Fróðleikur

Snjallhitun er málið!

24.03.2021

Danfoss Ally™ er nýjasta snjallhitalausn Danfoss sem veitir þér alla bestu kosti snjallhitakerfis í einföldu og auðskildu snjallsímaforriti sem fæst í App Store eða Google Play.

Þar sem Danfoss Ally™ nýtir skýjatækni hefur þú fulla stjórn á ofnum og gólfhitakerfum sem og hitareikningnum – nánast hvaðan og hvenær sem er, hvort sem þú ert heima eða á ferðinni.

Einnig er hægt að stjórna hitakerfinu með raddstýringu þar sem Danfoss Ally™ talar við öll önnur IoT-tækin þín og tryggir þér því aukin þægindi og fullkomið hitastig innandyra.

Danfoss Ally™ er hannað til að sameina útlit og virkni. Það er græja fyrir þá tæknisinnuðu án þess að gera nokkrar málamiðlanir varðandi hönnun og þægindi.

Danfoss Ally™ er fullkomið kerfi hvort sem þú hitar upp húsið þitt með ofnum, gólfhitakerfi eða blöndu af hvoru tveggja. Í vöruframboði Danfoss Ally™ má meðal annars finna:

  • Danfoss Ally™ gátt
  • Danfoss Ally™ hitastillar
  • Samþætting við Danfoss Icon™ snjallstýringu fyrir gólfhitakerfi

Auðvelt í uppsetningu

Uppsetning á Danfoss Ally™ er sáraeinföld. Þú fylgir bara auðskildum leiðbeiningunum í Danfoss Ally™ forritinu – það tekur aðeins nokkrar mínútur! Danfoss Ally™ er samhæft við 95% af öllum ofnlokum.

Hvernig skal festa ofnstillinn

Raddstýring

Danfoss Ally™ gerir þér kleift að stjórna hitakerfinu heima hjá þér með röddinni með því að tengjast þínu stafræna aðstoðarkerfi. Með einföldum raddskipunum geturðu stillt hitann umsvifalaust ef þarfir þínar breytast.

Auðskilið notendaviðmót í snjallsímaforritinu

Danfoss Ally™ forritið er bókstaflega allt sem þú þarft til að stýra, skipuleggja og fylgjast með upphitun heimilisins þíns – hvaðan og hvenær sem er. Engin þörf á stýrieiningu – nú þarftu bara snjallsíma til að stýra og fylgjast með öllum ofnunum.

Stilla inn herbergi og hópa

Sparnaður með skipulagðri hitun

Danfoss Ally™ forritið gerir þér kleift að skipuleggja auðveldlega hitun svo hún passi við þitt daglega líf. Óviðjafnanleg nákvæmni og allt að 30% orkusparnaður. Gleymdirðu að stilla hitann áður en þú fórst að heiman? Ekkert vandamál. Með forritinu geturðu alltaf lækkað hitann ef þú bregður þér út – og hækkað hann svo aftur til að fá hlýjar móttökur þegar heim er komið. Það þarf bara nokkra smelli. Meiri þægindi. Minni kostnaður. Svo einfalt er það.

Opin forritaskil – tilbúin fyrir framtíðina

Einn plús einn er oft þrír. Danfoss Ally™ notar opin forritaskil (API) sem gera öðrum kerfum kleift að tengjast, lesa og nýta gögn – sem skapar endalausa möguleika til þess að nota vörur þriðju aðila til að búa til enn tengdari upplifun,

Vikuáætlun – setja upp og afrita

Smelltu hér til að skoða ofnstilla á elko.is.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.