Hugmyndir

Sous Vide sætar kartöflufranskar

26.01.2018

Sous Vide uppskrift fyrir franskar

Sætar kartöflufranskar eru frábærar sem meðlæti með hamborgara eða kjúklingi… eða bara ÖLLU. Hvernig væri að prófa að búa þær til heima með Sous Vide?

Hráefni:

 • 2 stórar sætar kartöflur, afhýddar og skornar í þykka strimla
 • Salt og pipar
 • Grænmetisolía fyrir steikingu (td. Repjuolía)

Aðferð:

 1. Stilltu Sous Vide tækið á 83°C
 2. Settu kartöflunar í stóran ziplock poka eða loftæmingarpoka.
 3. Settu ofan í vatnsbaðið í 45 mínútur.
 4. Þegar 10 mínútur eru eftir, undirbúðu djúpsteikningarpott með því að stilla hann á 180°C eða settu olíu á pönnu til steikingar, einnig hægt að nota airfryer.
 5. Þegar tíminn er liðin, fjarlægðu sætu kartöflurnar úr vatnsbaðinu og fjarlægðu varlega úr pokanum.
 6. Notaðu eldhúsrúllu til að þerra kartöflurnar.
 7. Steiktu franskarnar í djúpsteikingarpotti í 4 mínútur eða steiktu upp úr olíu á pönnu.
 8. Fjarlægðu franskarnar og kryddaðu með salti og pipar eftir smell. Einnig er gott að strá púðursykur yfir.
Tilvalið að bera fram með kokteilsósu eða Chili majónesi (Majónes, Siracha sósa, límónusafi og salt og pipar)
Heimild: Anova Culinary | Höfundur: Mike Castaneda
Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.