Fróðleikur

Uppskrift af pizzudeigi frá Ooni

9.05.2023

Viltu gera pizzuna alveg frá grunni?  Hér er einföld uppskrift af ítölskum pizzubotni frá Ooni. Uppskriftin er fyrir ca 1 kg af deigi sem dugar fyrir þrjár 16“ pizzur (3x 330gr.) eða fjórar 12“ (4x250gr). 

Hráefni
368 gr volgt vatn
3 tsk salt (ca 18gr.)
5 gr þurrger (ca 1/2 tsk)
613 gr “00“ hveiti

Aðferð
Settu þurrgerið í volgt vatn og blandaðu þurrefnum saman í annari skál. Blandið svo þurrefnum saman við gerblönduna og blandið vel saman.  Ef þú notar hrærivél með krók er best að hnoða deigið í vélinni í 5 til 10 mínútur. Ef þú ert að hnoða deigið í höndunum er mælt með að hnota í 10 mínútur. Settu svo rakt viskustykki yfir og láttu hefast á heitum stað í tvær klukkustundir, degið ætti að tvöfaldast í stærð á þeim tíma.  

Skiptu deiginu í 3 til 4 jafna hluta, miðað við hvort þú ætlar að baka 12 eða 16 tommu pizzur. Settu hverja kúlu í sér skál eða á bakka, settu viskustykki yfir og leyfðu þvi að hefast í annað skiptið, í 30 til 60 mínútur.

Þegar deigið er tilbúið setur þú hveiti á borðplötuna og notaðu fingurgómana til að teygja deigið í rétta stærð. Neapolitan pizzur eru mjög þunnar, passaðu að gera ekki gat á deigið. 


Góð ráð frá Ooni

Hvernig er best að skipta deiginu niður í 2 til 4 hluta?

Notaðu deigsköfuna frá Ooni til að auðvelda þér að skipta niður deiginu. Mótaðu alltaf deigið í kúlu svo að auðvelt er að teygja út degið í rétt form þegar kemur að pizzubakstrinum.

Hvernig er best að fletja út deigið?

Fyrir nýliða í pizzugerð getur verið stressandi að teygja pizzudeigið í fyrsta skiptið, en það þarf ekki að vera þannig. Ooni hefur tekið saman fjögur skref sem eru fullkomin fyrir byrjendur í pizzubakstri.

Smelltu hér til að lesa fjögur einföld skref til að fletja út pizzudeig frá Ooni (á ensku).

Ætlar þú að frysta deigið

Ef þú vilt gera pizzudeig til að eiga í frystinum er best að frysta deigið eftir að það hefur hefst í eitt skipti (2 klst). Skiptu þá deiginu í kúlur, í þeirri stærð sem þú ætlar að baka pizzuna í. Settu smá olífuolía í ílátið sem þú ætlar að frysta deigið í. 


Viltu líka prófa að gera þína eigin pizzusósu? Smelltu hér til að sjá uppskrift frá Ooni.


Þú færð pizzuofnar frá Ooni sem ganga fyrir gasi, rafmagni og kolum + viðarperlum. Skoðaðu úrvalið á elko.is.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.