fbpx
Gjafalistar Hugmyndir

Topp 10 jólagjafir fyrir leikjaspilarann

10.12.2019

Vantar þig gjafahugmynd fyrir þau sem lifa í öðrum heimi? Sumir lifa í heimi þar sem rétta músin og lyklaborðið skiptir öllu máli og hér fyrir neðan eru vel valdar Gaming vörur sem gætu hentar í jólapakkann.

Logitech G502 Hero leikjamús

Leikjamús frá Logitech með stillanlega upplausn í allt að 16.000 DPI, 400 IPS hraða, 11 forritanlega takka, stílhreina hönnun og RGB lýsingu. Mekanískir aðaltakkar álagsprófaðir til að þola allt að 50 milljón smelli. Sjá Logitech G502 Hero leikjamús á elko.is

Sennheiser GSP370 þráðlaus leikjaheyrnartól

Frábær leikjaheyrnartól frá Sennheiser með allt að 100 klst rafhlöðuendingu. Hljómgæðin eru sérstaklega góð með tærum hljóm og djúpum bassa. Hægt er að tengja þau með USB snúru til að hlaða og nota samtímis. Hljóðneminn er nákvæmur með góðri hljóðeinangrun sem síar burt utanaðkomandi hljóð. Sjá Sennheiser GSP370 þráðlaus leikjaheyrnartól á elko.is.

Razer Huntsman leikjalyklaborð

Lyklaborðið skartar hinum nýju Opto-Mechanical rofum sem gefa aukinn hraða og nákvæmni. Lyklaorðið notast við optíska ljósrofa sem virkjast þegar þú ýtir á takka. Þú þarft aðeins að ýta takkanum 1,5 mm niður með 45g afli til að virkja takkann. Lyklaborðið er með innbyggt minni svo þú getur vistað 5 mismunandi prófíla og skipt hratt og auðveldlega á milli þeirra. Sjá Razer huntsman leikjalyklaborð á elko.is.

Razer DeathAdder Essential

DeathAdder Essential leikjamús frá Razer með nákvæmum 6400 DPI skynjara. Sérstaklega sterkbyggð til að þola allt að 10 milljón smelli. Músin er þægileg í hendi fyrir langvarandi tölvuleikjaspilun og hægt er að sérstilla allt að 5 takka á músinni með Razer Synapse 3 forritinu. Sjá DeathAdder Essential músina á elko.is

ADX leikjastóll

Njóttu þess að spila leikina þína í fullkomnum þægindum með ADX leikjastól. Með mjúkum armhvílum, stillanlegri hæð með gasi og halla. ADX leikjastóll styður við þig þannig þú getir einbeitt þér að leiknum og sigrað. Sjá ADX leikjastóll á elko.is.

Nintendo Switch Lite

Nýjasta leikjatölvan frá Nintendo, fáanleg í gulum og gráum lit. Nintendo Switch Lite er minni og léttari útfærsla á vinsælu Nintendo Switch tölvunni. Spilaðu alla frábæru leikina sem Switch hefur upp á að bjóða hvar sem er, hvenær sem er með Nintendo Switch Lite þar sem hún er meðfærilegri en klassíska tölvan. Sjá Nintendo Switch leikjatölvur á elko.is.

Thronmax MDrill Zero Plus hljóðnemi

Thronmax MDrill Zero veitir þér upptökugæði hljóðvers heima. Með 24-bita / 96 kHz hljóðupptöku, tveimur mismunandi upptökusniðum og USB-C tengigetu. Skoða allan streymibúnað á elko.is.

PS4 VR Mega Pack 2+5 leikir

Byrjaðu ævintýrið með PlayStation VR Mega Pack 2. Pakkinn inniheldur VR sýndarveruleika gleraugu, PlayStation myndavél og 5 frábæra leiki. Með Playstation VR spilar þú leiki á algjörlega nýjan máta. Sjá PS4 VR Mega Pack + 5 leikir á elko.is.

PlayStation 4 500 GB + Crash Team Racing

PlayStation 4 Slim tölva með 500 GB af geymsluplássi, fjarstýringu og hinum bráðskemmtilega Crash Team Racing leik fyrir 3 ára og eldri. Frábær pakki með leik þannig að hægt sé að byrja að spila strax. Sjá PlayStation 4 500 GB + Crash Team Racing á elko.is.

AOC G1 144Hz boginn leikjaskjár

Settu í fimmta gír með AOC G1 144Hz bogna leikjaskjánum, fáanlegur í 24″, 27″ og 32″. Engin seinkun í mynd gerir þennan skjá upplagðan í ekta leikjaspilun þökk sé 144Hz og AMD Freesync tækni. Fyrir fínu hreyfingarnar og snögg viðbrögð þarf hraðskreiðan skjá og þessi skjár hentar þeim aðstæðum, hann er í raun sniðinn að hraðri leikjaspilun. Ekki nóg með það heldur þá er skjárinn boginn sem kemur þér betur inn í leikinn og því missir þú aldrei af neinu og heldur athygli. Sjá AOC G1 144Hz boginn leikjaskjár á elko.is.

Þú getur skoðað allar Gaming vörur á elko.is með því að smella hér.

Deildu með vinum

ELKO KLÚBBURINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð og ELKO blaðið sent.