiti
• ½ tsk lyftiduft/matarsódi?
• 2 dl púðursykur
• 1 dl sykur
• ¼ tsk salt
• 2 tsk vanillu bragðefni (dropar)
• 2 dl macadamiu hnetur
• 2 dl hvítir súkkulaðidropar
• 2 dl smjör

1. Blandaðu saman hveiti, lyftiduft/matarsóda og salt í skál.
2. Hrærðu saman smjöri og sykrinum. Bættu svo við eggjunum og vanillunni og blandaðu vel.
3. Bættu þurrefnablöndunni út í smá og smá í einu. Hrærðu varlega í á meðan.
4. Nú máttu setja súkkulaðidropana og macademíu hneturnar saman við. (Geymdu smá til að setja ofan á).
5. Settu plastfilmu yfir skálina og leyfðu þessu að jafna sig í ca. klt.
6. Forhitaðu ofninn á 165°c. Búðu til litlar kúlur úr deiginu og raðaðu jafnt á ofnplötu (gott að vera með bökunarpappír undir).
7. Þrýstu nokkrum súkkulaðidropum og makademíu hnetum á kúlurnar, það gerir þær enn girnilegri!
8. Bakaðu í 8-10 mínútur eða þar til brúnirnar eru orðnar aðeins gylltar. Miðjan á kökunum mun vera svolítið mjúk og púffuð.

Leyfðu kökunum að kólna og njótið!

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.