
Hindberja- og kókos hrákaka
27.09.2017Ég fann þessa hjá Ninjakitchen og gat ekki látið hana fram hjá mér fara.
Það sem þú þarft:
Botninn
- 50g kókoshveiti
- 50g möndlumjöl
- 2 msk hlynsýróp eða hunang
- 2 ms fljótandi kókosolía
- 2 msk möndlumjólk
Fylling
- 150g kókosmjöl (gamla góða tætta)
- 2 msk möndlu eða hnetu smjör
- 4 msk hlynsýróp eða hunang
- 2 msk bráðin kókosolía
- 1 tsk vanillu extract
- 100g frosin eða fersk hindber
Toppur
- 50g dökkt súkkulaði
- 1 tsk kókosolía
- 2 msk þurrkuð hindber
Aðferð
- Blandaðu fyrst saman kókoshveiti og möndlumjöli, bættu restinni af uppskriftinni við og blandaðu vel saman.
- Þrýstu deiginu í mót.
- Fyrir fyllinguna, blandaðu öllum hárefnunum saman í blandarann og hrærðu þar til blandan verður mjúk.
- Bættu nú blöndunni við í mótið ofan á deigbotninn og settu í frystinn í 4 tíma.
- Taktu kökuna úr frysti rétt áður en þú ætlar að bera hana fram. Gott er að skera hana í teninga eða sneiðar núna.
- Bræddu súkkulaði og kókosolíu saman. Toppaðu kökuna með bræddu súkkulaði og þurkkuðum hindberjum.
- Ef það er afgangur af kökunni endist hún í fyrsti í mánuð.
Njóttu!