
Ljósmyndun á fuglum og öðru dýralífi
25.05.2018Fuglar og annað dýralíf
Það að taka myndir af fuglum og öðrum dýrum er vinsælt áhugamál hjá mörgum. Rétt gerð af myndavél og aukahlutum skiptir miklu máli svo hægt er að taka flottar myndir af dýrum. Hér fyrir neðan eru nokkur atriði varðandi búnað og góð ráð fyrir byrjendur í ljósmyndun dýra.
Búnaður og stillingar sem skipta máli
Myndavélin
Hraðinn skiptir miklu máli þegar kemur að myndavélum. Þetta á sérstaklega við um hraða á sjálfvirkum fókus og ramma á sekúndu. Sumir kjósa frekar myndavél með útskiptanlegri linsu svo þú getur skipt yfir í linsu með lengri brennvídd.
Linsan
Að ná nærmynd af dýrinu skiptir miklu máli. Til að ná því, án þess að trufla dýrið er góð aðdráttarlinsa nauðsynleg. Linsur með stærra ljósop tryggja líka betri hraða ljósopsloka (e. shutter speed) og gefur möguleika á meiri dýpt þannig að umfangsefnið getur verið í meiri fókus en bakgrunnurinn.
Þrífótur
Þrífótur tryggir skarpari myndir og á það sérstaklega við þegar þú ert að nota linsur með meiri brennivídd. Þegar maður vill taka myndir úr í nátturunni er mikill kostur að vera með þrífót og stilla hann svo hann sé stöðugur.
Góð ráð fyrir byrjendur
Ljósop
Þú getur í flestum tilvikum notað sjálfvirka stillingu (e. Auto mode), en það er mælt með að nota aperture stilingu þegar þú vilt nýta birtuna úti. Myndavélin mun gefa meiri birtu og möguleika að fókusa á viðfangsefnið með flottri dýpt.
Hraði
Dýr eru oftast á einhverri hreyfingu þegar þú ert að taka myndir og þess vegna er hraði ljósopsloka (shutter speed) mikilvægur til að ná augnablikinu. Þó að dýrið sé sitjandi er alltaf einhver hreyfing þegar það hreyfir hausinn eða blakar vængjum sem getur eyðilagt myndina ef þú ert ekki með réttu myndavélina eða stillingar.
Ljós
Hvar ser sólin? Hvar er skugginn? Á hvaða fleti fellur ljósið? Það að pæla í lýsingu er stór hluti þess að vera góður ljósmyndari. Til að fá náttúrulegar myndir verður þú að hugsa um lýsinguna og hvaða áhrif hún hefur á myndina.






