Fróðleikur

Þessi sími er algjör A sími

19.04.2022

Galaxy A53 snjallsíminn frá Samsung hefur margt að bjóða en er þó einfaldur í hönnun með myndavél sem fellur inn í bakhlið símans og mjúkar línur á hornum.

Samsung Galaxy A53 5G snjallsíminn er með glæsilegan 6,5″ Super AMOLED snertiskjá með 120 Hz endurnýjunartíðni auk 64 + 12 + 5 + 5 MP bakmyndavél sem hefur að geyma Optical Image Stabilization. Hönnunin tryggir IP67 vottun og 5000 mAh rafhlöðu með 25W hraðhleðslu en einnig Bluetooth 5.1 og Dolby Atmos stuðning.

6,5″ Infinity-O snertiskjárinn er áreiðanlegur, með 120Hz endurnýjunartíðni og státar af 2400 x 1080 pixla FHD + upplausn. Super AMOLED tækni tryggir skæra liti og djúpa svarta liti fyrir fullkomna myndupplifun.


Myndavélin

Galaxy A53 5G er með háþróaðri gervigreind verður auðveldara að taka myndir og myndbönd líkt og fagmaður. Fjórar aðalmyndavélirnar spila saman á áhrifaríkan hátt.

64 MP myndavélin tekur skýrar myndir í þótt það sé dimmt úti með f / 1.8 ljósop, Optical Image Stabilization (OIS) og sjálfvirkum fókus. 

12 MP myndavélin er með víðlinsu, f / 2.2 ljósopi sem er tilvalin til þess að taka myndir af byggingum og landslagi. Þriðja myndavélin er svo með 5 MP micro linsu sem tekur nærmyndir.

Að lokum er svo lítil 5 MP dýptar skynjari sem gefur myndunum meiri dýpt með því að gera bakgrunninn minna í fókus.

Sjálfumyndavélin hefur að geyma 32 MP linsu með f / 2.2 ljósopi og er staðsett efst framan á Infinity-O skjánum.

Með Bokeh-brellum og tvöföldum linsum fyrir dýptarmyndavél knúin gervigreind geturðu fangað eiginleikana sem gerir hvert andlit einstakt. Gerðu bakgrunninn óskýran og einbeittu þér að smáatriðunum sem láta myndina lifna við.


Rafhlaða sem endist í allt að 2 daga

Rafhlaðan er 5000 mAh sem einnig er hægt að tengja við 25W hraðhleðslu með USB-C tengi.


Alvöru kraftur

Samsung Galaxy A53 5G síminn er drifinn af Exynos 1280 átta kjarna örgjörva með tveimur háhraða (2.4 GHz) og sex orkusparandi (2.0 GHz) kjörnum. Örgjörvinn er því bæði sparneytinn en öflugur fyrir þá sem vilja spila leiki án þess að upplifa hökt í 120 Hz gæðum. 

Stefndu á sigur

Game Booster fylgir eftir leikjamynstrinu þínu til að hámarka endingu á rafhlöðu, hitastig örgjörva og nýtingu á vinnsluminni símans, en hindrar bakgrunnsvirkni og tilkynningar svo þú missir ekki einbeitinguna.


Nóg pláss fyrir skemmtileg augnablik

Galaxy A53 er með 8GB vinnsluminni og 256GB geymslupláss. Auk þess getur þú sett microSD kort í símann til að fá ennþá meira pláss, eða allt að 1TB.


Fangaðu skemmtilegustu augnablikunum þín með nýjum SnapChat síum sem eru uppfærðir reglulega í FUN MODE. Skoðaðu og finndu þitt uppáhald. Taktu myndir og deildu áfram með vinum.


Opnaðu símann með einum fingri

Auðveld leið til að opna símann og læst forrit.Með innbyggða fingrafaraskynjaranum á skjánum getur þú skráð þig inn í símann og forrit án þess að skerða öryggið.

Persónuvernd fyrir skjölin þín

Haltu persónulegum myndum, myndböndum, skrám og gögnum öruggum í Secure Folder með Samsung Knox vörn. Bættu við lykilorði eða fingrafari svo að aðeins þú hefur aðgang að gögnunum.


Áreynslulaus tenging

Auto Switching á Buds heyrnartólunum tryggir að eyrun þín heyra það sem skiptir máli.
Þegar þú ert að horfa á kvikmynd á spjaldtölvunni og símtal berst í snjallsímann þinn færðu möguleika að svara símanum í gegnum heyrnartólin. þegar þú leggur á heldur þú áfram að horfa á kvikmyndina.

Auto Switching


Samsung Galaxy A53 5G er fáanlegur í fjórum litum, hvítur, svartur, blár og feskjulitaður. Sjá nánar á elko.is.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.