Heil og sæl! Ég ætla að fræða ykkur aðeins um Amazon Echo og Alexu á íslandi. Það eru margir skemmtilegir eiginleikar sem þessi græja bíður upp á og munu enn fleiri bætast við í framtíðinni.
Hvað er Echo og hver er Alexa?
Amazon Echo er gagnvirkur hátalari og Alexa er raddstýringin í honum. Með Alexu er nú þegar hægt að stjórna snjalltækjum eins og sjónvörpum, lýsingu (þ.e. snjallperum) og fjölrýmishátölurum. Svo í mjög nálægri framtíð verður til dæmis hægt að panta Dominos pítsu á Íslandi með kallinu einu.
Sjá allar vörur sem styðja við Alexu raddstýringu.
Hvernig virkar þetta hjá mér?
Þegar þú hefur fengið þér Amazon Echo eða sambærilegan hátalara getur þú farið inn á þessa slóð, https://www.amazon.com/get-appstore og náð í Amazon Appstore. Þú nýskráir þig eða skráir þig inn á þinn Amazon aðgang og skrifar svo „Alexa“ í leitina. Þá færðu möguleikann á að sækja smáforritið (e. app). Eftir það mun smáforritið alltaf uppfæra sig eftir nýjustu uppfærslum Amazon.
Þá er komið að því að setja upp Echo.
Ef þú ert með snjallperur eins og t.d. Philips Hue, þá þarf að kenna Alexu á Hue. Það gerir þú með því að ná í „skill“ í gegnum Alexu smáforritið. Þú leitar að „Hue“ og tengir það við Alexu með því að ýta á „bridge“ takkann. Þegar það er klárt getur þú byrjað að gefa skipanir: „Alexa, lights on“ – „Alexa, lights off“ – „Alexa, put lights to relax“ – „Alexa, put lights to red“ o.s.frv. Hægt er að lesa um hvernig á að gefa skipanir fyrir hvern skill með því að skoða skill upplýsingar, mjög auðlesið.
(Sjáðu færsluna okkar um Philips Hue hér)
Alexa, put lights to relax
Spotify er ekki sjálfgefinn spilari, en það er hægt að stilla hann inn sem sjálfgefinn spilara. Þá er hægt að segja: „Alexa, play Late Night Jazz“. Það er þá lagalisti sem er í þínu safni og Alexa veit það. Ég get líka sagt „Alexa, play Enter Sandman with Metallica“. Það er líka einfalt að hækka og lækka: “Alexa, volume up/down” – “Alexa, put volume to 20%”.
„Hvernig er veðrið?“ – „Mig langar að horfa á Friends“
Alexa styður núna íslensk heimilisföng í nýjustu uppfærslu svo ekki er þörf fyrir Bigsky lengur. Þú einfaldlega setur inn þitt íslenska heimilsfang og spyrð „Alexa, how is the weather“ og svo getur þú stillt einingakerfið í Alexu þannig að hún notist við metrakerfið okkar og Celcius hitakerfið. Þú getur líka stillt á íslenskan klukku með því að velja tímabeltið „Atlantic/Reykjavik“ GMT.
Ef þú ert með FireTV þá geturðu stjórnað því í gegnum Alexu með því að segja til dæmis: „Alexa, play Friends on PLEX“. Fyrst þarftu samt að kenna Alexu á PLEX með því að ná í „skill“ fyrir PLEX. Ég á eftir að prófa hvort Alexa kunni á Netflix, en ef þú ert Prime áskrifandi hjá Amazon þá geturðu t.d. sagt: „Alexa, play Demoliton Man“ eða eitthvað í þá áttina.
Alexa er fullkomin vekjaraklukka. Þú getur still vekjara í henni og þú þarft að vakna og svara henni svo hún slökkvi á sér. Hægt er að stilla vekjara fyrir t.d. einn dag, alla virka daga o.s.frv.: “Alexa, wake me up 7am” – “Alexa, set alarm to 7am” – “Alexa, set alarm to 7am all weekdays”. Til að slökkva á vekjaranum eða hvaða þeirri tónlist sem fer í gang, þá geturðu til dæmis sagt: “Alexa, shut up”.
Svo er hægt að breyta hringingum, þar á meðal getur Alec Baldwin vakið þig – ekki amalegt.
Hægt er að velja á milli nokkurra orða til að hefja samræður við Alexu, þau eru; Alexa, Amazon, Echo og mitt uppáhald úr Star Trek….. Computer.
Amazon Alexa á íslensku? – Hún er að læra!
Eins og sjá má í frétt inn á mbl.is frá því í mars 2017 er Amazon að vinna í því að færa Alexu yfir á íslensku, þá munu samræðurnar geta farið fram á íslensku. Þar til er um að gera að byrja að setja þetta upp hjá sér og innleiða Alexu hægt og rólega, tengja hana við tækin og „kynnast“ henni.
Þú þarft ekki endilega að nota snjallsímann við að stjórna Alexu. Þú getur farið inná slóðina https://alexa.amazon.com/ og sett hana upp þar.
ATH: Í raun er ekki stuðningur fyrir Amazon Alexa á íslandi en það er hægt að komast framhjá því með smávægilegum krókaleiðum. Ef þú ert með iPhone eða annað iOS tæki þarft þú að búa til amerískan AppleID aðgang til þess að geta sótt Alexa Appið.
Ef þú ert með Amazon account fyrir og finnur ekki Alexu appið þá eru nokkur skref til viðbótar sem geta hjálpað, eins og að breyta landinu. Þá ferð þú inn á þinn Amazon aðgang, ferð í „your content and devices“. Velur „Settings“, svo „Country Settings“og setur inn löglegt heimili í USA, þ.e.a.s. heimilisfang, fylki, zip og þ.h.
Eftir smá tíma ættirðu þá að geta fundið Alexu appið í Amazon Appstore. Ef það virkar ekki, prófaðu að logga þig inn og út úr Appstorinu.