Hugmyndir

Uppskrift: Lax ásamt aspas með parmesan osti eldaður í airfryer / loftsteikingarpotti

3.01.2022

Undirbúningstími: 10 mín.
Eldunartími: 17 mín.
Uppskrift fyrir 3-4

Innihaldsefni:

3-4 laxaflök
2-3 matskeiðar af Fögrum Fiski kryddi frá Kryddhúsinu (eða annað álíka sem ykkur finnst gott)
3 matskeiðar af brúnum púðursykri
3-4 matskeiðar af olíu
Salt og pipar eftir smekk
500 gr. ferskur aspas eða magn eftir smekk
1/3 bolli af rifnum parmesan

Uppskrift:

Setjið púðursykur og kryddið á fiskinn saman í skál og blandið saman.

Makið matskeið af olíu á hvert laxaflak og setijið svo blönduna hér fyrir ofan á hvert þeirra. Setjið svo til hliðar.

Takið fram aðra skál og setjið saman aspas, matskeið af olíu, salt og pipar.

Setjið svo laxaflökin með roðinu niður ofan í körfuna í loftsteikingartækinu ykkar. Stillið á 200°C í 17 mínútur.

Þegar eldunartíminn er kominn í 10 mín. þarf að snúa aspasnum með töng. Setjið körfuna aftur inn. Þegar það eru 2 min. eftir þá er karfan tekin aftur út og parmesan ostinum stráð yfir aspasinn. Þegar eldunartíminn er búinn er fiskurinn og aspasinn sett yfir á disk og afganginum af parmesan ostinum stráð yfir aspasinn.

Þeir sem eru með stærri lofteikingarpott eða tvöfaldan geta sett aspasinn og fiskinn saman í körfu. Þeir sem eru með tvöfaldan loftsteikingarpott geta sett aspasinn og fiskinn inn á sama tíma í sitthvora skúffuna. Þeir sem eru með minni loftsteikingarpott gætu sett aspasinn til hliðar við fiskinn eða ofan á roðið. Einnig er hægt að elda fiskinn og aspasinn í sitthvoru lagi en eldunartíminn tæki þá lengri tíma fyrir vikið.

Verði ykkur að góðu!

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.