Fróðleikur

Frábært WiFi á öllu heimilinu með Mesh

18.09.2018

Mesh kerfi tryggir gott og stöðugt WiFi á öllu heimilinu

Hvað er Mesh?

Mesh kerfi kemur alfarið í stað netbeinis. Þetta er kerfi sem samanstendur yfirleitt af 2-3 tækjum sem komið er fyrir á nokkrum stöðum í húsinu og er því frábær kostur fyrir stærri heimili þar sem t.d. steinsteypuveggir hindra gott WiFi.

Vinsældir þessara Mesh kerfa fara ört vaxandi, enda einföld og þæginleg leið til að ná þráðlausa netinu um allt heimilið. Tækin sem komið er fyrir senda á milli sín merki og eru þannig að „tala saman“ með það að markmiði að hámarka drægni WiFi.

Mesh – Hvordan fungerer det?Læs mere 👉 https://www.elgiganten.dk/mesh 💙💚

Posted by Elgiganten DK on Friday, September 7, 2018

Þú getur fengið tvenns konar Mesh kerfi hjá okkur í ELKO.

Annars vegar Google WiFi sem er einstaklega þæginlegt. Þú getur stjórnað því með appi og stillt netið á pásu og fleira. Kerfið virkar með öllum símafyrirtækjum og netbeinum, það er auðvelt í uppsetningu. Þú getur lesið meira um það á blogginu okkar um Google WiFi og horft á útskýringar myndbönd.

Hins vegar Netgear Orbi sem einnig þykir góður kostur.

Kerfin eru bæði afar einföld í uppsetningu og bjóða bæði upp á skemmtileg og notendavæn snjallforrit. Forritin má nota til þess að sjá hvaða búnaður er tengdur á heimanetið, flokka tæki og setja takmarkanir á notkun. Einnig er hægt að tímastilla pásur á netið og búa til gestanet.

Ólíkt endurvarpi þá þarftu ekki að tengjast ýmist annað hvort netbeinum eða endurvarpinu. Mesh kerfið býður upp á eina sameiginlega tengingu sem er mun þæginlegra.

 

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.