fbpx
Fréttir Gaming

PlayStation 5

12.06.2020

Hvað vitum við um PS5? Hér munum við taka saman öll þau atriði sem við vitum um PlayStation 5 leikjatölvuna, en tölvan sjálf er væntanleg í sölu fyrir lok árs 2020 en ekki er staðfest hvenær hún kemur út á Íslandi.


Leikjaspilun án takmörkunar

Tölvan nýtur krafta og samvinnu örgjörva, skjákorts og SSD drifs með innbyggðu I/O sem endurskrifar þær reglur um hvað PlayStation tölva getur gert.

Kynning sem var haldin 11. júní er aðgengileg hér.

Útgáfur af tölvunni

PlayStation 5 leikjatölvan verður fáanleg í tveimur útgáfum, ein er með 4K Ultra HD blu-ray diskadrifi og hin eingöngu fyrir stafrænt efni sem sótt er í gegnum Playstation Store, ekki með diskadrifi.

Það er óljóst hvort að stafræna útgáfan verður ódýrari en diskaútgáfan en að öðru leiti eru tölvurnar eins. Engar upplýsingar hafa komið frá PlayStation um hugsanlegt verð.

Tölvan er væntanleg í lok árs 2020 en nákvæm tímasetning er ekki komin. Um leið og við vitum dagsetningu og byrjum forsölu munum við uppfæra það hér í blogginu. Einnig sendum við út tölvupóst á póstlista ELKO þegar forsala hefst. Miklar líkur eru á að takmarkað magn komi í fyrstu sendingu.

Á kynningunni 11. júní var útlit tölvunnar kynnt. Hægt er að horfa á myndbandið frá PlayStation hér.

Tæknileg atriði

Hér eru helstu tæknilegu eiginleikar tölvunnar – Óstaðfest.

 • Örgjörvin/CPU: 8-core AMD Zen 2 CPU, breytilegt GHz, max 3.5GHz
 • Skjákorts gerð: Custom RDNA 2
 • Skjákort/GPU: 10.28 TFLOPs, 36 CUs 2.23GHz (Hz breytilegt)
 • Vinnsluminni: 16GB GDDR6 SDRAM
 • Geymslupláss: Allt að 825 GB SSD
 • Gerð geymslu: NVMe. M.2 SSD eða USB utanáliggjandi HDD/SSD
 • Hljóðkort: Tempest Engine 3D hljóðkort
 • Tengjanlegur stýripinni: DualSense
 • Diskadrif: Sú útgáfa sem mun hafa drif er með Ultra HD Blu-ray drif.
 • Stafræn þjónusta: PlayStation Network
 • Stuðningur: Styður flesta PlayStation 4 leiki og PlayStation VR leiki.

Heimild: https://en.wikipedia.org/wiki/PlayStation_5

Sony hefur gefið það út að þau hafa eytt miklum tíma í þróun kæliviftunar á Playstation 5 til þess að lágmarka öll viftuhljóð en á sama tíma hámarkað virkni þess svo að örgjörvi og skjákort leikjatölvnar fái næga kælingu.


DualSense

DualSense stýripinninn fyrir PlayStation 5 leikjatölvuna.

Helstu eiginleikar DualSense eru:

 • Aðlögunartækni á leikstíl (e. Adaptive Triggers)
 • Haptísk viðbrögð (e. Haptic Feedback)
 • Hreyfiskynjari
 • USB-C tengi
 • Hljóðnemi og innbyggður hátalari

Væntanlegir leikir á PlayStation 5

Tókum saman yfirlit yfir nokkra leiki sem eru væntanlegir á PS5.

Hvað mun PlayStation 5 leikir hafa fram yfir PlayStation 4 leiki?

Frábær grafík, betri svörun og aðlögun á leikstíl spilara með DualSense stýripinnanum og 3D audio tækni.


Deathloop

Fyrstu persónu skotleik.

Deathloop setur þig í hlutverk Colt, manns með Sérstakt vandamál. Á hverjum morgni vaknar þú á sömu ströndinni með slæma þynnku, og ert í slæmum vandamálum þar sem aðrir á eyjunni eru að reyna að drepa þig. Til þess að losna úr tímalykkjunni verður þú að finna og drepa átta einstaklingar sem standa bakvið þessa hringjavitleysu. Þú verður að klára málið fyrir miðnætti, annars vaknar þú aftur á sömu strönd, með sama vandamál.

Youtube myndband hér.

Gran Turismo 7

Gran Turismo leikirnir hefur verið framleidd í 22 ár og sú reynsla á hönnun og framleiðslu bílaleikja tryggir að leikmenn fá það besta sem Gran Turismo leikjaserían getur boðið, hvað varðar útlit, brautir og spilun.

Youtube myndband hér.

Oddworld: Soulstorm

Oddworld leikjaserían er þekkt fyrir skemmtilega spilun með ríkum söguþráði sem inniheldur dökkri kímnigáfu. Oddworld leikir nota HOPE sem heimspeki leiksins og stjórnar hvernig leikurinn er spilaður.

Abe er settur fram sem persóna sem getur táknað alla, óháð aldri, kynþátti og kyni. Aber er sögupersóna sem hefur lifað lífinu án þess að pæla í því sem gerist í kringum hann en vaknar svo upp og fattar að hann getur ekki haldið áfram að lifa svona, og þarf að gera breytingar. Abe vildi ekki verða hetja en það býr í honum mikilleiki sem hann þarf að nýta til góðs.

YouTube myndband hér.

Marvel´s Spider-Man: Miles Morales

Upplifðu líf nýju hetjunar, Miles Morales þar sem hann uppgötvar nýja krafta og verður hans eigin Spider-Man.

YouTube myndband hér.

Horizon Forbidden West

Hin hugrakka Aloy ferðast í gegnum „Forbidden West“, glæsilegt en hættulegt landsvæði sem geymir dularfullar ógnir.

YouTube myndband hér.

Ratchet & Clank: Rift Apart

Sprengdu þig í gegnum víddarævintýri með Ratchet og Clank.

YouTube myndband hér.

Returnal

Komdu í veg fyrir hringrás ringulreiðarinnar á framandi plánetu sem er alltaf að breytast. Flottur þriðju persónu skotleikur.

YouTube myndband hér.


Aðrir leikir sem vert er að nefna eru:

Spurt og svarað

Þarf Playstation 5 tölvan að standa? Þó að flestar, ef ekki allar myndir af tölvunni sýna hana standandi þá má hún einnig liggja. Góðar fréttir fyrir þau sem eru með þannig uppsetningu.

hversu stór er Playstation 5 tölvan? Engar staðfestar tölur hafa komið frá Sony hvað varðar stærð, en aðilar út í heimi hafa reynt að teikna það upp út frá stærð á geisladrifi. Ágiskun sem er deilt á netinu er: 40 x 22,3 x 10 cm. Til að setja þetta í samanburð við Playstation 4 Pro þá er hún 29,5×32,7×5,5 cm.

Getur þú spilað PS4 leiki í PS5? Já, Sony hefur gefið það út að PS5 tölvan mun styðja PS4 leiki. Þau hafa ekki gefið það út hvort það gildir fyrir alla PS4 leiki, en segja að við útgáfu af PS5 verður hægt að spila yfir 100 PS4 í tölvunni.

Styður PS5 Playstation VR? Já Playstation 5 tölvan mun styðja þau VR gleraugu sem þau hafa gefið út og leiki sem eru fyrir Playstation VR. Engar fréttir hafa borist frá Sony hvort að þau eru með nýja útgáfu af VR gleraugum í vinnslu.


Síðasta uppfærsla: 18. júní 2020

“PlayStation”, “PlayStation Family Mark“, “PS5 logo”, and „Play Has No Limits“ are registered trademarks or trademarks of Sony Interactive Entertainment Inc. “SONY” is a registered trademark of Sony Corporation.

Deildu með vinum

ELKO KLÚBBURINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð og ELKO blaðið sent.