Fróðleikur Hugmyndir

Topp 10 heyrnartólin fyrir líkamsræktina

19.05.2020

Það getur verið mikill hávaði í ræktinni, skellir í lóðum, þytur í hlaupabrettum eða slúðurstund í teygjusalnum. Þetta getur truflað einbeitinguna og skemmt flæði æfingarinnar. Því geta góð heyrnartól fyrir líkamsræktina skipt sköpum til þess að ná sem bestum árangri.

Við tókum saman tíu heyrnartól sem henta vel fyrir ræktina.

Miiego Boom þráðlaus heyrnartól 

Þráðlaus heyrnartól frá Miiego eru hljóðeinangrandi, rigningar – og svitaþolin. Þau eru með eyrnapúða sem hægt er að skipta um og þrífa og eru því tilvalin fyrir íþróttaiðkun. Allt að 36 klst rafhlöðuending. Miiego Boom á elko.is.

Jaybird X4 þráðlaus í-eyra heyrnartól 

Jaybird X4 þráðlaus heyrnartól í eyra eru með einstaka íþróttartappa sem haldast vel í eyrum á meðan á æfingu stendur. Þau eru með IPX7 vottun sem þýðir að þau þola allt að 1 metra djúpt vatn í allt að 30 mínútur. Með MySound appinu getur þú stillt m.a. tónjafnarann í heyrnartólunum eins og þú vilt hafa það. Þau eru með 8 klukkustunda rafhlöðuendingu með hraðhleðslu tækni sem getur gefið þér 1 klukkustunda rafhlöðuendingu eftir 10 mínútna hleðslu. Jaybird X4 á elko.is.


Beats Powerbeats Pro

Eru þetta bestu þráðlausu heyrnartólin í ræktina? Upplifðu frelsið sem fylgir því að vera í ræktinni eða úti að hlaupa með þráðlaus heyrnartól. Powerbeats Pro frá Beats eru svita- og vatnsþolin, mjög þægileg í notkun og haldast vel á eyrunum. Beats PowerBeats Pro á elko.is. Fáanleg í fjórum litum; Svört, blá, græn og hvít.

Powerbeats Pro heyrnartólin eru fáanleg í fjórum litum.

Sennheiser CX SPORT þráðlaus heyrnartól

Sennheiser gæði á góðu verði

Frábær í-eyra íþróttaheyrnartól frá Sennheiser með 6 klukkustunda rafhlöðuendingu og vega aðeins 15g. Létt og þægileg Bluetooth heyrnartól fyrir líkamsræktina. Skoða Sennheiser CX Sport á elko.is.


Jaybird Vista

Vista eru þráðlaus in-ear heyrnatól frá Jaybird sem eru tilvalin til að hafa með í ræktina eða út að hlaupa. Heyrnatólin eru með allt að 6 klukkustunda spilunartíma og hleðsluboxið geymir svo hleðslu fyrir 32 klukkustundir. Létt, þægileg og með hágæða hljóm. Fáanleg í tveimur litum; svört og grá. Jaybird Vista á elko.is.


Apple Airpods þráðlaus heyrnartól

AirPods Pro þráðlausu heyrnartólin bjóða upp á hágæða tækni, Active Noise cancelling er hljóðeinangrandi eiginleiki sem nýtist vel í ræktinni. AirPods Pro eru svitaþolin og auk þess eru hágæða hljómgæði sem setur þau á meðal fremstu þráðlausra heyrnartóla í sama flokki. Airpods Pro á elko.is.


Aftershokz Air heyrnartól

Þau eru sérstök að því leyti að það er ekkert sem fer inn í eyrað þitt, heldur senda tólin titring í gegnum beinin fyrir framan eyrun (e. bone conduction) og þannig heyrirðu tónlistina. Þú heyrir því vel í öllu sem gerist í kringum þig, sem er kostur fyrir t.d. hlaupara og hjólreiðafólk svo þau útiloki sig ekki frá umhverfinu. Einnig eru þau svitaþolin, ótrúlega létt og með títaníum ramma allan hringinn. Aftershokz Air á elko.is.


Bose SoundSport Free þráðlaus heyrnartól

Þetta eru þráðlaus tappaheyrnatól sem eru svita- og rakavarin og henta því vel í ræktina. Bose eru þekktir fyrir að vera brautryðjendur á sviðum hljómtækni og Active EQ tæknin býður upp á frábæran hljóm fyrir allar tegundir tónlistar. Þau eru með 5 klukkustunda rafhlöðuendingu og fáanleg í þremur mismunandi litum. Skoða Bose SoundSport Free á elko.is.


Urbanista Boston Sportheyrnartól

Ódýr í-eyra bluetooth heyrnartól.

Með Urbanista Boston Bluetooth sport heyrnatólunum getur þú alltaf hlustað á uppáhalds tónlistina þína á meðan þú æfir. Þökk sé Bluetooth tengingunni er auðvelt að para heyrnartólin við símann þinn eða spjaldtölvu. Vertu frjáls ferða þinna án snúru. Urbanista Boston á elko.is


Jaybird Tarah Pro er með segulfestingu svo hægt er að festa eyrnatappa saman.

Bose NC700 þráðlaus heyrnartól

Flott yfir-eyra heyrnartól sem eru með Noise cancelling.

NC 700 er með 11 hljóðeinangrandi stillingar, frá 0-10. Þau eru með 4 hljóðnema sem gerir þau einstaklega hentuga fyrir símtöl. Rafhlaðan endist í allt að 20 klukkustundir sem er ótrúlega góð ending. Bose NC700 eru ekki sérstaklega hönnuð fyrir ræktina (eru ekki svitavarin) en margir kjósa að nota yfir-eyra heyrnartól með hljóðeinangrun í ræktina. Bose NC700 á elko.is.


Hér getur þú skoðað úrvalið af heyrnartólum, snjallúrum, púslmælum og fjölnota vatnsflöskum sem henta vel í „stuðningsliðið“ þitt í ræktinni.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.