Gjafalistar Hugmyndir

Topp 10 Samsung vörurnar í jólapakkann

21.12.2022

í ELKO finnur þú snjallsíma, sjónvörp, fartölvur, spjaldtölvur, heyrnartól, snjallúr og fleira frá Samsung. Við tókum saman nokkrar vörur sem gæti verið tilvalið í jólapakkann, og þá nokkra sem eru algjört jólatrít.

1. Samsung Galaxy Watch5

Nýjustu snjallúrin frá Samsung eru Galaxy Watch5. Fáanleg í bæði grunn útgáfu og Classic. Bluetooth eða LTE. Nýtt! núna getur þú borgað með úrinu með Samsung, hægt er að setja upp Google Wallet í úrið.

Samsung Galaxy Watch5 er stílhreint og öflugt snjallúr fyrir dagleg not. Úrið fylgist með heilsu þinni, allt frá svefnmælingum að hjarta- og líkamsmælingum. Exynos W920 örgjörvinn veitir bæði langa rafhlöðuendingu og áreiðanlega virkni á meðan að WearOS stýrikerfið tengir úrið þráðlaust við snjallsímann þinn.

Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af úrinu þegar að ferðast er á vit ævintýranna. Með 5 ATM vottun stenst úrið allt að 50 metra dýpi, eða 5 bör af þrýsting. Úrið er högg- og rispuvarið ásamt því að vera vottað MIL-STD-810H og IP68.

Skoða allar útgáfur af Galaxy Watch5 snjallúrum.


2. Samsung SmartTag

Fylgstu með því sem þér þykir vænt um á ferðnni eða finndu bíllyklana á bak við sófann. Með Galaxy Find Network geturðu auðveldlega fundið týnda hluti í allt að 120 metra fjarlægð. Þú getur einnig stjórnað ýmsum snjalltækjum með hnappinum og SmartThings snjallforritinu. Sjá SmartTag á elko.is.


3. Samsung Galaxy Buds2 Pro

Samsung Galaxy Buds2 Pro þráðlausu heyrnartólin veita hágæða 24-bita HiFi hljóm með ANC hljóðeinangrun. Heyrnartólin eru með IPX7 vatnsvörn, Bluetooth 5.3 tengingu og allt að 8 + 29 klst rafhlöðuendingu

Galaxy Buds2 Pro eru sérstaklega hönnuð fyrir bæði tónlist og kvikmyndir. Heyrnartólin eru með tvöfalt hátalarakerfi, þar sem 10 mm hátalari sér um að veita þér djúpan og áhrifaríkan bassa og 5,3 mm hátalari veitir þér skýran og fallegan hljóm. 24-bita HiFi hljómgæði veita þér sanna stúdíó upplifun.

Heyrnartólin eru hönnuð til þess að endast út daginn. Með kveikt á ANC hljóðeinangrun duga heyrnartólin í allt að 5 + 18 klukkustundir en með slökkt á ANC hljóðeinangruninni eru heyrnartólin með allt að 8 + 29 klukkustunda rafhlöðuendingu. 

Skoða Galaxy Buds2 Pro á elko.is.


4. Samsung Galaxy Tab S8 Ultra spjaldtölva

Samsung Galaxy Tab S8 Ultra er létt og harðgerð spjaldtölva með kraftmiklum örgjörva, frábærum 14,6″ skjá með 2960×1848 upplausn og 120 Hz endurnýjunartíðni. Uppfærður S penni sem býður uppá frábæra nákvæmni þegar þú ert að skrifa eða teikna. Smelltu hér til að skoða Tab S8 Ultra á elko.is.

  • Skjárinn: 14,6″ sAMOLED skjárinn er með 120 Hz endurnýjunartíðni, Há endurnýjunartíðni þýðir að skjárinn er með betri svartíma og að myndir, kvikmyndir og sjónvarpsþættir birtast ítarlega og lifandi. Skjárinn er með skarpa 2960 x 1848 upplausn.
  • Rafhlaðan: Tab S8 Ultra er með 11200mAh rafhlöðu og er eldsnögg að hlaða sig.
  • S-penni: Innifalinn er teiknipenni sem hentar einstaklega vel fyrir teikniforrit, skrifa glósur og jafnvel semja tónlist. Penninn er mjög næmur sem gerir það að verkum að auðvelt er að teikna að nákvæmni eins og um venjulegan penna væri að ræða. 

Sjá Galaxy Tab spjaldtölvur á elko.is.


5. Samsung Galaxy Z Flip4

Galaxy Z Flip4 er hannaður til þess að passa auðveldlega í vasa, en þegar að hann er opinn er síminn alveg jafnstór og hefðbundinn nútíma farsími. Flip4 er með skjá á framhliðinni sem gerir þér kleift að svara símtölum, taka á móti skilaboðum og fylgjast með hvað sé að gerast í lokuðum ham. Hann er fáanlegur í 128GB og 256GB útgáfu.

Sjá allar útgáfur af Z Flip á elko.is.


6. Samsung Galaxy A04s

Samsung Galaxy A04s 4G snjallsíminn er með stóran 6,5″ HD+ skjá með 90 Hz endurnýjunartíðni sem bætir áhorf, þrjár myndavélar, 50+2+2MP, stóra 5000 mAh rafhlöðu og hraða 4G tengingu.

Stóri 6,5″ PLS LCD skjárinn er með HD+ 720×1600 upplausn sem birtir góða liti í myndböndum og kvikmyndum. 90 Hz endurnýjunartíðnin veitir viðbragðsfljóta upplifun, sérstaklega í vafri, á samfélagsmiðlum eða í leikjum.

Smelltu hér til að skoða Galaxy A04s á elko.is.


7. Samsung Smart Monitor tölvuskjár

Snjöllu tölvuskjáirnir frá Samsung eru fáanlegir í nokkrum útgáfum; M5, M7 og M8.

Samsung Smart Monitor M5

Samsung Smart Monitor M5 27″ snjalli tölvuskjárinn er með Tizen OS stýrikerfi sem styður DeX / DLNA skjávörpun og snjallforrit eins og Netflix, Amazon Prime, Youtube og fleira. Hann er einnig með innbyggðu Office 365, fjarstýringu með Bixby Voice talþjón og bæði SmartThings og AirPlay stuðning fyrir snjallsíma. Smelltu hér til að skoða 27“ Smart Monitor M5 á elko.is.

Samsung Smart Monitor M8

Samsung Smart Monitor M8 aðstoðar þig með vinnu og veitir þér aðgang að alls konar afþreyingu. Skjárinn er með innbyggðu Office 365 og veitir tengingu við PC tölvu þráðlaust í gegnum netið. Einnig er hægt að tengja Samsung snjallsíma við skjáinn þráðlaust með Samsung DeX og AirPlay er líka í boði fyrir aðra snjallsíma og tölvur.

32″ VA skjár með 4K UHD 2160p upplausn sem veitir skýra mynd.  Skoða alla liti af Smart Monitor M8.

Skoða alla Samsung Smart Monitor á elko.is


8. Samsung T7 SSD flakkari

Samsung T7 flakkarinn gerir þér kleift að færa gögn hratt. Drifið notar USB-C tengingu og er með allt að 540 MB/s gagnahraða og örugga 256-bit AES dulkóðun. Fáanlegur í 500MB, 1TB og 2TB útgáfu.

  • 500MB, 1 TB eða 2TB SSD
  • USB-C
  • 1050 MB/s

Samsung T7 flakkarinn er fáanlegur í nokkrum stærðum og nokkrum litum.


9. Samsung 2.1 hljóðstöng

HW-B460 2.1 hljóðstöngin frá Samsung gefur frábæran 3D hljóm studdan af DTS Virtual:X og kröftugt þráðlausu bassaboxi. Spilaðu hvað sem þú vilt með hágæða þráðlausum hátölurum af Spotify listanum þínum eða öðrum tónlistarforritum.

Sjá á elko.is.


10. Samsung The Frame sjónvarp

Ljósmynd, málverk og snjallsjónvarp, allt í einu tæki.

Listaverk þegar það er ekki í notkun, hágæða QLED sjónvarp þegar kveikt er á því. Samsung 43″ The Frame 4K UHD QLED snjallsjónvarp er einstakt sjónvarp með sérstæðri hönnun, Dolby hljóði, nákvæmri baklýsingu og Quantum HDR 4K tækni. Glæsileg myndgæði og sérstaklega fallegt í útliti.

The Frame sjónvörpin eru fáanleg í nokkrum stærðum; 32 tommu, 43 tommu, 50 tommu, 55 tommu, 65 tommu, 75 tommu og 85 tommu. Og þú getur svo valið hvernig ramma þú vilt á sjónvarpið svo það passi við myndaramma á heimilinu.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.