
Brúðkaupsljósmyndun
25.05.2018Myndataka í brúðkaupum
Til að taka flottar myndir í brúðkaupum þarf réttan búnað, tækni, viðbragðstíma og þekking á athöfn og dagskrá er góður kostur. Hágæða aðdráttarlinsa, þrífótur og auka minniskort er nauðsynlegt að hafa með í myndavélatöskunni.
Búnaður fyrir brúðkaupsljósmyndun
Myndavélin
Hin fullkomna myndavél fyrir brúðkaupsljósmyndun er hraðvirk, fjölhæf og vél sem vinnur vel í lélegum birtuskilyrðum. Flestar nútíma DSLR myndavélar uppfylla þessar kröfur, en sumar eru betri en aðrar hvað varðar hraða og möguleika í stillingum.
Linsan
Ljósmyndarar mæla með góðum aðdráttarlinsum sem hafa einnig stórt ljósop, eins og t.d. 28-70mm f/2.8 og 70-200mm f/2.8 linsur. Þrátt fyrir það er einnig hægt að taka frábærar myndir með víðlinsum ef ljósop er stórt (e. aperture, lærri tala = stærra ljósop).
Þrífótur
Þrífótur er nauðsynlegur þegar þú ert að taka mynd við lítil birtuskilyrði eða til dæmis hópmynd.
Góð ráð
Tvær myndavélar / tvær linsur
Myndavél með góðum aðdrætti er með fjölbreytta brennivídd en þú ættir að hafa tvær myndavélar með þér í brúðkaupið, eina með aðdráttarlinsu og eina með víð linsu. Þá nærðu frekar að fanga bæði lítil og stór augnablik í brúðkaupinu.
Undirbúningur
Það að þekkja brúðhjónin, kirkjuna, húsnæðið og nærliggjandi garða er nauðsynlegt ef þú vilt ná fallegum brúðkaupsmyndum. Skoðaðu veðurspána og passaðu að búnaðurinn þinn er tilbúin, rafhlöður hlaðnar og minniskort í lagi.
Flassið
Reyndu að lágmarka notkun á flassi og notaðu frekar náttúrlega lýsingu. Ekki nota flass í athöfninni og reyndu alltaf að stilla flassið svo það lýsir á vegg eða loft frekar en beint í andlit.





