
Jólagjafir undir 5.000 kr.
21.10.2022Gjafirnar geta margar verið góðar þó að þær hefji ekki til atlögu að fjárhirslunum. Hér er listi yfir margskonar skemmtilegar jólagjafahugmyndir fyrir gjafir undir 5.000 kr.

Nedis SmartLife RGB LED USB borði
SmartLife RGB LED borðinn er skemmtileg gjöf sem gefur þægilega stemningu í svefnherberginu, bílnum, á sjónvarpinu eða jafnvel í eldhúsinu. Borðinn er Bluetooth tengdur svo það er hægt að stjórna ljósunum í snjallforriti í símanum. Hann er 2m að lengd en hægt er að stytta borðan svo að hann passi á sem flest sjónvörp.
EXIT borðspil
Exit spilin eru spil í anda Escape room þar sem 1-4 leikmenn vinna saman að leysa þrautir. *Ath: Exit spilin eru einnota, aðeins er hægt að spila spilið einu sinni.
Þú finnur fleiri spennandi spil fyrir allan aldur á elko.is


Standar fyrir Síma / Stýripinna
Standarnir frá Cable Guy henta vel fyrir stýripinna eins og frá PlayStation og Xbox og einnig fyrir snjallsíma. Þeir eru í kvikmynda eða tölvuleikjaþema eins og Sonic, Star Wars og Marvel og sóma sér vel á skrifborð.
Eru þetta spilajól?
Partners Duo er tveggja manna útgáfa af hinum vinsæla Partners spili. Tveir spilarar mætast á móti hvor öðrum í stað þess að vera í liðum eins og í upprunalegri útgáfu spilsins. Hvor leikmaður er með sex peð sem hann þaf að ganga með hringinn á borðinu og koma þeim á sitt heimasvæði.


Chilly’s vatnsflaska
Chilly’s flöskurnar halda köldu í 24 klst og heitu í 12 klst, leka ekki þar sem tappinn er loftþéttur og koma í alls konar stærðum og gerðum. Taktu með þér flösku í ferðalagið, vinnuna eða skólann og njóttu drykksins út daginn við rétt hitastig. Sjá Chilly´s flöskur á elko.is.
Digipower Foto-Pro
Digipower Foto-Pro heldur snjallsímanum þínum með mjúku gripi og er með fjarstýringu. Þú getur notað Digipower Foto-Pro sem þrífót, sem sjálfustöng og sem standur þegar þú ert að horfa á þinn uppáhaldsþátt.


Freego nuddrúlla
Þarftu að slaka á? Slakaðu á vöðvunum eftir æfingu með nuddrúllunni frá Freego. Rúllan endist i 2-4 klukkustundir og hægt er að velja á milli 5 hraðastillinga.
NOS M-300 RGB leikjamús og músarmotta
Þekkir þú einhvern sem er að byrja sinn feril í gamer heiminum? NOS M-300 leikjamúsin er frábær byrjendavæn mús með 7 forritanlegum tökkum og RGB lýsingu. Einnig er NOS með músarmottu með mjúku yfirborði sem hjálpar með hraðari og nákvæmari hreyfingar.
Sjá leikjamús og músarmottu.


NOS K-100 CORE LED leikjalyklaborð
NOS K-100 CORE LED leikjalyklaborðið er með marglita lýsingu og stillanlegu birtustigi sem gefur hina fullkomnu gaming stemningu. Auk þess eru Fn takkar til að stjórna margmiðlunarefni á fljótlegan máta.
Sjáðu nánari upplýsingar hér.
Gjafakort ELKO
Þú getur keypt gjafakort í ELKO sem rennur aldrei út! Tilvalið í jólapakkann.


Chilly´s kaffimál
Taktu með þér ljúffengan bolla af kaffi í vinnuna, skólann eða ferðalagið. Chilly’s S2 kaffimálin halda drykknum heitum í allt að 4 klst.
Loftþétt snúnings lok er á flöskunni sem kemur í veg fyrir að það leki úr málinu.
Wasgij púsluspil
Hver elskar ekki að púsla yfir jólin? Þetta er hin fullkomna jólagjöf fyrir fjölskyldur að leysa saman á milli jóla og nýárs. Skemmtilegt er að leysa púslið frá Jumbo þar sem myndin á kassanum sýnir ekki réttu myndina af púslinu sjálfu heldur vísbendingar.


Among Us fígúrur – 2 stk
Hinn geysivinsæli Among Us leikur er nú kominn í fígúruform sem koma tvær saman í pakka. Mismunandi er hvaða tvær fígúrur koma og er gaman að safna þeim. Skoða fígúrur hér.
Star Wars hitabreytanlegur bolli
Þekkir þú einhvern sem elskar heitt kaffi og Star Wars? Þá dastu í lukkupottinn hér með Star Wars hitabreytanlegum bolla sem lýsir upp geislasverð við hita.


JBL Go Essential ferðahátalari
Taktu með þér tónlist hvert sem þú ferð með JBL GO Essential. Hvort sem það er ströndin eða sundlaugabakkinn þá getur þú notið allt að 5 klukkustunda spilun með Bluetooth tengingu og JBL Pro Sound hljómgæðum. Smelltu hér til að skoða.
Skross Ferðahleðsla
Er félagi þinn alltaf rafmagnslaus? Þá er tilvalið að gefa ferðahleðslu í jólagjöf. Skross Ferðahleðslan er öflug en nett sem hentar einstaklega vel fyrir þá sem eru alltaf á ferðinni. Hún getur hlaðið síma allt að 3x á einni hleðslu með USB eða USB-C tengi.


Nedis 30cm veggklukka
Nedis veggklukkan er stílhrein og hentar vel fyrir þá sem eru nýfluttir út. Hún er með svartri skífu og rósagylltum ramma.
Rosti Cirqula lágar skálar með loki – 3 stk
Hverjum vantar ekki smekkleg áhöld fyrir matinn sem má setja í örbylgjuofn og frysti? Rosti Cirqula skálarnar eru snyrtilegar og fallegar. Það er hægt að bera fram matinn í þeim og síðan setja lokið beint á fyrir ísskápinn sem sparar verulegan tíma.

Ef þú vilt skoða allar vörur í vefverslun ELKO sem kosta minna en 5000 kr. getur þú smellt hér.
Bloggið var uppfært 21.10.2022