fbpx
Gjafalistar Hugmyndir

Topp 10 jólagjafir undir 5.000 kr.

6.12.2019

Gjafirnar geta margar verið góðar þó að þær hefji ekki til atlögu að fjárhirslunum. Hér er listi yfir margskonar skemmtilegar jólagjafahugmyndir fyrir gjafir undir 5.000 kr.

Chilly’s flaska

Chilly’s flöskurnar halda köldu í 24 klst og heitu í 12 klst, leka ekki þar sem tappinn er loftþéttur og koma í alls konar stærðum og gerðum. Taktu með þér flösku í ferðalagið, vinnuna eða skólann og njóttu drykksins út daginn við rétt hitastig. Sjá Chilly´s flöskur á elko.is.

Beurer snyrtispegill m/ljósi

Spegill með ljósi frá Beurer er fullkomin viðbót fyrir snyrtiaðstöðuna. Hægt er að stilla birtuna að vild með snertingu. Með speglinum fylgir annar minni spegill með 7x aðdrátt. Skoðaðu alla snyrtispegla á elko.is.

Wasgij púsl

Skondið og óhefðbundið 1000 bita púsluspil frá Jumbo. Kassinn sýnir ekki myndina sem á að púsla heldur gefur vísbendingu um hana. Skemmtu þér við að leysa þessa krefjandi gátu með ímyndunaraflið að vopni. Sjá öll Wasgij púsl á elko.is.

JBL GO 2 þráðlaus hátalari

JBL GO 2 er lítill og nettur ferðahátalari sem er vatnsheldur með góðri rafhlöðuendingu. Fullkominn ferðafélagi en einnig frábær heima í stofu. Sjá hér.

TenderFlame Lilly

Lilly eldstæðið frá TenderFlame er tilvalið til þess að skapa notalega stemningu. Loginn varir í allt að 4 tíma eftir eina áfyllingu. Tvö ljós í pakka auk 0,7l TenderFuel. Má nota bæði innandyra sem utan. Sjá Tenderflame á elko.is.

Babyliss D212E hárblásari

Einfaldur en öflugur Babyliss D212E hárblásari með 2000 W mótor. Hárblásarinn er með tveimur hraðastillingum, tveimur hitastillingum og köldu skoti. Skoða alla hárblásarar á elko.is

Cheeki ryðfrí stálrör

Vertu umhverfisvænni með þessum glæsilegu ryðfríu stálrörum frá Cheeki. Þau koma fjögur saman í pakka og fylgir bursti með til að halda þeim hreinum. Sjá allar Cheeki vörur.

Urbanista Berlin þráðlaus heyrnartól

Urbanista Berlin eru frábær í ræktinni þar sem þau eru þráðlaus, gefa öflugan hljóm og eru aðeins 12 grömm að þyngd. Þau eru með innbyggðum hljóðnema og hljóðstilli og endast í allt að 4 klst og það tekur einungis 1,5 klst að fullhlaða þau. Skoðaðu Urbanista heyrnartól á elko.is.

ADX leikjavörur

Komdu upp alvöru leikjaaðstöðu með ADX. Góð mús, lyklaborð og heyrnartól er helsti jaðarbúnaðurinn sem þarf að vera í lagi þegar um leikjaspilun er að ræða. Með þessum ADX leikjapakka byggir þú góðan grunn að glæsilegri aðstöðu.

Anjou ilmolíulampi og rakatæki

Ilmolíulampi sem virkar líka sem rakatæki. Tækið gefur af sér ljúfan ilm og bætir úr þurru lofti innandyra. Hægt er að breyta gufumagni og lýsingu að vild og virkar ilmolíulampinn í allt að 8 klst samfleitt. Skoða ilmolíulampa

Babyliss mini sléttujárn

Lítið og nett sléttujárn frá Babyliss sem virkar einnig sem krullujárn. Keramik plata er á járninu og er stærð plötunnar 16x70mm. Sléttujárnið er 210 gr og er tilvalið í ræktina eða ferðalagið. Hentar vel fyrir þunnt eða stutt hár. Skoðaðu allar Babyliss vörur á elko.is.


Deildu með vinum

ELKO KLÚBBURINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð og ELKO blaðið sent.